Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Sex kórar munu sameina krafta sína í Hörpu um helgina. Kórarnir eru það sem kalla má sjálfstæðir og eiga það sameiginlegt að vera ungir að árum og vera með ferskar hug- myndir í efnisvali. „Ég fékk þessa hugmynd ásamt stjórnendum Katlanna og við ákváðum að leiða kórana saman,“ segir Fjóla Kristín Nikulásdóttir, stjórnandi Hljómfélagsins. „Þetta er fólk á svipuðu reiki og við hugsuðum að þetta yrði skemmtilegt mót, þetta er alls ekki hugsað sem týpískt kóra- mót.“ Ásamt Hljómfélaginu munu fimm aðrir kórar taka þátt: Bartón- ar undir stjórn Jóns Svavars Jósefs- sonar, Karlakórinn Esja undir stjórn Kára Allanssonar, Kvenna- kórinn Katla undir stjórn Hildigunn- ar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, Vocal Project undir stjórn Gunnars Ben og Ljótikór, sem syngur stjórnandalaus. Fjóla Kristín segir það mikið gleðiefni hversu blómstrandi kóra- menningin hefur verið hér á landi síðustu misseri. „Segja má að ný kynslóð kóra sé að fæðast og sé nú þegar orðin að ákveðnu afli í ís- lensku tónlistarlífi. Fólk á bilinu 25- 40 ára sem er að leita sér að tóm- stundaiðju er farið að koma inn í kórana. Það komu til að mynda 50 manns í áheyrnarprufur í Hljóm- félagið í haust. Þetta er ekki endi- lega vant kórafólk heldur fólk sem langar virkilega að prófa að vera hluti af kór, sem er alveg stórkostleg þróun.“ 200 manna kór í Norðurljósum Búist er við 160-200 þátttak- endum á kóramótið sem hefst í dag. Kórarnir munu vinna saman í mis- munandi smiðjum undir handleiðslu kórstjóranna sem allir hafa mikla reynslu og menntun í kóravinnu. Unnið verður með spuna og nýjar útsetningar svo úr verður eins konar söngvagaldur sem verður fluttur á tónleikum í Norðurljósum á sunnu- dag klukkan 17. „Allir þátttakendur eru virkir í sköpuninni. Í rauninni vitum við ekkert hver útkoman verð- ur, en það er mjög spennandi,“ segir Fjóla Kristín. Tónleikarnir fara fram undir yf- irskriftinni „Galdur.“ „Talið er að uppruni þess orðs tengist söng, það er að gala og seiða,“ segir Fjóla Kristín. Kórarnir munu kanna troðnar sem ótroðnar slóðir og miðla þeirri þróun sem hefur átt sér stað með tilkomu þessarar nýju kyn- slóðar kóra, meðal annars með því að flytja nýjar útsetningar á lögum, meðal annars eftir Björk og Fleet Foxes. Þá verða einnig flutt verk eft- ir Hreiðar Inga Þorsteinsson og fleiri íslensk tónskáld. Hver kór mun flytja nokkur verk, hver fyrir sig, en svo munu allir kórarnir flytja saman útgáfu af þjóðlaginu „Sjö sinnum það sagt er mér,“ sem verður út- gangspunkturinn í smiðjunum sem fara fram á laugardag. Hægt er að nálgast miða á tón- leikana á sunnudag á vefnum tix.is. Söngvagaldur í Norðurljósum  Sex sjálfstæðir kórar koma saman í Hörpu um helgina  Unnið verður með sköpun, söng og spuna í nokkrum smiðjum  Lýkur með tónleikum á sunnudag Kötlurnar Kvennakórinn Katla er meðal sex kóra sem munu taka þátt í kóramótinu sem fram fer í Hörpu um helgina og lýkur með tónleikum. Því hefur löngum verið haldiðfram að maðurinn sé fé-lagsvera, en hversu mikiðnávígi við annað fólk þol- um við? Danski leikstjórinn Thomas Vinterberg ólst