Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Færeysku listamennirnir Bárður Jákupsson og Zacharias Heinesen opna sýningar á nýjum málverkum í Gallerí Fold í dag kl. 15. Bárður Jákupsson er fæddur í Þórshöfn í Færeyjum árið 1943. „Hann lauk námi við Akademiuna í Kaupmannahöfn 1972. Bárður hefur unnið þrekvirki við kynningu á fær- eyskri myndlist. Hann átti stóran þátt í stofnun Listasafns Færeyja 1989, en áður stjórnaði hann starf- semi Listaskálans sem þá var eini sýningarstaðurinn í Færeyjum. Hann ritstýrði blaðinu Mondul í 16 ár, en það er gefið út af færeyska þjóðminjasafninu og skrifaði fjölda greina um söguleg efni. Bárður hefur skrifað mikið um færeyska myndlist og meðal annars gefið út færeyska myndlistarsögu. Hann hefur skrifað bækur um fær- eyska myndlistarmenn og verið í rit- stjórn um danska listasögu. Þá gerði hann 11 sjónvarpsþætti um færeyska myndlist. En fyrst og fremst er Bárður Ják- upsson listmálari. Hann er talinn í fremstu röð færeyskra myndlist- armanna og hefur sýnt verk sín víðs- vegar. Verk hans prýða opinber söfn og stofnanir í mörgum löndum. Hann hefur meðal annars teiknað 25 raðir af færeyskum frímerkjum, mynd- skreytt bækur og blöð, gert færeysk spil svo eitthvað sé nefnt. Áhrifa hans gætir víða í færeyskri myndlist,“ seg- ir í tilkynningu frá Gallerí Fold. Zacharias Heinesen er fæddur í Færeyjum árið 1936, en hann er son- ur rithöfundarins Williams Heine- sen. „Hann lærði list sína í kon- unglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn eftir að hafa numið við Myndlista- og handíðaskóla Ísl- ans árið 1958. Hann hefur haldið fjölda sýninga, bæði einn og með öðr- um og eru mörg verk eftir hann í eigu erlendra og íslenskra safna. Zach- arias hlaut Henry Heerup verðlaunin árið 1986. Hann er þekktastur fyrir olíu- og vatnslitamálverk sín en hann hefur einnig unnið að bókaskreytingum, tréristum og klippimyndum. Þá hafa komið út frímerki í Færeyjum með myndum hans.“ Sýningarnar standa til 25. sept- ember. Tvær sýningar opnaðar í Gallerí Fold Málsmetandi Færeysku listamennirnir Bárður Jákupsson og Zacharias Heinesen eru taldir í fremstu röð færeyskra myndlistarmanna. Morgunblaðið/Golli Ranglega var sagt í blaðinu í gær að sýningin T E X T I hefði verið opnuð í Listasafni Íslands í vikunni. Hið rétta er að hún verður opnuð fimmtudaginn 15. september kl. 20. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Á sýningunni mun gestum gefast færi á að sjá valin textaverk úr safni Pét- urs Arasonar og Rögnu Róberts- dóttur. Viku of snemma Texti Verk eftir Lawrence Weiner. LEIÐRÉTT AF TÓNLIST Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Glampinn í augum aðdáendaJustin Bieber í Kórnum áfimmtudagskvöldið ágerð- ist eftir því sem klukkan nálgaðist 20:30 og síðasta hálftímann áður en goðið steig á svið magnaðist spennan með hverri mínútunni. Aðdáendum sínum til mikillar gleði lét Bieber ekki bíða eftir sér og á slaginu hálfníu voru ljósin slökkt og skemmtunin hófst. Það er augljóst að Bieber er vanur því að koma fram. Hvert einasta skref á sviðinu stóra var æft í þaula og voru hvergi hnökrar á. Tónleikarnir stóðu yfir í um klukkustund og 45 mínútur og var stöðug keyrsla allan tímann. Á nokkrum stöðum fór söngvarinn af sviðinu og á meðan skemmtu magnaðir dansarar áhorfendum. Bieber mátti þó aldrei gleymast og á meðan mátti sjá hann á risastór- um skjánum, leikandi sér á hjóla- bretti og