Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 ✝ Gunnar IngiOlsen fæddist í Reykjavík 4. nóv- ember 1930. Hann lést á heilbrigðis- stofnun Suðurlands 23. september 2016. Foreldrar hans voru Pétur Rögn- vald Olsen, f. 1901, frá Vidnes í Noregi, d. 1977, og Ingi- björg Gunnarsdóttir, f. 1894, frá Eyrarbakka, d. 1957. Bræður Gunnars voru Tryggvi Endal, f. 1928, d. 1998, og Óli Karló, f. 1935. Gunnar var á öðru ári er hann flutti með foreldrum sín- um á Eyrarbakka. Ungur fór hann að vinna ýmis störf til sjós syni og þrjú barnabörn. Guðjón, f. 1963, M. Kristjana Garðars- dóttir, f. 1967, þau eiga þrjár dætur og eitt barnabarn. Pétur Rögnvaldur, f. 1965, M. Rut Björnsdóttir, f. 1965, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Gunnar og Inga hafa búið öll sín hjúskaparár á Eyrarbakka. Afkomendur þeirra eru 43 tals- ins. Á sjöunda áratugnum var Gunnar vörubílstjóri í sand- flutningum til Reykjavíkur. Hann hóf störf hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi árið 1969, starfaði þar sem verkstjóri og síðast sem rekstrarstjóri. Gunn- ar vann hjá Vegagerðinni í rúm 30 ár eða þar til starfsævi hans lauk. Gunnar var mikið fyrir dýr og hélt bæði kindur og hross meðan heilsan leyfði. Útför Gunnars fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 1. októ- ber 2016, klukkan 14. og lands, vann margar vertíðir á vertíðarbátum og togurum frá Hafn- arfirði og Reykja- vík. Þann 4. septem- ber 1957 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Kristínu Guð- jónsdóttur frá Eyr- arbakka, f. 19. apríl 1938. Þau eignuðust fimm börn: Ingibjörg, f. 1958, M. Heimir Hjaltason, f. 1955, þau eiga fimm börn og tíu barnabörn. Þuríður, f. 1960, M. Friðrik Sig- urjónsson, f. 1958, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Þór- unn, f. 1962, M. Finnur Krist- jánsson, f. 1960, þau eiga fimm Að öllu góðu fólki í heiminum ólöstuðu þá ert þú ein af mín- um uppáhaldsmanneskjum, elsku afi. Með því að vera ávallt þú sjálfur þá kenndir þú mér svo ótalmargt, þú kenndir mér að við erum öll jöfn, við erum öll mannleg og að við eigum það öll skilið að það sé stoppað og á okkur hlustað. Það var einmitt sterkur eiginleiki hjá þér afi, þú sýndir öllum áhuga, varst til staðar í núinu, sýndir endalausa þolinmæði og varst alltaf tilbúinn að hlusta. Þú mættir okkur alltaf með já- kvæðni og gafst öllum þínum afkomendum jafnt pláss í hjarta þínu. Ég hef svo ótalmargt til að vera þakklát fyrir, ég á margar minningar um þig sem munu fylgja mér um ókomna tíð og kalla fram bros á vör, þú kenndir mér að dansa gömlu dansana, allar sumarbústaðar- ferðirnar, öll áramótin sem við eyddum saman og stundin sem þú hélst á Ingibjörgu undir skírn er mér einstaklega dýr- mæt. Það, hversu heitt þið amma elskuðuð hvort annað og hvern- ig þið komuð fram hvort við annað, kenndi mér að trúa á ástina. Samskipti ykkar ein- kenndust af ástúð, virðingu og mikilli samheldni, það er ein- stakt veganesti að labba út í líf- ið með fyrirmyndir eins og ykkur og fyrir það verð ég ávallt þakklát. Mig langar að þakka þér fyr- ir samfylgdina, elsku afi, þú verður alltaf í hjarta mínu. Ég elska þig. Þín Signý Lind. Ég elska þig svo mikið, afi minn. Ég var svo heppinn að fá að eiga þig fyrir afa, alltaf svo góður við mig. Ég treysti því að Guð passi þig vel fyrir okkur hin. Aron Daði Pétursson. Við fráfall elsku