Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 41

Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 ✝ Sigríður Jón-asdóttir fædd- ist á bænum Vet- leifsholti í Ása- hreppi 17. febrúar 1925. Hún lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Nesvöll- um, Reykjanesbæ, 15. ágúst 2016. Foreldrar Sig- ríðar voru Jónas Kristjánsson, f. 1894 í Stekkholti, Bisk- upstungum, d. 1941, og Ágústa Þorkelsdóttir, f. 1896 að Brekk- um í Hvolhreppi, d. 1974. Systkini Sigríðar: Þorkell, f. 1926, hann lést rúmu ári síðar, Margrét Jóna, f. 1927, Gerður Þórkatla, f. 1929, Gunnar Krist- ján, f. 1930 d. 1953, Þórunn, f. 1931, d. 2012, Áslaug, f. 1932, Lárus, f. 1933, d. 2012, Jóhanna Rakel, f. 1935, Ingólfur Gylfi, f. 1937, d. 2000, og Auður Ásta, f. 1939. Sigríður giftist Jóni Þorkels- syni frá Bjarka, Eskifirði, f. 1922. Saman áttu þau þrjú börn: 1) Þuríður Ágústa Jóns- dóttir, f. 1949, maki Sigurður Ólafsson, f. 1945. Þau eiga sam- an tvær dætur: a) Önnu Rakel maki Rósa Jóhannsdóttir, f. 1983. Börn: Alexandra Rós, f. 2008, Emilía Ósk, f. 2010. e) Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, f. 1991, maki Daníel Þór Sigurðs- son, f. 1990, barn þeirra er Ísak Elí Daníelsson, f. 2014. 3) Ómar Jónsson, f. 1955, maki Ingibjörg Magnea Ragnarsdóttir, f. 1955. Þau eiga þrjú börn: a) Þormar Jón, f. 1973, maki Gerður Marín Gísladóttir, f. 1974. Þau eiga þrjú börn: Kötlu Marín, f. 1998, Eyþór Loga, f. 2001, og Róbert Leó, f. 2008. b) Söru, f. 1982, maki Kristján Bergmann Tóm- asson, f. 1979. Börn: Jökull Bergmann, f. 2008, Heiða Berg- mann, f. 2015. c) Aron, f. 1988. Barn: Ómar Aron, f. 2012. Fyrir átti Sigríður Melkorku, f. 4. janúar 1945. Maki Ingvi Birkis Jónsson, f. 1943, d. 2008. Börn: a) Sigríður, f. 1964, maki Oddur Sigfússon, f. 1948, d. 2013. Börn: Sigfús Jörgen, f. 1995, Albert Fjalar, f. 2004. b) María Emilía, f. 1968, maki Kristján Pétur Sigmundsson, f. 1968. Börn: Auður Sif, f. 1992, Ingvi Snær, f. 1995, Sigmundur Kári, f. 2006. c) Kjartan Orri, f. 1975, maki Gunndís Ýr Finn- bogadóttir, f. 1979. Barn: Finn- bogi Birkis, f. 2010. d) Elva Hrund, f. 1979. Börn: Benedikt Orri Gunnarsson, f. andvana 1. maí 2004, og Emelía Ýr Gunn- arsdóttir, f. 2005. Útför Sigríðar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Sigurðardóttur, f. 1967, maki Sig- urjón Gylfason, f. 1965. Börn: Íris Mist Magnúsdóttir, f. 1987, og Sig- urður Sölvi Sig- urjónsson, f. 2003. b) Helgu Hjördísi Sigurðardóttur, f. 1968, maki Frosti Þórðarson, f. 1970. Börn: Þorbergur Magnússon, f. 1985, Jökull Frostason, f. 1999, og Hekla Sól Frostadóttir, f. 2004. 2) Jónas Þorkell, f. 1951, maki Inga Ósk Jóhannsdóttir, f. 1953. Börn: a) Sigríður Jónasdóttir, f. 1973, maki Sigurður Sævarsson, f. 1964. Börn: Ólöf Sigurð- ardóttir, f. 1994, og Ólíver Berg, f. 2001. b) Ingibergur Þór Jónasson, f. 1976, maki Fjóla Sigurðardóttir, f. 1983. Börn: Sigurður Bergvin, f. 2006, og Erna Lóa, f. 2010. c) Sigurbjörn Jónasson, f. 1976, maki Stefanía Jónsdóttir, f. 1973. Börn: Hildur Atladóttir, f. 1991, Ísak Eldjárn Tómasson, f. 1995, Arnar Máni Sigurbjörnsson, f. 2003, Elvar Orri Sigurbjörnsson, f. 2005. d) Jón Þorkell Jónasson, f. 1979, Ég ætla í fáum orðum að minn- ast elskulegrar tengdamóður minnar, Sigríðar Jónasdóttur. Ég man alltaf þegar ég kom inn á heimilið hennar Siggu og Jóns í fyrsta sinn, mér var strax tekið sem einum af fjölskyldunni og þetta átti ekki bara við um mig, öllum vinum barnanna þeirra var vel tekið og oft var þröngt á þingi þegar margir komu í heimsókn á kvöldin til að horfa á Kanasjón- varpið. Aldrei