Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 53

Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 „Á hverjum morgni klæddi ég mig í nýjan kjól og var í kjólnum til allra verka sem gat verið mjög snúið,“ segir Thora Karlsdóttir, listakona, en hún opnar sýninguna Kjólagjörningur í Ketilhúsi í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15. Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð frá mars til desember ár- ið 2015 en það eru samtals 280 dagar eða 40 vikur. „Ég ákvað þessa níu mánuði því það er tákn- rænt fyrir meðgöngu og ég kallaði þetta oft kjólameðgöngu,“ bætir Thora við en á hverjum degi tók Björn Jónsson, ljósmyndari, myndir af henni í kjól dagsins. Ljósmyndirnar og kjólarnir, 280 talsins, verða til sýnis á sýning- unni en það voru 280 nemendur úr Brekkuskóla sem fluttu kjólana úr vinnustofu hennar og yfir í Lista- safnið. „Það var hálfgerð kjólalest niður gilið,“ segir hún en hver og einn bar eða klæddist einum kjól. Thora og Björn stefna á að gefa út bók með myndunum sem teknar voru í ferlinu en þau hafa þegar stofnað til fjáröflunar á Karolina fund þar sem óskað er eftir fjár- framlögum til að bókin geti orðið að veruleika. Áætlað er að gefa hana út í lok sýningarinnar sem stendur yfir í tvo mánuði. Var að prófa sjálfa mig „Kveikjan að þessu var að mig langaði að skuldbinda mig til langs tíma og endurtaka sama gjörning- inn til að halda mig við efnið og vera skapandi. Ég var að prófa sjálfa mig svolítið og sjá hve mikið úthald ég hefði, hvort þetta yrði auðvelt eða erfitt og hvort ég gæf- ist upp,“ segir Thora en þetta hafi líka sannað fyrir henni að engin hugmynd sé of stór. Markmiðið með gjörningnum var einnig að hvetja konur til að nota kjólana sína en þeir hangi of oft ónotaðir inn í skáp. „Ég fékk skilaboð frá konum fyrir vestan sem vinna í frystihúsi sem ákváðu að vera í kjólum í vinnunni á föstudögum,“ bætir hún við létt í bragði. Thora endurnýtti einnig föt en hún fékk fjölda kjóla frá fólki með- an á gjörningnum stóð. Þá sér- saumaði hún einnig þrjátíu kjóla fyrir þrjátíu daga, marga hverja úr óhefðbundnu efni. „Þetta hefði aldrei tekist nema fyrir allt þetta fólk sem gaf kjólana sína og hvatti mig áfram,“ segir Thora en gjörn- ingurinn hafi í raun verið sam- félagslegt verkefni. laufey@mbl.is Kjóll „Prinsessan sem passaði blóm- in“ heitir myndin að sögn Thoru. 280 kjólar til allra verka í níu mánuði  Thora Karlsdóttir sýnir Kjólagjörning Ljósmynd/Björn Jónsson minna lítið eitt á Steinunni Eld- flaug og jafnvel San Francisco- sveitina Residents. Á Ris og rof er eins og Hekla sé hins vegar komin með betri tök, bæði á hljóðfærinu og sinni listsköpun. Flæðið er öruggara og straumlínulagaðra. Hekla hagnýtir sér samfélags- miðla og streymisveitur til að koma sér á framfæri og á op- inberri heimasíðu hennar, hekla- heklahekla.com, eru tenglar á fjór- ar tónlistarveitur þar sem hægt er að nálgast plötur hennar, auk þess sem hún er með viðvist á Fésbók- inni. Þá er gaman að geta þess að þriðji skammturinn frá Heklu, plata í fullri lengd (þessar tvær fyrstu eru sex laga), er væntanleg í enda þessa árs. Ljósmynd/Matthias Weber » Sumir sprettirnirhér myndu enda sóma sér vel í sálfræðit- rylli eða spennumynd um dularfullar geimver- ur sem hafa tekið sér bólfestu í mönnum. Eitthvað svoleiðis! Hvarf Hekla Magnúsdóttir á tónleikum í Lausanne. „Eitt það merkilegasta við sýninguna er að það er verið að stimpla Ólaf Lár- usson aftur inn sem ákveðinn hluta litasögunnar. Hann var mjög áber- andi á sínum tíma og hvarf svo í árabil og við erum að draga hann fram í dagsljósið – maður má ekki gleyma,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir, safn- stjóri Nýlistasafnsins, en yfirlitssýn- ingin Rolling Line með verkum Ólafs Lárussonar myndlistarmanns verður opnuð í nýju sýningarrými Nýlista- safnsins í Marshall-húsinu úti á Granda í byrjun næsta