afa er gott að líta um öxl og rifja upp góð- ar minningar. Þær voru ófáar helgarnar sem ég fékk að koma til afa og ömmu á Bakkann og gista. Oft fengum við Róbert frændi far með afa niður úr þegar hann var að koma úr vinnu á Selfossi. Við vorum ekki fyrr komnir á Bakkaveg- inn en afi byrjaði að flauta og spurði okkur hvort við hefðum ekki séð kóngulóna sem var að fara yfir veginn, svo var flautað aftur en aldrei sáum við þessa blessuðu kónguló og auðvitað var afi alveg steinhissa á okkur. Ferðirnar með afa í fjárhúsin voru ógleymanlegar, það var eins gott að vera snöggur í stígvélin því afi beið ekki eftir okkur, heldur keyrði hann bara af stað þegar hann var kominn í jeppann, þó aldrei svo hratt að maður gæti ekki hlaupið hann uppi og stokkið um borð. Ég var farinn að gera þetta viljandi, að leyfa afa að fara að- eins á undan því það var svo mikið sport að stökkva upp í jeppann á ferð og það skrýtna var að afi leit aldrei við til að athuga hvernig manni gengi, en gaf svo í þegar maður var rétt lentur í sætinu. Þegar kom að baðferðum var afi alltaf jafn hneykslaður á því að setja vatn í baðið, hann sagðist alltaf fara í þurrt bað og glotti svo bara. Þegar tapp- inn var tekinn úr baðinu kom alltaf mikið og hátt soghljóð frá niðurfallinu, afi sagði að þetta væru lætin í konunni i kjall- aranum sem drykki allt vatnið úr baðkarinu, og þessu trúði ég og fór svo stundum inn á bað til að skrúfa frá krananum til að gefa konunni í kjallaranum að drekka. Afi var mikill skepnumaður og var hafsjór af fróðleik um skepnur, fuglalífið og náttúruna og spáði mikið í veðrið, leit til himins að kvöldi og gat sagt til um hvernig veðrið yrði daginn eftir. Hann fylgdist vel með öllu, sérstaklega ef það viðkom vegagerð og þess háttar fram- kvæmdum. Hann var stoltur af sínu fólki og fylgdist vel með afkomendum sínum. þegar fólk hefur spurt mig hverra manna ég sé hefur alltaf verið nóg að segja að afi minn sé Gunnar Ól- sen á Eyrarbakka en hann var verkstjóri hjá Vegagerðinni i fjölda ára,og var mikið í sam- skiptum við bændur og verk- taka og allir hafa talað vel um afa, enda ekki annað hægt þar sem hann var alltaf svo jákvæð- ur, léttur í lund og talaði aldrei illa um nokkurn mann.Við afi höfum alltaf verið í miklu sam- bandi í gegnum árin og brallað ýmislegt saman. Elsku afi, ég kveð þig með miklum söknuði í hjarta mínu og miklu þakklæti fyrir allt saman. Við sjáumst síðar. Þinn sonarsonur, Jóhann Ingi. Elsku afi, kallið er komið og nú ertu kominn í Sumarlandið. Með mikinn söknuð í hjarta sitja eftir hlýjar minningar sem ylja okkur um hjartarætur. Betri mann er ekki hægt að þekkja og voru allar samveru- stundir með þér yndislegar. Þú varst alltaf fullur af fróðleik og tilbúinn að ræða málin. Þú varst fróður um allar sveitir landsins og þegar maður fór með þér í bíltúra um uppsveit- irnar gastu þulið upp heiti hvers einasta bæjar og hvers einasta fjalls. Í næstu ferð var maður svo sjálfur látinn þylja upp heiti næstu bæja, með hjálp vegahandbókarinnar þó. Þú sagðir alltaf að mikilvægt væri að þekkja og kunna marg- földunartöfluna, með henni væru manni allir vegir færir, svarið við 12 sinnum 12 yrði maður að kunna og varstu einn- ig farinn að kenna langafabörn- unum svarið. Menn og dýr voru þínir bestu vinir, aldrei talaðir þú illa um nokkurn mann og voru öll dýr hænd að þér, hvort sem