man ég eftir því að amast væri við neinu sem börnum, barnabörnum og vinum datt í hug að gera í stofunni í Hlíð, jafnvel þegar verið var að æfa hljómsveit. Alltaf var hún Sigga eins, hún var reglusöm og föst fyrir en var samt ákaflega sveigjanleg og góð við börnin sín og vini þeirra. Hún Sigga tengdamamma var ótrúlega dugleg og útsjónarsöm kona, hún hafði þann starfa um árabil að sauma jakkaföt og fleira fyrir einstaklinga og verslun í Reykjavík ásamt því að hugsa um stórt heimili. Mörg voru kvöldin og næturnar sem hún sat við að sníða og sauma þegar aðrir sváfu svefni hinna réttlátu. Ekki held ég að hún hafi farið í formlegt klæð- skeranám en hún var sérstaklega handlagin og gat gert flest í hönd- unum sem henni datt í hug. Seinna vann hún hin ýmsu störf þar til hún fór á eftirlaun, þá tók hún til við að prjóna lopapeysur sem hún annaðhvort gaf börnum og barna- börnum eða seldi. Aldrei á ævinni held ég að henni hafi fallið verk úr hendi. Meira að segja þegar hún var komin á elliheimilið og var bú- in að gleyma flestu sagði hún stundum: „Ég held ég þurfi bara að fara að fá mér vinnu.“ Hún var mikil gróðuráhuga- kona, var með stóran blóma- og matjurtagarð meðan hún bjó í Vogunum og hafði mikið yndi af að hugsa um blómin sín, var virk í Skógræktarfélaginu og lét sig ekki vanta í garðaskoðun með Garðyrkjufélaginu. Það var henni mikil gleði að sjá börnin sín byrja að rækta sína eigin garða og gróð- ursetja tré. Hún tengdamamma var örlát kona en hún eyddi samt ekki í óþarfa og lagði fyrir. Það er ótrú- legt hvað ráðdeild og sparnaður getur skilið eftir án þess að manni finnist nokkru sinni að það sé ver- ið spara eða skera nokkurn hlut við nögl. Draumur hennar var, þegar ell- in færðist yfir að geta látið eftir sér að ferðast og jafnvel dvelja í suðlægum löndum. Þessi draumur hennar rættist ekki nema að litlu leyti, hvort það var vegna þess að henni brast kjarkur eða hún vildi heldur verja kröftum sínum til að hjálpa börnum og barnabörnum. Alla vega eigum við börnin hennar og tengdabörn henni mikið að þakka því ekki svo sjaldan hjálp- aði hún til ef verið var að ráðast í fasteignakaup eða annað sem henni fannst vert að styrkja. Þannig varði þessi góða kona ævi- sparnaðinum til að styrkja börnin sín í staðinn fyrir að eyða í sig sjálfa. Hún tengdamamma átti ákaf- lega góða vini og nágranna í Vog- unum. Meðal annarra voru það þau Elsa og Jói í Hofi. Við viljum sérstaklega þakka þeim hve vel þau reyndust henni. Nú er þessi góða kona farin en við eigum eftir minningu um frá- bæra móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Sigurður Ólafsson. Elskulega Sigga amma okkar er dáin. Í hjarta okkar ríkir nú mikill söknuður en við munum ylja okk- ur við yndislegar minningar um hana Siggu ömmu í Hlíð. Þú gafst svo mikið af þér til okkar barnabarnanna sem oft og tíðum ólmuðumst uppi á lofti í Hlíð við alls konar leiki, svo að húsið nötraði. Já, hjá ömmu í Hlíð var maður var alltaf velkominn. Ómældur var tíminn sem við áttum hjá henni og afa við spilamennsku, spjall eða í ristabrauði. Ekki má heldur gleyma matjurtagarðinum í Hlíð, hann var einn sá skemmti- legasti. AB-mjólk með kræki- berjasafti, glænýjar kartöflur með smjöri, radísur og rifsberjahlaup sem fór beint á ristabrauðið ásamt hnetusmjöri. Amma hreyfði sig alla tíð mikið og hugaði að heilsunni. Ég man þegar við hlustuðum saman á leik- fimi í útvarpinu þar sem þulurinn fór með okkur í gegnum ýmsar æfingar þar sem við liðkuðum axl- ir, teygðum tærnar og önduðum ofan í maga. Á þessum tíma var franskbrauð mest selda brauðið í búðinni og