árs. Ólafur hefði orðið 65 ára í dag en hann lést árið 2014. Ekkja hans, Sig- rún Bára Friðfinnsdóttir, gaf Ný- listasafninu mikið magn efnis úr vinnustofu Ólafs, sem spannar tvo áratugi, frá og í kringum 1970-1990. Þar á meðal er hluti af persónulegu bókasafni hans, filmusafni, negatíf- um, upptökum af gjörningum, lista- verk, ljósmyndir, skyggnur, sýning- arskrár, boðskort, listrænar rannsóknir og tilraunir listamannsins, VHS-upptökur, skissur, tillögur að listaverkum í formi teikninga, ljós- mynda og verk hans sem enn voru á hugmyndastigi og urðu aldrei að veruleika. Þorgerður og Becky Forsythe, safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins, eru sýningarstjórar sýningarinnar. Ásamt Nýlistasafninu munu Kling og Bang gallerí og Ólafur Elíasson einn- ig opna ný sýningarrými í Marshall- húsinu. Verkin veiti innblástur „Þetta er mjög mikill heiður fyrir okkur,“ segir Þorgerður en Ólafur hefur órjúfanlega tengingu við Ný- listasafnið en hann kom að stofnun þess á sínum tíma. Með yfirlitssýn- ingunni verður reynt að varpa ljósi á hinn ósýnilega hluta af vinnu lista- mannsins og hvað hann var í raun af- kastamikill. „Það sem aðgreinir Ólaf frá lista- mönnum sem voru virkir á þessum tíma er hvað hann var blátt áfram, eins og hann hafi búið yfir einhverjum frumkrafti,“ segir hún en hann hafi verið hugrakkur í list sinni og stór- tækur. „Það veitir manni mikinn inn- blástur að skoða verkin hans og ferlið á bakvið þau – hvað hann fór alla leið með allt.“ Aðspurð hvað hún telji standa upp úr á sýningunni nefnir hún ljós- myndaseríurnar hans. „Ég held að það verði afar gaman að sjá þær allar saman ásamt til dæmis hugmynda- vinnunni þar að baki. Svo má nefna líka verk út frá gjörningunum eins og Regnbogann,“ bætir hún við en þar gangi Ólafur um og skalli hverja hangandi glerplötuna á fætur ann- arri. „Upptakan gefur betri hugmynd um hvernig stemningin var, svo er hún líka svarthvít en heitir þessu lit- ríka nafni.“ Verk Ólafs eru tímalaus að sögn Þorgerðar þó að ljósmyndirnar séu farnar að gulna og sjást á þeim þá haldist inntakið og þemað vel í tím- ans rás. „Hann er að fagna lífinu og náttúrunni,“ segir hún en gríðarleg orka og kaftur búi í verkum hans. „Það verður ótrúlega gaman fyrir yngstu kynslóð myndlistarmanna og almenning að uppgötva þennan lista- mann sem Ólafur var.“ laufey@mbl.is Yfirlit Þorgerður og Becky sýningarstjórar tóku á móti miklu magni efnis frá ekkju Ólafs Lárussonar myndlistarmanns og verður það til sýnis. Kollhnís Verk Ólafs, Rolling Line, vísar til þess að lína endar alltaf í hring. Tilraun Ljósmyndaverk Ólafs, Attempt to get rid of mystery, frá 1976. Stimpla Ólaf Lárusson aftur inn í listasöguna  Ljósmyndir, gjörningar og verk á hugmyndastigi til sýnis Margrét Hlín Sveinsdóttir opnar mál- verkasýningu í Grafíksalnum Tryggva- götu 17 í dag milli kl. 15 og 18. „Margrét hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Verk Margrétar eru í opinberri eigu á Íslandi og í Svíþjóð og hún hefur hlotið starfslaun og styrki. Margrét útskrifaðist úr mál- aradeild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1988 og stundaði framhalds- nám við Akademin Valand, Göteborgs universitet 1988-1990,“ segir í tilkynningu. Sýninginn stendur til 26. september og er opin fimmtudaga til sunnudaga milli kl. 14 og 18. Margrét Hlín sýnir í Grafíksalnum Málað Eitt verka Margrétar Hlínar. MAMMAMIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 84. sýn Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 11/9 kl. 20:00 85. sýn Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fös 16/9 kl. 20:00 86. sýn Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Lau 17/9 kl. 20:00 87. sýn Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Sun 18/9 kl. 20:00 88. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. sýn Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.