voru fuglar eða stór dýr. Enda sagðirðu alltaf að Guð myndi launa fyrir hrafninn. Þurftir þú ekki annað en að keyra upp mýrina og voru þá kindurnar og hestarnir farin að þekkja bílinn hjá þér í nokkur hundruð metra fjarlægð og lögðu þau þá af stað í átt til þín. Ósjaldan sást svo til þín keyra um bakk- ann á jeppanum þínum með hund í framsætinu. Amma, börnin þín, barna- börn og barnabarnabörn voru mesta stolt þitt og væntum- þykja þín í garð okkar allra var óendanleg. Þú fylgdist vel með okkur öllum og vissir alltaf hvað væri að gerast í okkar lífi. Ósjaldan hringdirðu í mann til dæmis til að óska manni til hamingju með góða einkunn í skólanum eða athuga hvernig gengi á bólstr- unarnámskeiði eða í vinnunni og þegar við tókum upp nafnið þitt, Widnes, varstu svo ánægð- ur og stoltur. Þú varst alltaf þolinmóður og leyfðir okkur barnabörnunum og langafa- börnunum að trufla þó þú værir að vinna einhver verk og varstu endalaust tilbúinn að gefa af þér. Þú vildir hafa ástvini þína í kringum þig og þrátt fyrir að þrekið hafi minnkað mikið und- ir hið síðasta var hugurinn í lagi. Í síðustu heimsókn minni til þín með Viktoríu Evu, Elvar Kára og Telmu Karen fannstu orku til að biðja þau um að koma til þín og gefa þér faðm- lag. Það er ómetanleg stund. Í faðminum á þér var maður líka alltaf öruggur enda maður með stórt hjarta og sterkbyggðan líkama. Það er mikið tómarúm eftir að þú fórst en minningarnar eru okkur ljósar og munu þær lifa áfram. Ég veit að þú brosir til okkar og heldur áfram að fylgjast með okkur þar sem þú liggur í heyinu og ullinni. Ég elska þig. Þín Sylvía Karen. „Ég kem og sæki þig milli klukkan fimm og sjö á mánu- dagsmorgun – þú verður tilbú- inn!“ Þannig hófust samskipti okkar Gunnars Olsen vorið 1976, þegar hann hafði ráðið mig til að gegna starfi tippara í vegavinnuflokki sínum. Sumrin fjögur sem ég naut þess að hafa Gunnar að yfir- manni eru eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. Verkefnin voru um alla Árnessýslu frá fjöru til fjalla, bæði viðhald vega og nýframkvæmdir. Gunnar var óþreytandi í því að hressa upp á landafræði- þekkinguna hjá vankunnandi tipparanum. Hann kunni heiti á öllum fjöllum og helstu kennileitum sýslunnar. Hann þekkti líka flesta karla og kerlingar til sveita og stundum fékk maður að fara heim á bæi með honum. Það komu margir að vega- gerðinni og oft var þröngt set- inn bekkurinn í matarskúrnum. Þá skipti máli að hafa gleðina í fyrirrúmi. Gunnar hafði gott geðslag og gæddi samfélagið í skúrunum með léttleika sínum. Hann ýtti heldur undir hvers konar sprell, sem fundið var upp á, og hló svo sínum dillandi hlátri á eldhúsbekknum þegar fjörið stóð sem hæst. Gunnar hafði gott verksvit og gerði kröfur til sín og ann- arra um að skilað væri góðu verki. Hann var sanngjarn yf- irmaður og ekki síður góður fé- lagi. Eftir að samstarfi okkar við vegagerð í Árnessýslu lauk hélst vinátta okkar alla tíð. Hann var traustur vinur og ómetanlegur er stuðningurinn sem hann veitti mér síðar, þeg- ar ég var kominn til annarra starfa. Það var ákveðin vinsemd og hlýleiki sem streymdi frá Gunnari þegar fundum okkar bar saman og spjallið við hann um landsins gagn og nauðsynj- ar var upplífgandi. Nú þegar Gunnar Olsen hef- ur runnið æviskeið sitt á enda þakka ég fyrir gott samneyti við hann fyrr og síðar. Magnús Karel Hannesson. Nú hefur Gunnar