Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 1. október er al- þjóðlegur dagur aldr- aðra. Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á að á þess- um degi verði höfð að leiðarljósi þau al- mennu mannréttindi að fólki sé ekki mis- munað út frá aldri þar sem það leiðir auðveldlega til for- dóma, gagnrýni og andúðar gagn- vart öldruðum og öldrun. Á degi aldraðra ber að minna á mikil- vægi þess að við berum virðingu fyrir þeim vaxandi hópi íbúa landsins sem nær þeim aldri að teljast til þess hóps. Sá hópur er nú um 40 þúsund manns á Ís- landi, en um 900 milljónir í heim- inum öllum og verður væntanlega um 1.400 milljónir eftir 15 ár, eða árið 2030. Á vegum Evrópunefndar um öldrun er unnið meðal annars að verkefnum sem miða að bættri almennri heilsu aldr- aðra og virðingu við aldraða. Þar er lögð áhersla á að aldraðir haldi sem lengst sjálfsákvörðunarrétti og fjárráðum og var- að við auknu ofbeldi sem aldraðir verða fyrir. Í Evrópu er umræða um að aldr- aðir séu ógn við efna- hagsástandið og rætt um mögu- legan niðurskurð á kjörum þeirra til að mæta auknum kostnaði af flóttamönnum. Mikil umræða hefur farið fram um kjör aldraðra á Íslandi á und- anförnum misserum vegna skerð- inga á kjörum þeirra frá 2009, há- værar kröfur eru uppi um leiðréttingar og hækkun bóta og nú á síðustu vikum hefur verið fjallað um frumvarp til laga um breytingar á almannatryggingum sem liggur fyrir Alþingi. Þar eru lagðar til gagngerar breytingar til einföldunar á bótaflokkum TR sem munu leiða til 5.300 milljóna viðbótarframlags ríkisins vegna greiðslna til aldraðra. Ekki eru allir sammála um að nógu langt sé gengið í kröfum aldraðra þar sem hætta sé á að einhver hópur aldr- aðra fái ekki ásættanlega hækkun. Því hefur einnig verið lögð fram krafa um hækkun lífeyris í 300 þúsund á mánuði, sem samsvarar lægstu launum. Það er mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt á þessu þingi sem skref í átt til leið- réttingar. Aldraðir á Íslandi standa að mörgu leyti jafnfætis öldruðum á hinum Norðurlöndunum efnahags- lega séð og mun sterkar en víða í Suður-Evrópu. Við höfum náð að byggja upp lífeyriskerfi og opin- bert bótakerfi sem önnur lönd líta til. Margir aldraðir hafa einungis greiðslur úr lífeyrissjóði og lífeyri almannatrygginga til að lifa af og þess vegna ber okkur að sýna þeim þá virðingu að styrkja þau kerfi enn frekar með því að sam- þykkja fyrirliggjandi frumvarp um almannatryggingar. Sýnum öldruðum þá virðingu sem þeim ber Eftir Birnu Bjarnadóttur »Ekki eru allir sam- mála um að nógu langt sé gengið í kröfum aldraðra þar sem hætta sé á að einhver hópur aldraðra fái ekki ásætt- anlega hækkun. Birna Bjarnadóttir Höfundur er fulltrúi norrænna samtaka aldraðra í Evrópunefnd um öldrun. Hver er munur þess að svíkja loforð og að ljúga? Iðnaðarmaður, sem lof- aði að koma, en kom ekki laug, þegar hann gaf lof- orðið. Það þykir ekki stórmál. Öllu alvarlegri eru svik stjórnmála- manna, sem lofa frammi fyrir alþjóð í sjónvarpi og senda hópi fólks lof- orðalista í pósti. Steingrímur lofaði að halda þjóð- inni utan ESB og Össur að koma henni í ESB. Steingrímur sveik loforðið strax eftir kosningar eða jafnvel fyrr að því er sagt er. Hvað skyldi koma í ljós, þegar svarti kassinn verður ekki opnaður. Eftir 100 ár. Össur lagði sig allan fram um að standa við sitt loforð. Fór jafnvel í sendiferðir með skjöl á milli landa til að flýta fyrir innlimuninni og laug teldi hann það málstaðnum til fram- dráttar. Í mörg ár eftir kosningar laug hann að við ættum von á pakka frá Brussel að kíkja í. Hann vissi kannski ekki betur í byrjun en örugglega löngu áður en hann sagði að Ísland þyrfti ekki á neinum und- anþágum að halda hjá ESB. Þá hefði hann átt að biðja þjóðina af- sökunar á lyginni. Sigmundur stóð all- vel við sín loforð og hefði eflaust gert enn betur hefði hann fengið að vinna áfram í friði. Það er mikill munur á að ljúga vísvitandi í mörg ár eða svara klaufalega á örskotsbragði eftir að vera leiddur í gildru og komið úr jafnvægi. Sigmundur steig til hlið- ar, en þá var krafist að hann bæði þjóðina afsökunar. Annað væri hroki. Margir hefðu í hans sporum beðið þjóðina auðmjúklega afsökunar án þess að meina það. Sigmundur valdi ekki þá leið. Hann taldi sig hafa farið að lögum og goldið ríkinu það sem því bar. Það er ekki sama að leggja fé í banka og gefa upp til skatts eða fela það í banka og svíkja undan skatti. Enginn þingmaður hefur gert at- hugasemd við svívirðilega árás RÚV Áfram Sigmundur Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson Að ræða landbún- aðarmálin meir en orð- ið er er kannski að bera í bakkafullan læk- inn en eitt er það sem virðist hafa gleymst í