Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Side 12
12 Fréttir Helgarblað 6.–9. mars 2015
Tveggja milljarða
sTyrkir Til Íslands
Íslensk fyrirtæki hafa fengið tæpa 2 milljarða úr tveimur evrópskum menningarsjóðum frá byrjun tíunda áratugarins
Í
slenskir kvikmyndaframleiðend-
ur og fyrirtæki hafa fengið tæp-
lega tvo milljarða króna úr tveim-
ur evrópskum menningarsjóðum
frá upphafi tíunda áratugarins.
Þar af hefur rúmlega einn milljarð-
ur fengist úr Eurimages, kvikmynda-
sjóði Evrópuráðsins, frá árinu 1990,
eða fyrir 25 árum síðan.
„Þetta er mikilvægt samstarf sem
er að gagnast okkur. Sérstaklega
þegar kemur að þróuninni. Þetta er
mjög mikilvægur liður í að þróa kvik-
myndaverkefni almennilega,“ seg-
ir Hilmar Sigurðsson, annar eigandi
framleiðslufyrirtækisins GunHil og
einn af stofnendum Caoz, sem fjall-
aði um sögu evrópsks fjármagns í ís-
lensku kvikmyndaefni í Bíó Paradís.
Fyrirlesturinn var hluti af evrópsku
kvikmyndahátíðinni Stockfish sem
var haldin í fyrsta sinn í síðustu viku.
Hæsti styrkurinn árið 2013
Frá árinu 1993 hafa íslensk fyrirtæki
jafnframt fengið 890 milljónir króna
í styrk frá Creative Europe-Media-
áætlun Evrópusambandsins. Mest
hefur styrkurinn á einu ári numið
142,5 milljónum króna árið 2013.
Lægstur var hann árið 2007, eða 7,6
milljónir króna.
Þau fyrirtæki og verkefni sem
fengu styrki frá Media árið 2013 voru
Myndform, Sena, Bíó Paradís, Djúp-
ið, Hraunið, RIFF-kvikmyndahá-
tíðin, Ófærð, Geimfákarnir (Space
Stallions), Lói – þú flýgur aldrei einn,
Svartihnjúkur og Trend Beacons.
Kostnaður við þátttöku
nemur 840 milljónum
Media hefur verið hornsteinn í fjár-
mögnun, þróun og dreifingu ís-
lenskra kvikmynda og komið að
stuðningi við framleiðslu á íslensku,
leiknu sjónvarpsefni. Frá því sjóð-
urinn var stofnaður árið 1993 hef-
ur hann fjárfest 1,5 milljörðum
evra í menningarefni víðs vegar um
Evrópu.
Íslendingar þurfa að greiða fyr-
ir að taka þátt í Eurimages og Media.
Frá 1990 hefur kostnaður hins opin-
bera við þátttöku í Media-áætluninni
numið um tuttugu milljónum króna
á ári, eða um 500 milljónum króna í
heildina en sá peningur hefur skilað
sér í tvöfalt hærri styrkveitingu.
Hvað Eurimage varðar hafa 28 ís-
lenskar myndir fengið samtals einn
milljarð og átján milljónir króna í
styrk frá 1990. Á þessu tímabili hafa
stjórnvöld greitt 340 milljónir króna
í sjóðinn og því er styrkveitingin
tæplega þreföld sú tala. „Þessar töl-
ur sýna að það er mikið úr þessu að
hafa miðað við það litla sem er borg-
að inn,“ segir Hilmar.
Þór fékk 84 milljónir króna
Í fyrirlestri sínum í Bíó Paradís nefndi
Hilmar dæmi um styrkveitingar til
nokkurra mynda sem hann hefur
átt þátt í að gera. Teiknimyndin Þór
sem kom út 2011 kostaði 8,4 milljón-
ir evra, eða um 1,2 milljarða króna í
framleiðslu. Styrkurinn sem fékkst
frá Eurimages nam 480 þúsund evr-
um, eða tæpum 72 milljónum króna,
auk þess sem Media lét 80 þúsund
evrur af hendi rakna, eða tæpar 12
milljónir. Samanlagt námu styrkirn-
ir því 84 milljónum króna. Um er
að ræða dýrasta kvikmyndaverkefni
sem hefur verið framleitt á Íslandi.
Teiknimyndin Lói – þú flýg-
ur aldrei einn er í undirbúningi um
þessar mundir. Hún hefur fengið 80
þúsund evrur, eða um 12 milljón-
ir króna, í þróunarstyrk frá Media en
áætlað er að kostnaðurinn við þróun
myndarinnar verði 350 þúsund evr-
ur, eða rúmar 52 milljónir króna.