upp í menntamanna- kommúnu. Hann gerði þeirri reynslu sinni fyrst skil á leiksviði og nú er komin kvikmyndin Kommúnan um hóp fólks, sem á áttunda ára- tugnum stofnar til sambýlis í Kaup- mannahöfn. Vinterberg hefur sagt að sagan í myndinni sé ekki sjálfsævisöguleg, en hins vegar reyni hann að koma til skila andanum sem ríkti í kommún- unni. Sagan segir frá hjónunum Erik og Önnu, sem ákveða að stofna komm- únu í stóru einbýlishúsi. Hann er hikandi, en hún er þeirrar hyggju að það muni verða fulleinhæft að hlusta á hann daginn út og inn og það muni verða til að víkka sjóndeildarhring- inn að stofna kommúnu. Hjónin eru engir utangarðsmenn í dönsku samfélagi. Anna er frétta- þulur í danska sjónvarpinu og Erik er arkitekt og kennir húsagerðarlist í háskóla. Kommúnan er afsprengi þeirra hugmynda sem náðu fótfestu á tímabilinu sem kennt er við ’68- kynslóðina, þegar Bob Dylan söng að gamla kynslóðin ætti að fara frá því að tímarnir væru að breytast. Kommúnan í myndinni er þó eng- in hippaklisja, það eru hvorki mynd- ir af Che Guevara né Maó á veggj- um. Íbúarnir liggja ekki afvelta af vímu í hassmekki. Þótt þar sé gengið þvert á lífsstíl áratuganna á undan, ríkja að mörgu leyti borgaraleg viðmið í komm- únunni. Í kommúnunni ríkir lýðræði. Greidd eru atkvæði um inntöku nýrra sambýlismanna. Kostir þeirra og lestir eru ræddir að þeim við- stöddum. Allir eiga að leggja sitt af mörkum og þeir sem reyna að fá frítt far á kostnað hinna eru litnir hornauga. Vei þeim sem tekur sér bjór án þess að skrá það. Vinterberg fjallar um kommún- una af væntumþykkju. Þótt upp komi ágreiningur eru allir af vilja gerðir að leysa hann. Kaldhæðni örlaganna hagar því þannig að mest reynir á Önnu, upp- hafsmann þess að stofna kommún- una, í samlífinu. Erik fellur fyrir ungum nemanda sínum, Emmu. Anna reynir að láta eins og lífið geti haldið áfram eins og ekkert sé með Emmu innan borðs, en þótt hún reyni að sannfæra sjálfa sig um að hún geti deilt manni sínum með öðr- um lætur hjartað ekki segjast og á endanum bera tilfinningaflækjurnar ásetning hennar ofurliði. Hlutverk þeirra eru í höndum Ul- rich Thomsen og Trine Dyrholm, sem bæði eru að góðu kunn úr dönskum sjónvarpsþáttum. Thom- sen er mjög sannfærandi í hlutverki eiginmannsins, sem er algerlega ónæmur á tilfinningar sinna nán- ustu. Dyrholm er ekki síður trúverð- ug í hlutverki fréttakonunnar þegar veröld hennar byrjar að gliðna í sundur. Helene Reingaard Neu- mann leikur nemandann og skilar því vel. Það er örugglega ekki til- viljun hvað hún er lík Dyrholm. Martha Sofie Wallstrøm Hansen leikur Freju, dóttur hjónanna og unglinginn á heimilinu. Freja er kannski ekki staðgengill Vinterbergs frekar en Anna og Erik foreldra hans, en hún kemur hans sjónarhorni til skila. Unglingurinn hefur ekkert að segja um þann lífs- stíl sem foreldrarnir velja sér. Í kommúnunni blasir líf allra við eins og opin bók, jafnt í gleði sem harmi. Hún fylgist með og uppákomurnar í lífi foreldra hennar blasa við henni, hvort sem henni líkar betur eða verr. Um leið er hún berskjölduð. Kommúnan er vönduð mynd og það er valinn leikari í hverju rúmi. Fares Fares fer á