umræðunni og það er staðsetning landsins okkar á plánetunni jörð. Að búa í landi svo skammt frá norð- urpólnum þar sem oft vill blása hressilega um land og lífverur gerir það að verkum að hér er miklum mun erfiðara og dýrara að stunda hvers konar ræktun heldur en á hlýrri svæðum jarðarinnar en því fylgja sem betur fer einnig góðir kostir. Sú kalda veðrátta sem við búum við gerir það að verkum að hér þríf- ast allskonar sýklar og örverur mun verr en á hlýrri svæðum jarðarinnar og erum við því laus við alls konar óvelkomna gesti í gróðri jarðar og í búfé okkar sem gerir það að verkum að við njótum heilbrigðari og betri af- urða af landbúnaði okkar en margar aðrar þjóðir. Að hægt skuli að stunda land- búnað á svo norðlægu landi sem landinu okkar er í raun og veru kraftaverk og þökk sé því þrautseiga fólki sem hefur mann fram af manni haft trú á landinu og stundað bústörf við oft mjög misjafnar aðstæður. Sagan segir okkur að það hefur þurft sérlega þrautseigt og dugandi fólk til þess hreinlega að gefast ekki upp fyrir kulda og vosbúð á hörðum vetrum og harðindatíð af völdum náttúruaflanna í landinu. Snemma í sögu landsins þurftu menn að búa við mikil harðindi vegna náttúruaflanna, sagan greinir t.d. frá hinum fagra, þéttbýla og búsældarlega Þjórsárdal sem lagðist í eyði við stórgos í Heklu árið 1104 og er stór hluti dalsins enn í dag þakinn gosefnum vikri og sandi. Þegar náttúruöflin lögðust sem harðast á okkur eins og við Öskju- gosið 1875 sem lagði hluta Austur- lands í eyði með ógnvænlega miklu öskufalli, mældist aska og sandur á túnum allt að 20 sentimetra þykkur, menn reyndu að moka ofan af túnum svo eitthvað væri að bíta fyrir bú- smalann en sökum hins mikla magns gekk það grátlega lítið. Urðu af þessu miklar hörmungar og stór hluti íbúanna flúði til Vesturheims. Við stórgosið í Lakagígunum 1783 lögðust stór landsvæði í auðn þar rann hraun yf- ir margar jarðir og eitr- að öskufall drap bæði menn og búfénað þann- ig að þar lagðist allt mannlíf af á miklum og góðum landbún- aðarsvæðum og það víð- ar en hér heima á Ís- landi. Vegna eitraðrar móðu í lofti voru þetta kölluð móðuharðindin því það virtist vera sem þessi móða færi verst með menn og skepnur, móða þessi barst til Bretlands og olli þar miklum harðindum, uppskera brást og búsmali féll, í dag er það álit manna að móða þessi hafi verið mjög fíngerð aska sem náði til nágranna- landanna og allt suður til Frakk- lands. Þrátt fyrir mikil áföll í gegnum tíð- ina og kannski vegna þeirra þá byggðist upp mikil seigla og dugn- aður hjá þjóðinni, fólk reyndi að draga fram lífið þrátt fyrir mikla erf- iðleika og mótlæti og þó stór skörð hafi verið höggvin í íslenska þjóð á stundum og stór og góð mannvist- arsvæði lagst í auðn. Sem betur fer eigum við enn menn sem halda uppi merki þrautseigrar þjóðar og þrjóskast við að stunda sinn búrekstur þrátt fyrir fámenni og miklar fjarlægðir frá þjónustu og mikinn kostnað við alla aðdrætti til lífs síns. Gleymum því ekki að okkur er nauðsynlegt allra aðstæðna vegna að halda landinu okkar öllu í byggð og sjáum ekki eftir því þó að landssjóður okkar stuðli að því að það sé hægt. Enginn veit hvar, hvenær eða hvernig næsta högg mun lenda á okkur, við skulum því sameinast í því að eiga blómlegan landbúnað sem víðast um landið okkar. Munum að stuðningur við fram- leiðslugreinar okkar er stuðningur við okkur öll! Landbúnaður í harðbýlu landi Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Sem betur fer eigum við enn menn sem halda uppi merki þraut- seigrar þjóðar og þrjóskast við að stunda sinn búrekstur. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Herjólfsgata 32-34 220 HAFNARFJÖRÐUR Glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í fjögurra hæða lyftuhúsi. Óskert sjávarútsýni. Aðeins 7 íbúðir eftir. Afhendast fullbúnar án gólfefna. Bílastæði í upphituðum bílakjalla fylgja öllum íbúðum. Áætluð afhending í mars 2017 STÆRÐ: 92-115 fm FJÖLBÝLI HERB: 3-4 Frá 45,9-59,9M Heyrumst Stefán Jarl Martin Löggiltur leigumiðlari Sölufulltrúi 892 9966 stefan@fastlind.is Heyrumst Kristján Þórir Hauksson Löggiltur fasteignasali 696 1122 kristjan@fastlind.is Til sölu jarðirnar Hvammur og Galtarhöfði í Norðurárdal í Borgarfirði. Hér er um að ræða landmiklar náttúruperlur í glæsilegu umhverfi. Land jarðanna liggur meðal annars að Norðurá. Síðustu ár hefu aðallega verið búið með sauðfé og húsakostur í samræmi við það. Mjög áhugaverðar jarðir sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson magnus@fasteignamidstodin.is eða á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. Sjá einnig fasteignamidstodin.is Hvammur og Galtarhöfði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.