Teiknimyndin Geimfákarnir hef-
ur einnig fengið 60 þúsund evrur í
þróunarstyrk, eða tæpar 9 milljónir
króna.
Nýliðar fá engan styrk
Þess má geta að Evrópusambandið
styrkir ekki þá framleiðendur eða
leikstjóra sem eru að búa til sín-
ar fyrstu myndir og þannig hef-
ur það verið síðastliðin ár. Nor-
ræni kvikmyndasjóðurinn er einnig
nýbyrjaður með svipaða stefnu.
„Stefnumörkunin hefur verið að
breytast svolítið, þannig að myndir
sem eiga frekar möguleika á sölu til
fleiri markaða eiga frekar möguleika
á fyrirgreiðslu,“ segir Hilmar.
Þannig er minni áhætta tekin og
meiri líkur á því að aukin útbreiðsla
myndanna verði tryggð. Þessir er-
lendu sjóðir reikna með því að þeir
sjóðir sem eru til staðar heima fyr-
ir, eins og Kvikmyndasjóður Íslands,
sjái um að styrkja þá sem eru að stíga
sín fyrstu spor, hvort sem um er að
ræða kvikmyndir, stuttmyndir eða
heimildarmyndir. n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Hraunið Sjónvarpsþættirnir Hraunið með
Björn Hlyn Haraldsson í aðalhlutverki voru á
meðal þeirra sem fengu styrk árið 2013.
Hilmar Sigurðsson Hilmar hélt fyrirlestur á kvikmyndahátíðinni Stockfish í Bíó Paradís á
föstudaginn. MyNd Sigtryggur Ari
„Þetta er mjög
mikilvægur liður í
að þróa kvikmyndaverk-
efni almennilega.
e
iríkur Svavarsson hæstaréttar-
lögmaður hefur hætt störfum í
framkvæmdahópi stjórnvalda
um afnám fjármagnshafta. Hann
hefur verið hluti af ráðgjafahópi stjórn-
valda sem hefur unnið að því að móta
tillögur um áætlun að losun hafta allt
frá því í nóvember 2013. Eiríkur lét af
störfum um síðastliðin mánaðamót
samtímis því að samningurinn hans
við fjármálaráðuneytið rann út.
Í samtali við DV segir Eiríkur
að ástæðan sé sú að hann hafi
talið nauðsynlegt á þessum tíma-
punkti að geta á ný farið að sinna
starfi sínu sem lögmaður en Eirík-
ur er á meðal eigenda á lögmanns-
stofunni Draupni. Allt frá því að
Eiríkur var skipaður í sérstaka fram-
kvæmdastjórn um afnám hafta í júlí
2014, ásamt fimm öðrum sérfræðing-
um, hefur hann verið í fullu starfi sem
ráðgjafi stjórnvalda í haftamálum.
Hann segist skilja sáttur og að
honum hafi tekist að koma sínum
sjónarmiðum og áherslum á framfæri
í vinnu ráðgjafa stjórnvalda að hafta-
málum. Þeir sem skipa framkvæmda-
hóp stjórnvalda um afnám hafta eru
því í dag Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri eignastýringar MP
banka og einn nánasti vinur og ráð-
gjafi forsætisráðhera, Benedikt Gísla-
son, ráðgjafi fjármálaráðherra í hafta-
málum, og Ásgeir Helgi Reykfjörð
Gylfason, yfirlögfræðingur MP banka.
Sigurður og Benedikt eru báðir vara-
formenn framkvæmdahópsins.
Auk þeirra eru í framkvæmda-
hópnum Ingibjörg Guðbjartsdóttir,
framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans, og Jón Þ. Sigurgeirs-
son, framkvæmdastjóri alþjóðasam-
skipta og skrifstofu seðlabankastjóra.
Þá er Glenn Kim, bandarískur fjár-
málaráðgjafi, formaður hópsins.
Þegar tilkynnt var formlega um skip-
an hópsins 21. janúar sl. sagði í til-
kynningu fjármálaráðuneytisins að
nýr áfangi væri hafinn í losun hafta.
Hlutverk hópsins er að rýna í þær til-
lögur sem hafa verið útfærðar um
afnám hafta og koma þeirri stefnu
sem mótuð verður í framkvæmd. n
hordur@dv.is
Hættur í haftahóp
Eiríkur Svavarsson segist hafa tekist að koma
sínum sjónarmiðum og áherslum á framfæri
Eiríkur Svavarsson Hefur verið hluti af
ráðgjafahópi stjórnvalda frá árslokum 2013.