kostum í hlutverki viðkvæma útlendingsins Allons, sem tárast við minnsta mótlæti. Atriði þar sem fordómarnir gegn honum skína í gegn hjá Erik er óborgan- legt. Thomas Vinterberg er einn fremsti leikstjóri Dana og vakti verulega athygli með myndinni Veislunni frá árinu 1998 þar sem lýst er svakalegu fjölskylduuppgjöri. Í myndinni Veiðin frá 2012 tekst Vin- terberg á við það hvernig grunur um barnaníð getur snúið heilu samfélagi gegn einum einstaklingi, hversu til- hæfulaus sem hann kann að vera. Myndir Vinterbergs hafa fengið misjafnar viðtökur og eru ákaflega ólíkar. Í Veislunni er eins og lokið sé tekið af ýldutunnu þegar leyndarmál fjölskyldunnar eru afjhjúpuð. Kommúnan er gerð af mun meiri væntumþykju þótt ekki sé sneitt hjá vandamálum og má að því leyti líkja henni við Fanny og Alexander, óð Ingmars Bergmans til fjölskyldu sinnar. Kórvilla í kommúnunni RIFF Kommúnan bbbbn Leikstjóri: Thomas Vinterberg. Leikarar: Ulrich Thomsen, Trine Dyrholm, Helene Reingaard Neumann, Fares Fares, Julie Agnete Vang, Lars Ranthe og Martha Sofie Wallstrøm Hansen. Danska. Dan- mörk, 2016. 111 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Allir sem einn Liðsmenn kommúnunnar fara um fylktu liði á góðri stund. Í myndinni Kommúnan, sem gerist á átt- unda áratug liðinnar aldar, snýr danski leikstjórinn Thomas Vinterberg aftur til æskuára sinna. Háskólabíó: Lau. 1. okt. kl. 19.20. Bíó Paradís: Fim. 6. okt. kl. 13.30. Háskólabíó: Sun. 9. okt. kl. 15.30. RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 Á morgun, sunnudag, verður opnuð haustsýning í Safni Ásgríms Jóns- sonar með verkum hans undir yfir- skriftinni Ógnvekjandi náttúra. Ás- grímur er einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar og varð fyrst- ur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. Á sýning- unni verða verk sem sýna menn og dýr á flótta undan náttúruhamför- um og má skynja innri átök lista- mannsins sem tengja okkur við líf hans og starf, sælu og þjáningar sem fylgja sköpunarferlinu þar sem slegið er á nýja strengi. Meðal verka eru eldgosamyndirnar svo- nefndu, sem eru byggðar á frásögn- um og eigin reynslu listamannsins. Á sýningunni má sjá olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar er spanna allan feril listamannsins. Sýningarstjóri er Rakel Péturs- dóttir, deildarstjóri rannsókna og Safns Ásgríms Jónssonar. Ógnvekjandi náttúra Ásgríms Ljósmynd/Safn Ásgríms Jónssonar Myndlist Náttúran er fyrirferðarmikil í verkum Ásgríms á haustsýningu safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar býður upp á leið- sögn sýningar- stjóra og lista- manna um Ljósanætursýn- ingu safnsins, Framtíðarminni, á morgun, sunnudag, klukk- an 15. Á sýning- unni eru verk eftir Doddu Maggý, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Inga- rafns Steinarssonar og Kristin Má Pálmason. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra. Leiðsögn um Ljósanætursýningu Listasafn Reykja- nesbæjar. MAGNIFICENT 7 7:20, 10 FRÖKEN PEREGRINE 2, 4 BRIDGET JONES’S BABY 5, 8 EIÐURINN 6, 9, 10:30 STORKAR 2D ÍSL.TAL 2, 4 KUBO 2D ÍSL.TAL 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.