á öðru dansandi um- kringdan túbusjónvörpum. Hver merkingin er var óljóst en fagn- aðarhróp áheyrenda í hvert skipti sem risastór Bieber sást á skjánum gáfu í skyn að það skipti svo sem engu máli. Naut sín best með gítarnum Lög af nýjustu plötu Biebers, Purpose, voru í aðalhlutverki á tónleikunum, enda er tónleika- ferðalagið kennt við hana. Sú sló í gegn og aðeins sex vikum eftir út- gáfu hennar í nóvember sl. hafði hún selst í einni milljón eintaka. Öll þekktustu lög plötunnar fengu að hljóma í Kórnum eins og „What Do You Mean?“, „Where Are Ü Now“, „Sorry“ og „I‘ll Show You“ þar sem hljómsveitin og dansarar ásamt magnaðri ljósasýningu fengu að njóta sín. Um miðbik tón- leikanna var slökkt á öllu og Bie- ber tók tvö lög, „Cold Water“ og „Love Yourself“ í órafmagnaðri útgáfu einn á sviðinu. Það var fyrst þá sem tónlistarhæfileikar Biebers sáust almennilega. Það má nefnilega ekki gleyma því að Bie- ber er á vissan hátt undrabarn í tónlist og var hann uppgötvaður á Youtube árið 2007, aðeins þrettán ára gamall. Það var ekki vegna danshæfileika eða almenns töff- araskapar, heldur bara með því að syngja og spila á gítar. Það er því hægt að segja að Bieber hafi leitað til rótanna með þessum órafmagn- aða hluta kvöldsins og virtist hann njóta sín þá nokkuð vel, einn á sviðinu með kassagítar. Þó er vert að nefna það að í hraðari lögum kvöldsins, þar sem Bieber dansaði nánast allan tím- ann, virtist ekki vera mikið stress hvort sem hann var að syngja í hljóðnemann eða ekki. Jafnvel virtist vera sem ekki væri einu sinni kveikt á honum á ákveðnum stöðum, þrátt fyrir að rödd söngv- arans hljómaði vel. Það er nátt- úrulega ekkert nýtt að söngvarar nýti sér svokallað playback á tón- leikum sem þessum og ekki ætlar undirrituð að dæma Bieber út af notkun þess. Það hefði nú auðvitað verið skemmtilegt að heyra enn meira í honum. En þar sem hann beitti röddinni almennilega sá maður að þarna var hæfileikabúnt á ferð. Þakkaði guði og minnti á söluvarning Bieber var lítið að spjalla við áhorfendur en hann fann tíma til að þakka feðgunum guði og Jesú og sagði hinn fyrrnefnda „gefa og gefa“. Reyndar minnti hann fólk góðlátlega á að hægt væri að kaupa ýmsan varning merktan honum á staðnum og bað þá sem voru búnir að versla að veifa varn- ingnum. Það kæmi mér ekki á óvart að ófá grunnskólabörnin hafi verið merkt Bieber í bak og fyrir þegar þau mættu í skólann næsta dag. Heilt á litið skemmti undir- rituð sér mjög vel á tónleikum stórstjörnunnar og var hún ekki ein um það. Það að sjá gleðina sem hann skapaði meðal áhorfenda sinna, sem margir hverjir voru ef- laust á sínum fyrstu stórtónleikum, var ómetanlegt og munu þeir ef- laust standa upp úr sem hápunkt- ur ársins hjá mörgum. Undrabarnið sveik ekki sína Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson » Það hefði nú auð-vitað verið skemmti- legt að heyra enn meira í honum. En þar sem hann beitti röddinni al- mennilega sá maður að þarna var hæfileikabúnt á ferð. Stórstjarna Bieber er vanur því að koma fram. Hvert einasta skref á sviðinu stóra var æft í þaula og voru hvergi hnökrar á. EIÐURINN 5, 5:45, 8, 10:20 KUBO 2D ÍSL.TAL 2, 3:50 KUBO 3D ÍSL.TAL 6 WAR DOGS 8, 10:25 HELL OR HIGH WATER 8 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 1:45, 3:45 NÍU LÍF 1:50 JASON BOURNE 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 —með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.