Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Þú finnur fleiri notaða á benni.is Reykjavík Vagnhöfða 27 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 10-18 Laugardaga 12-16 V agnhöfði Tangarhöfði Bíldshöfði VIÐ ERU M HÉR OPEL CORSA-E Bensín / Beinskiptur / Skráður: 06/2015 Ekinn: 76.000 km. Verð: 1.590.000 kr. OPEL ASTRA Bensín / Beinskiptur / Skráningarár: 05/2015 Ekinn: 71.000 km. Verð: 2.390.000 kr. CHEVROLET CRUZE Bensín / Beinskiptur / Skráningarár: 04/2014 Ekinn: 66.000 km. Verð: 2.190.000 kr. CHEVROLET CAPTIVA Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 06/2014 Ekinn: 88.000 km. Verð: 3.890.000 kr. NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Sænska akademían sagði í gær að tilkynnt yrði hver hlyti bókmennta- verðlaun Nóbels hinn 13. október, viku seinna en venjulega. Tilkynning um hver hljóti verð- launin er yfirleitt gefin út fyrsta fimmtudag í október, í sömu viku og aðrir verðlaunahafar eru kynnt- ir. Per Wästberg, sem situr í aka- demíunni, sagði við AFP að ástæða seinkunarinnar væri tæknilegs eðl- is. Meðal þeirra, sem þykja líkleg til að hreppa bókmenntaverðlaunin í ár eru Japaninn Haruki Murakami, sýrlenska skáldið Adonis, Philip Roth og Joyce Carol Oates frá Bandaríkjunum, Bretinn Salman Rushdie, Tékkinn Milan Kundera og norska leikskáldið Jon Fosse. SVÍÞJÓÐ Bókmenntaverðlaunum Nóbels seinkar Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Hann var stórmenni í heiminum,“ sagði Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísrael við jarðarför leiðtogans fyrrverandi, Shimon Pe- res. Peres fæddist reyndar undir nafninu Szymon Perski í Póllandi ár- ið 1923. Hann var það heppinn að fjöl- skylda hans flutti til Ísrael nokkrum árum áður en Seinni heimstyrjöldin skall á og slapp því undan Helförinni. Hann varð bæði forsætisráðherra Ísrael og forseti. Hann var forystu- maður nokkurra pólitískra flokka í Ísrael og fékk Nóbelsverðlaunin árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Það var vegna samninga sem þeir náðu á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna og menn eygðu von um að friður kæmist á. Samningur- inn var kenndur við norsku borgina Osló. Stórmenni mættu Á jarðarförina í gær mættu margir af þekktustu þjóðarleiðtogum heims- ins, þar á meðal forseti Bandaríkj- anna Barack Obama. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hélt ræðu og sagði að Peres hefði ímyndað sér það sem aðr- ir gátu ekki og verið besti kennari lands síns. Obama líkti Peres við aðra risa síðustu aldar sem hann hefði ver- ið svo heppinn að hitta, menn einsog Nelson Mandela og Elísabetu Eng- landsdrottningu. Að mati stjórnmálaskýrenda er erfitt að sjá fyrir sér annan leiðtoga draga til sín slík fyrirmenni og mættu í jarðarförina í gær einsog Karl Bretaprins. Meira að segja leiðtogi Palestínu Mahmoud Abbas mætti. AFP Fyrirmenni Á myndinni má m.a. sjá Barack Obama forseta Bandaríkjanna, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hatturinn sem þeir hafa á höfði sínu er kallaður Kippah. Mikill leiðtogi gyðinga í Ísrael fallinn frá  Jarðarför Peres fór fram í gær  Fjöldi stórmenna kom Fyrirsát var gerð fyrir bílalest her- manna í norðvesturhluta Mexíkó í gær. Sex hermenn voru drepnir og sjúkrabíl stolið sem var að flytja særðan glæpamann á sjúkrahús. Níu manns til viðbótar, þar á meðal sjúkraflutningamaður, særðust í árásinni sem var gerð í Culiacan, höfuðborg fylkisins Sinaloa, en þar eru bækistöðvar eiturlyfjahrings sem Joaquin „El Chapo“ Guzman stjórnar, en hann varð frægur á Vesturlöndum fyrir flótta sinn úr fangelsum í Mexíkó, þótt hann sé um þessar mundir í fangelsi. Grunaði glæpamaðurinn særðist í skotárás í sveitarfélaginu Bad- iraguato þar sem Guzman fæddist og var sjúkrabílnum veitt herfylgd þaðan. Fyrirsátin var þannig að glæpa- mennirnir biðu í átta farartækjum eftir bílalest hersins og notuðu öflug skotvopn og handsprengjur í árás- inni. Þrátt fyrir að herinn hefði verið vel vopnum búinn á brynvörðum bíl- um dugði það ekki til. Ekki var vitað í gær frá hvaða glæpagengi árásarmennirnir voru þó að ýmsar vangaveltur séu í gangi um hvort gengið hafi verið að bjarga særða manninum í sjúkrabílnum eða ekki. „Þetta var verk hugleysingja,“ sagði hershöfðinginn Vargas Lang- eros. borkur@mbl.is Sex hermenn drepnir AFP Óöld Ástandið í Mexíkó er víða skelfilegt út af glæpagengjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.