þeir sem ekki reyktu voru í minnihluta. Hún Sigga amma var okkur góð fyrirmynd og miklu meira en ég t.d. gerði mér grein fyrir, ekki fyrr en á seinni árum. Hollt mat- aræði, hreyfing og einnig í hand- iðn, útsaum og prjóni. Ég hlakkaði mikið til daganna hjá henni þegar hún fékk sendan lopa úr Álafossi, heilu svörtu ruslapokana sem ég fékk svo að aðstoða við að snúa upp í hnykla sem seinna urðu svo að fallegum lopapeysum. Þegar ég var í pössun hjá ömmu og var hrædd við að fara að sofa fór hún alltaf með þessa vísu: Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu. Og svo fórum við saman með faðirvorið og þá var hægt að sofna. Enn í dag er þessi vísa mér of- arlega í huga og hana fer ég með, með honum Jökli mínum þegar myrkrið sækir að og erfitt er að sofna. Ég get, að ég held, talað enda- laust um ömmu og allar yndislegu stundirnar sem ég og við krakk- arnir áttum með henni. Í dag þegar við spilum Olsen Olsen heima hjá mér á Akureyri, hugsa ég ávallt til hennar og allra þeirra klukkustunda sem hún eyddi með mér við stofuborðið að spila. Ég brosi yfir því hversu oft hún sagði mér að henni þætti ekki gaman að spila en alltaf settist hún niður með mér og við spiluð- um endalaust. Já amma, þú varst engri lík. Stór glæsileg kona sem í senn geymdir stórt og hlýtt hjarta án þess að leyfa okkur barnabörnun- um að komast upp með eitthvert múður. Elsku amma mín, takk fyrir allt, njóttu hvíldarinnar. Þú átt það svo sannarlega skilið eftir langa og vinnusama ævi. Þú varst eins og ömmur gerast bestar. Sara Ómarsdóttir. Sigríður Jónasdóttir svo undur vænt um þig. Ég bið þér allrar blessunar á þeim ljóssins brautum sem þú ferðast nú um og hinum líknar sem lifa. Arnþór Helgason. Ekki hvarflaði þetta að mér í vor, þegar Maja mín spurði mig hvort ég óttaðist ekki að ég yrði fyrir þriðja áfallinu innan fjölskyldunnar, að hún yrði bráðkvödd. Vinátta okkar hófst fyrir rúmum þrjátíu árum, þó svo við höfum alltaf þekkt hvor aðra. Byrjuðum við að tala um mat og uppskriftir og á þeim árum sofnuðum við með mat- reiðslubækur á náttborðinu. Smám saman urðum við trún- aðarvinkonur, hún var ein af fáum sem vissu þegar ég fór í október 2000 til að ná í fóst- urson minn, Kristján Agnar. Þegar ég var komin með dreng- inn í hendurnar þá bað ég hana um að láta Hrafn vita af því, ekki liðu margar mínútur þar til hún hringdi til baka og sagði: Hrafn spyr hvort hann fái að vera afi eða fóstri? Þau hjónin urðu afi hans og amma og tel ég að það hafi ver- ið okkar allra gæfuspor. Tengd- umst við fjölskylduböndum þó blóðtengsl væru ekki til staðar. Þeim hjónum varð einnar dótt- ur auðið, því miður fæddist hún með erfðasjúkdóm sem dró hana til dauða aðeins sex ára gamla, missir þeirra var mikill og sjúkdómurinn erfiður og reyndi mikið á þau en saman stóðu þau þessa raun af sér. Ekki leið sá dagur að þau hugs- uðu ekki til hennar. Er það von mín að þær mæðgur séu nú sameinaðar á ný. Maja var víð- lesin og fróð kona og leitaði ég oft til hennar eftir svörum við ýmsu, hún hafði unun af búta- saum og saumaði mikið og ekki eru þau fá teppin sem hún gaf í fermingargjöf, bútasaumurinn veitti henni hugarró þegar hún var þreytt eftir vinnu, ekki var hún nísk á gjafirnar, en uppá- haldið hennar fór í „dánarbúið“ sem er stór tágakarfa. Maja hafði sérstakan húmor og hafði gaman af að gera grín að sjálfri sér og þeim hjónum, enda voru þau ólík, hún næturgöltrari en Hrafn morgunhani. Oft kom það fyrir að þegar hún fór í rúmið á nóttunni þá var hann að fara á fætur, margar góðar sögur hef ég heyrt, en best fannst mér þegar hún dreif