föðurbróð- ir minn kvatt okkur og óneit- anlega hvarflar hugurinn til baka hjá mér sem og sjálfsagt mörgum öðrum. Gunnar frændi bjó alla sína tíð á Eyrarbakka og þótti mér ætíð spennandi sem krakka að fara í heimsóknir á Bakkann, hvort sem það var í Vatnagarð eða í Smáratún til Gunnars og Ingu. Það var mikið um að vera á báðum stöðum. Gunnar og fjölskyldan var alla tíð með hesta og kindur, sem mér þótti spennandi. Það fór nú svo að ég fékk að vera með fyrsta hestinn minn hjá þeim í vetrarvist á unglingsárum mínum sem varð til þess að ég var tíður gestur hjá þeim um helgar þann vet- urinn og næstu ár á eftir. Það má segja að þessi vetur hafi gert mig tengdari fjölskyldunni en almennt er milli frændsystk- ina. Hef ég haldið miklu sam- bandi við þau systkinin, sér í lagi Pétur og Guðjón, en við strákarnir deildum hestaáhuga- num og var mikið riðið út um helgar milli þess sem reynt var að gera gagn með að stinga út úr fjárhúsinu og gefa skepn- unum. Ég og Kolbrún flytjum 1994 á Selfoss og það er mér eftirminnilegt að ég skyldi ná að starfa með Gunnari við Vegagerðina á Selfossi í tæp tvö ár og þar sá maður frænda að störfum. Það var aldrei æs- ingurinn hjá Gunnari en hann sinnti starfi rekstarstjóra og tók einnig við kvörtunum fólks yfir slæmum vegum og heim- reiðum. Þegar menn komu æst- ir yfir slæmu ástandi vega (helst á vorin) þá átti Gunnar það til að spyrja þá hvernig sauðburðurinn gengi hjá þeim og þá var eins og það slaknaði á körlunum og úr þeim vind- urinn og farið að ræða sauð- burð og fleira. Eins átti Gunnar til að nudda sig í framan og segja mönnum þegar vandamál komu upp: „Þetta jafnar sig“. Við Gunn- ar hættum störfum hjá Vega- gerðinni á svipuðum tíma, hann vegna aldurs en ég fór í annað. Við héldum þó alltaf góðu sam- bandi, hittumst af og til í hest- húsinu hans og í gegnum strák- ana. Við Kolbrún vottum Ingu og fjölskyldunni allri samúð okkar og þökkum samfylgd lið- inna ára. Magnús Ólason. Gunnar Ingi Olsen Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, EYRÚN NANNA EINARSDÓTTIR, lést aðfaranótt mánudagsins 26. september 2016. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. . Kári Guðjón Hallgrímsson Þór, Haraldur og Einar Helgi Kárasynir Vigdís Esradóttir Einar Unnsteinsson Andrea Ósk Guðlaugsdóttir Kári Esra Einarsson Ragnheiður Haraldsdóttir Hallgrímur Guðjónsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EGILL ÁRNASON húsasmíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 19. september. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Skjóli. . Guðmunda Marsibil Magnúsdóttir Árni Egilsson Erla Jóna Steingrímsdóttir Egill Egilsson Þórdís Sigurðardóttir Óskar Egilsson Anna Björk Sigurðardóttir Kristín Rós Egilsdóttir Árni Sigurður Hafdal Birgir Egilsson og afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALDÍS GRÓA GEIRARÐSDÓTTIR, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést fimmtudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. . Þorgeir Lúðvíksson, Lúðvík Þorgeirsson, Sædís Austan Gunnarsd., Kristín Anna Þorgeirsdóttir, Örn Arnarsson, Björgvin Þór Þorgeirsson, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi miðvikudaginn 28. september. . Ásgrímur Stefánsson, Hólmfríður Salóme Jónsd., Anna Kristín Stefánsdóttir, Sveinn Haukur Pétursson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.