Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 48

Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Það á að halda afmælis-veislu í dag, við hjóninerum bæði fimmtug á árinu en maðurinn átti afmæli í janúar,“ segir Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri fjármála hjá Landsneti og staðgengill forstjóra. „Við tök- um þetta alla leið, leigjum sal og bjóðum 150 manns, fjölskyldu, vinum og samferðafólki.“ Guðlaug er búin að vera hjá Landsneti í átta ár. „Verkefnum fjármálasviðs hafði áður verið útvistað og ég byrjaði á að byggja upp sviðið. Seinni árin hafa verkefnin að mestu snúist að rekstarumhverfi fyrirtæk- isins. Stærsta verkefnið núna er endurfjármögnun fyrirtækisins. Það er stundum gert grín að því heima að ég sé alltaf að, ég eigi svo mörg áhugamál. Það er samt hjá mér eins og mörgum öðrum að fjölskyldan er númer eitt og mér finnst gaman að hóa fólki saman og gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef gaman af söng og hef verið í kórum en ekki haft tíma í það undan- farið. Við ferðumst mikið bæði erlendis og innanlands og bestu stund- irnar eru þegar ég er komin út í íslenska náttúru í rólegheitunum. Ég hef gaman af að veiða og njóta þess sem náttúran gefur og svo hef ég gaman af öllu handverki. Við hjónin fórum til Mallorca og Barcelona í sumar í sameiginlega af- mælisferð með tengdaforeldrum mínum en þau verða bæði sjötug á árinu. Í október fer ég til Orlando með frænku minni og einni af mínum bestu vinkonum mínum til að halda upp á fimmtugsafmæli hennar. Annars hef ég ferðast bara innanlands. Fjölskyldan er með lítinn reit undir Eyjafjöllum, rétt hjá Seljalandsfossi, þaðan er pabbi ættaður. Þetta er félagsskapur sem ég er formaður í, systkini pabba og afkom- endur, og erum að rækta landið.“ Guðlaug er einnig mikill safnari. „Ég hef gaman af því og safna frímerkjum. Það er gömul hefð og ég er að dunda mér við það. Ég er alltaf að reyna að byrja að spila golf en það er svolítið erfitt að finna tíma í það en við fjölskyldan byrjuðum að fara á skíði fyrir tveim árum og það á að taka það fyrir í vetur og stefnt á að fara til Austurríkis í febrúar.“ Eiginmaður Guðlaugar er Björgvin Jón Bjarnason ráðgjafi sem og á og rekur svínabú og er formaður Svínaræktarfélagsins. Börn þeirra eru Kristín Arna, 22 ára, Bjarni Berg, 18 ára, og Ragna Sara, 12 ára. Í París Guðlaug, Björgvin og börnin. Ræktar fjölskyld- una og garðinn Guðlaug Sigurðardóttir er fimmtug í dag E ggert fæddist í Reykja- vík 10.9. 1941 og bjó í foreldrahúsum við Barónsstíg til tvítugs. Hann var í Austurbæj- arskóla, fór í sveit á sumrin, á Suðureyri við Súgandafjörð og í Húnavatnssýslu, en á unglingsárun- um var hann sendill á sumrin, byggingaverkamaður, vann í síldar- bræðslu og var viðvaningur á varð- skipi og lenti þá í þorskastríði við Breta haustið 1958. Eggert lauk stúdentsprófi 1961 og fór til Árósa í stærðfræðinám sama haust, ásamt vini sínum og skóla- bróður, Guðmundi heitnum Magn- ússyni, en síðustu þrjú árin í námi bjó Eggert á stúdentagarði, var þar í matarklúbbi og lærði að búa til mat: „Kröfurnar voru einfaldar, góður matur og ódýr.“ Að loknu cand. scient-prófi 1967, kenndi Eggert og sinnti rann- sóknum við Árósaháskóla til 1972, en síðustu tvö árin við Kaliforníu- háskóla í Los Angeles og við Edin- borgarháskóla. Hann lauk Ph.D- gráðu frá Árósaháskóla 1973. Árið 1972 flutti Eggert til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Kirsten, og börnum þeirra, en Kirsten lést 1993. Við heimkomuna hóf Eggert störf við HÍ og var skipaður prófessor í stærðfræði 1976 en stærðfræðingar við HÍ kenndu verkfræði- og nátt- úruvísindanemum og fáeinum stærðfræðinemum. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 2011. „Ég kenndi stærðfræði í nær 40 ár við HÍ og hafði ánægju af. Von- andi á það einnig við einhverja nem- endur þótt ég viti að sumir kölluðu mig „Ekkert Grín“. Starf háskólakennara felst í kennslu og rannsóknum en á sein- ustu árum hefur tölvupóstur, forrit eins og TEX og netið gjörbylt öllum samskiptum og dreifingu niður- staðna svo nú er eins og kollegi manns, hvar sem er í heiminum, sé í næsta herbergi. Það eru forréttindi að stunda rannsóknir. Því fylgir mikil gleði að gera uppgötvun, finna eitthvað nýtt. Þetta þekkja listamenn sem gera hugmynd að veruleika og iðnaðar- menn sem ljúka erfiðu verki.“ Eggert var m.a. deildarforseti Raunvísindadeildar í tvö ár og sat þá í háskólaráði og var formaður stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans í fjögur ár. Árið 1996 kvæntist Eggert Ragn- hildi Richter íslenskufræðingi. „Við Ragnhildur eigum mörg sameiginleg áhugamál, líkamsrækt, tónlist, jóga, ferðalög um landið og til Frakklands og Ítalíu. Á heimilinu er verkaskipting sem ég get mælt með. Ég sé um matinn og Ragnhild- ur um þvottinn. Ég er enn í tengslum við HÍ þar sem ég hef aðstöðu til að grúska og sinna stúdentum. Þá er ég í Menn- ingarfélagi HÍ, þar sem stunduð er leikfimi og blak þrisvar í viku, með saunu og öli í lok föstudagstímans. Eggert Briem, prófessor emeritus – 75 ára Fjölskyldan Ragnhildur og Eggert með börnum, tengdabörnum og barnabörnunum á Tenerife er hann varð 70 ára. „Ekkert grín“ nema í Vínarbrauðsfélaginu Gullbrúðkaup eiga í dag Ragnheiður Guðmundsdóttir og Jón Hjálmarsson, Ás- felli 2, Hvalfjarðarsveit. Þau giftu sig í Innra-Hólmskirkju 10. september 1966 og hafa síðan búið alla tíð að Ásfelli. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Margrét Jónína Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari og grafík- listakona í Hafnarfirði, varð áttræð 2. september síðastliðinn. Margrét er gift Gísla G. Engilbertssyni og þau hjónin fagna afmæli Margrétar í faðmi fjölskyldunnar á morgun, 11. sept- ember. 80 ára Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.