sig inn í rúm síðla nætur og kulda- hrollur í kerlu, stingur ísköld- um tánum undir sængina hjá honum, mér er eitthvað svo kalt Hrafninn minn, þá rauk sá góði maður upp og fram til að gá með miðstöðina. Í eitt skipti ætlaði hún að fara að nota hrærivélina sína en ekkert gerðist, hún fer að tala um þetta við sinn mann þegar hann kemur heim, – Já, ég tók kolin úr henni til að gera við vélina hjá Lindu á Vengi, þú notar þína svo lítið. Ein setning var í uppáhaldi hjá henni: Ég skrifaði ekki upp á það þegar ég gifti mig að hrópa húrra í hvert skipti sem maðurinn minn opnar munninn. Hún var „rauðsokka“ fram í fingurgóma. Einnig hafði hún gaman af berjatínslu, bláberja og hrútaberja, og var það henni mikið ánægjuefni að geta fært vinum og vandamönnum hrúta- berjahlaup á haustin og var það orðin hefð hjá okkur að fara til margra með slíkar sendingar og fá kaffi og gott spjall að launum. Ekki leiddist henni að fara í sveppatínslu heldur. Best fannst henni að njóta náttúr- unnar ein með sínar hugsanir og á vorin fór hún að tékka á útliti fyrir haustið og í ágúst var farið að gæða sér á bláberj- um með rjóma. Blessuð sé minning Önnu Maríu Sveinsdóttur frá Rjóðri. Ásta Snædís Guðmundsdóttir. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL LÁRUSSON RIST bóndi og fyrrum lögregluþjónn, Litla-Hóli, Eyjafjarðarsveit, lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. ágúst. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. september klukkan 13.30. . Kristín Þorgeirsdóttir, Þórður Rist, Lára Jósefína Jónsdóttir, Jóhann Pálsson Rist, Brynhildur Pétursdóttir, Þorgeir Jóhannesson, Ragnheiður Sigfúsdóttir, Margrét Rist, Björgvin Tómasson, Vilhjálmur Rist, Jane Victoria Appleton, Ólöf Rist, Stéphane Aubergy, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR PÁLSSON ROFF, sem lést á Landspítalanum, Fossvogi, 3. september verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 12. september klukkan 11. Við viljum þakka starfsfólki á deildum B2, gjörgæslu og B6 á Landspítala, Fossvogi, og Grensásdeild fyrir frábæra umönnun. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningargjafasjóð Landspítalans. . Ásthildur Brynjólfsdóttir Roff, Steinunn Ásta Roff, Daniel B. Nater, María Alva Roff, systkini, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN JÓNSSON ÞÓRHALLSSON, Dalbraut 20, Reykjavík, áður Túngötu 2, Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólteigi, Hrafnistu í Reykjavík, 3. september. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík 16. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Hrafnistu. . R. Nanna Björnsdóttir, Sigurbjörn Þorsteinsson, Helga Sigurðardóttir, Þ. Unnar Þorsteinsson, Emilía Rigensborg og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA INGÓLFSDÓTTIR, Kveldúlfsgötu 24, Borgarnesi, andaðist miðvikudaginn 7. september á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi. . Helga Ólöf Halldórsdóttir Lilja Guðrún Halldórsdóttir Guðmundur Jónsson Garðar Halldórsson Guðlaug S. Guðlaugsdóttir Ingólfur Halldórsson Rut Olsen Ólöf Halldórsdóttir Sveinn Guðnason barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐMUNDA KR. JÓNSDÓTTIR frá Vorsabæjarhóli, síðar til heimilis að Grænumörk 5 Selfossi, lést fimmtudaginn 8. september. Jarðarförin auglýst síðar. . Svala H. Steingrímsdóttir, Helga Ívarsdóttir, Markús Kr. Ívarsson, Jón M. Ívarsson, Jason Ívarsson, Hulda Sváfnisdóttir, Margrét Ó. Ívarsdóttir, Áslaug Ívarsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, Ingibjörg Ívarsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.