Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 Tæp átta ár eru síðan góð-ærisveislunni lauk meðskelli og íslensku bank-arnir fóru á hliðina. Síðan hefur uppgjörið og hráskinnaleik- urinn um þrotabú þeirra staðið yfir. Ránsfengur nefnist ný heimildar- mynd eftir Pétur Einarsson. Pétur hefur komið víða við í fjármálaheim- inum og þekkir efnið því vel. Í mynd- inni er farið yfir aðdraganda banka- hrunsins og það sett í alþjóðlegt samhengi. Því er síðan lýst hvernig vogunarsjóðir á borð við Davidson Kempner keyptu rústirnar á hrak- virði, allt niður í eitt sent á dollarann, í þeirri von að eignir bankanna reyndust meira virði þegar upp yrði staðið og fengu tvo af þremur við- skiptabönkunum í hendurnar frá stjórnvöldum. Samhliða er gefin innsýn í það hvernig þessar hamfarir í fjár- málaheiminum höfðu áhrif á líf venjulegs fólks með því að segja sögu einyrkja, sem kippt var undan fót- unum. Þorsteinn Theodórsson var einyrki sem alla sína ævi hafði unnið hörðum höndum og ávallt staðið í skilum. Hann hafði tekið lán í er- lendri mynt og þegar bankarnir fóru á hausinn var atvinnutækið hans tek- ið af honum. Hann hafði keypt vöru- bíl á 20,5 milljónir króna og var bú- inn að borga átta milljónir af honum. Bíllinn seldist á 20,5 milljónir, en engu að síður krafði bankinn Þor- stein um 12 milljónir, sem honum var sagt að enn væru útistandandi. „Ævistarfið fór með einu penna- striki,“ segir Theodóra, dóttir hans, í myndinni. Þorsteinn og dóttir hans eru mjög opinská í myndinni og viðtölin við hann eru sérlega áhrifarík. Í myndinni koma fyrir margir við- mælendur, innlendir og erlendir. Sú mynd, sem dregin er upp af hinum alþjóðlega fjármálaheimi er ekki fög- ur. Einn viðmælandi bendir á að allt- af sé verið að laga það sem síðast fór úrskeiðis í stað þess að horfa til þess, sem gerist næst. Í upphafi segir ann- ar viðmælandi að fjármálakerfið í heiminum virki ekki. Vogunarsjóðirnir eru sérstakt um- fjöllunarefni myndarinnar. Grín hef- ur verið gert að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi for- sætisráðherra, þegar hann hefur lýst því hvernig hann fann fyrir þrýstingi vogunarsjóðanna um að greiða götu þeirra. Það er hins vegar engin ástæða til að gera lítið úr þessum ógeðfellda þrýstingi. Gróðavonin var mikil og ómældum upphæðum var varið í að hafa áhrif á almennings- álitið og áhrifamenn í íslensku sam- félagi. Minnst af þessum drauga- gangi kom upp á yfirborðið. Í myndinni er tínt til að meðallaun stjórnenda helstu vogunarsjóðanna séu 1,7 milljarðar dollara á ári. Árs- launin hjá kempum á borð við Ron- aldo, sem er með í kringum 100 millj- ónir dollara á ári, blikna í samanburði. Þessi laun fá þeir fyrir að búa til gríðarlegan hagnað fyrir skjólstæðinga sína, en þeir skapa engin verðmæti, nema síður sé, og eftir kreppuna 2008 sat almenningur um allan heim uppi með reikninginn af glæfraskap þeirra. Öll grafík í myndinni er ein- staklega vel unnin og skýr. Tónlistin er eftir Atla Örvarsson og Edelstein og fellur vel að efninu. Ólafur Darri Ólafsson er þulur myndarinnar og gefur góðu handriti viðeigandi vigt með sinni djúpu rödd og pottþéttu framsögn. Úr hans munni myndi hel- ber þvættingur hljóma eins og heil- agur sannleikur. Farið hefur verið yfir margt af því, sem fram kemur í myndinni, áður og sumt er íslenskum áhorfendum kunnuglegt, en óhjákvæmilegt að láta það fylgja til að þeir átti sig, sem ekki þekkja til. Ránsfengur er vel gerð mynd og felst styrkur hennar ekki síst í því hvernig saga Þorsteins Theódórssonar er fléttuð inn í frá- sögnina. „Ævistarfið fór með einu pennastriki“ RIFF Ránsfengur bbbmn Leikstjóri: Pétur Einarsson. Þulur: Ólafur Darri Ólafsson. Enska og íslenska. Ísland. 53 mín. Flokkur: Ísland í brennidepli. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Ránsfengur Með því að segja sögu Þorsteins Theódórssonar sýnir Pétur Einarsson hvernig bankahrunið hafði áhrif á venjulegt fólk. Bíó Paradís: Lau. 1. okt. kl. 13.15. Leikstjóri svarar spurningum. Norræna húsið: Mán. 3. okt. kl. 20.30. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Aino Freyja Järvelä, forstöðu- maður Salarins, segir fjölbreyti- leika einkenna tónleikaröðina í vetur. „Við auglýstum eftir um- sóknum og svo valdi tónleikaráðið okkar það sem við töldum vera mest spennandi fyrir Salinn í vetur. Við vild- um að tónleik- arnir væru per- sónulegir og nýttu einstaka kosti Salarins. Við erum til dæmis með tvo bestu konsert- flygla landsins og vildum að þeir myndu njóta sín, en um leið vild- um við bjóða upp á sem fjölbreytt- asta tónlist. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 8. október, en þá koma Valgerður Guðnadóttir og Kvartettinn Kurr fram og flytja skemmtilega blöndu af tangóum, dægurlögum og djassi.“ Klassísk tónlist og tilraunastarfsemi Aino Freyja segir að sumt tónlistarfólkið sem tekur þátt í Tíbrártónleikaröðinni hafi aldrei áður komið fram í Salnum en að gamlar og góðar kempur muni líka koma fram. „Þar má nefna stórsöngvarana Þóru Einarsdóttur og Kristin Sigmundsson, sem munu frumflytja nýtt verk eftir Áskel Másson við ljóð Matthíasar Johannessen. Við erum líka mjög spennt fyrir að taka á móti yngri hópum, eins og stelpunum í hljómsveitinni Umbru sem munu flytja sögulega slagara úr fortíðinni með áherslu á kventónskáld og hlutverk kon- unnar í textum. Sama má segja um Mógil, sem skapar einstakan hljóðheim þar sem klassík, þjóð- lagatónlist og djassi er vafið sam- an. Þetta er allt tónlistarfólk sem hefur verið í tilraunastarfsemi og leiðir saman ólíkar tónleika- stefnur.“ Einnig verður blásið til vísna- tónlistarhátíðar. „Þá fáum við sænska vísnatónlistarmenn að syngja vísur eftir Cornelis Vrees- wijk og fleiri sænsk söngvaskáld. Þjóðlagasveitin Draupnir kemur líka fram, Guðrún Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og fleira gott íslenskt vísnatónlist- arfólk,“ segir Aino Freyja spennt. „Þá verður heill dagur tileinkaður vísnatónlistinni; vísnadagskrá um daginn, en tónleikar um kvöldið.“ Fjölskylduvænir tónleikar „Við viljum líka endilega hvetja ungt fólk til að koma á þessa skemmtilegu tónleikaröð,“ segir Aino Freyja. „Þess vegna fá börn 12 ára og yngri frítt inn með for- eldrum, og þá erum við ekki síst að hvetja foreldra barna í tónlist- arnámi til að mæta. En svo veitum við líka 35% afslátt fyrir ung- menni 12-25 ára, í þeirri von að sjá sem flesta. Þetta verða alls ekki mjög formlegir tónleikar, heldur kynnir tónlistarfólkið bara dagskrána sjálft. Kosturinn við salinn er að hann er svo persónu- legur, og þegar tónlistamennirnir segja svolítið frá brýtur það múr- inn á milli flytjenda og áheyrenda. Þetta verður létt og skemmtilegt.“ Aino Freyja segir flesta tón- leikana fara fram á laugardags- kvöldum, en stundum á fimmtu- dögum og sunnudögum. „En við erum líka með klassíska tónleika á laugardagskvöldi, sem er heldur óvanalegt, en okkur langaði að láta á það reyna og sjá hvort fólk vildi ekki gera skemmtilegt kvöld úr því að koma á tónleika,“ segir forstöðumaður Salarins að lokum og vonast til að sem flestir komi og njóti þess að tónlistarlíf í Kópavogi sé að lifna við á ný. Léttir og skemmtilegir tónleikar  Tónleikaröðin Tíbrá lifnar við í Salnum  Djass, kammertónlist, vísna- og þjóðlagatónlist, ljóða- tónlist, klassík og dægurtónlist mun hljóma á 14 tónleikum þar sem um 50 tónlistarmenn koma fram Kvartett Þórarinn Baldursson, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Júlía Mogensen flytja píanókvartetta eftir Mozart. Kventónskáld Hljómsveitin Umbra leikur verk eftir kventónskáld. Umbra skipa Alexandra Kjeld, Arngerður María Árnadóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Aino Freyja Järvelä Bassarödd Kristinn Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.