Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Side 39
Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Menning 39
GÓLFMOTTUR
Við leigjum út gólfmottur í anddyri.
Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu
ræstingakostnað.
Við sækjum og sendum.
Fáðu verðtilboð!
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
Þjóðleg rök gegn andlitsfarða og drengjakollum
heimsstyrjöld var mjög ríkjandi
meðal menntamanna það sem við
myndum líta á í dag sem rasisma.
Menn höfðu þá skoðun að þjóðir og
þjóðarbrot hefðu ákveðið eðli til að
bera sem væri líffræðilega bundið við
kynþátt og stöðu. Sú trú var viðtekin
meðal menntamanna hér á landi að
Íslendingar væru úrvalsþjóð og hún
hefði sérstaka líkamlega og menn-
ingarlega eiginleika til að bera sem
mikilvægt væri að varðveita,“ segir
Ólafur.
„Þetta sést til að mynda í um-
ræðunum um andlitsfarða á þriðja
áratugnum. Sumir sáu farðann sem
aðskotahlut sem væri að eyðileggja
náttúrulega fegurð íslenskra kvenna.
Ég get nefnt eitt skemmtilegt dæmi.
Guðmundur Finnbogason, sem var
á þeim tíma prófessor í hagnýtri sál-
fræði við Háskóla Íslands, hafði far-
ið til Vesturheims og skoðað litarhátt
íslenskra kvenna þar. Svo kom hann
heim og bar þetta saman. Hann taldi
sig hafa komist að því að húðlitur
eða litarhaft íslenskra kvenna á Ís-
landi væri ennþá fallegra en íslenskra
kvenna í Kanada. Það væri því eitt-
hvað sérstakt við íslenska kynþáttinn
en líka við það að hann væri á Íslandi.
Það stuðlar að því að íslensku kon-
urnar séu svona óskaplega fallegar.“
Sömu hugmyndir og í ástandinu
„Þótt þessi íhaldsviðhorf hafi kannski
ekki slegið í gegn, getum við litið á
þetta sem mjög áhugaverða tilraun
til að nota hugmyndir um menn-
ingararfinn til að stýra hegðun
kvenna. Þetta getur nefnilega verið
mjög öflug orðræða, að tala í nafni
þjóðararfsins og koma þeirri hug-
mynd inn hjá konum að þær séu að
ganga á sveig við sinn sanna uppruna
með því að hlaupa á eftir tískustraum-
um frá útlöndum,“ segir Ólafur.
„Hugmyndin um menningararf
getur verið nýtt til að hafa áhrif á
það hvernig fólk hegðar sér, hvernig
það kemur fram, hvernig það ber
sig og jafnvel útlit þess. Þetta getur
auðvitað haft mjög dramatískar af-
leiðingar eins og við sjáum til dæmis
í því hvernig komið var fram við kon-
ur í „ástandinu“. Það eru þessar sömu
hugmyndir sem undirbyggja það sem
gerðist á stríðsárunum, þegar konur
sem tengjast erlendum hermönnum
voru álitnar vera að svíkja þjóðerni
sitt. Sá hugmyndaheimur sem birtist
þar sprettur ekki upp af því að einhver
einn einstaklingur hafi haft undar-
legar hugmyndir um konur og hlut-
verk þeirra heldur á hann sér djúpar
rætur meðal þjóðarinnar – og ekki síst
meðal menntamanna,“ segir Ólafur.
Heilög ára um menningararfinn
Ef menningararfurinn er afstæður og
notaður sem stjórntæki í pólitískum
tilgangi, er þetta þá einfaldlega skað-
legt hugtak?
„Ég myndi ekki segja að þetta væri
skaðlegt hugtak. Menningararfur er
að ýmsu leyti farvegur skilnings á
því hver við erum sem samfélag og
að hvaða leyti við erum nútímaleg.
Maðurinn er nútímamaður ef hann á
sér einhvern tiltekinn menningararf,
þannig að þetta er mikilvægt hugtak.
Í þessari bók, Menningararfur á Ís-
landi, erum við mikið að skoða
hvernig menningararfurinn er
ákveðið tæki til að skilgreina okkur,
til þess að leggja áherslu á eitt-
hvað tiltekið í sjálfsmynd okkar. En
við erum alls ekki að grafa undan
menningararfinum eða gera lítið úr
honum. Við erum aftur á móti að
benda á að þessi heilaga ára sem
hefur umlukið menningararfinn er
mannanna verk. Það eru stjórnmála-
menn, menntamenn og áhugamenn
um einhver ákveðin málefni sem að
búa hann til eða skilgreina, en það
hefur áhrif á sjálfsmynd okkar, sam-
félaglegan skilning og áhrif til fram-
tíðar. Það hefur áhrif á það hver við
teljum að við séum og hver við viljum
verða,“ segir Ólafur. n
Drengjakollur
Svava Berentsdóttir,
amma Ólafs, starfaði
sem hárgreiðslu-
meistari í Reykjavík á
þriðja og fjórða áratug
20. aldar. Hér situr
Svava fyrir í kringum
árið 1930 í stíl við
kvikmyndastjörnur
Hollywood þess tíma.
MynD Ólafur raStrick
náttúrulega fegurð Íslenskir mennta-
menn færðu rök fyrir því á þriðja áratugn-
um að sítt hár væri íslenskum konum
náttúrulegt og eðlilegt – en drengjakollur
og andlitsmálning væri óþjóðlegt og
eyðileggjandi.
rótar í menningararfinum Ólafur
Rastrick er annar ritstjóra bókar um
menningararf á Íslandi. MynD Sigtryggur ari
n Ólafur Rastrick ræðir menningararf á Íslandi n Hugmyndir um menningararf notaðar til að gagnrýna erlend tískuáhrif íslenskra kvenna á þriðja áratugnum
Valur gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Black Mass
iMDb 7,3
aðalhlutverk: Johnny Depp og
Benedict Cumberbatch
leikstjóri: Scott Cooper
122 mínútur
Svalur með skallakollu
H
ollywood elskar Ísland en
virðist hata Íslendinga. Það
var engin Sæmi rokk í sögu
Bobbys Fischer og engin
Anna Björns í sögu Whiteys Bulger.
Þar fyrir utan er sagan hin áhuga-
verðasta og langt síðan maður
hefur séð Depparann leika svo vel.
Eitt sinn var hann ungur að læra
mafíutökin í Donnie Brasco en hér
er hann búinn að taka við forystu.
Myndin forðast alla mafíurómantík,
hér er hreinræktaður glæpon á ferð
og já, saklaust fólk er drepið. Þáttur
löggunnar er áhugaverður en hefði
mátt útskýra betur til að ná Wire-
hæðum. Samt besta glæpamynd
síðan Departed, sem byggði á sömu
sögu. n
Hörð lífsbarátta
Í Hrólfs sögu segir Iðunn Steins-
dóttir sögu langafa síns Hrólfs
Hrólfssonar sem háði harða lífs-
baráttu sem sveitarómagi og síð-
ar vinnumaður í lok 18. aldar.
Óvenjuleg
skáldsaga
Ný skáldsaga Bergsveins
Birgis sonar nefnist Geir-
mundar saga
heljarskinns.
Hér er á ferð
óvenjuleg
bók því hún
er skrifuð á
fornu máli og
við söguna er
formáli, í anda formálanna í
ritröðinni Íslenzk fornrit. Að-
alpersónan Geirmundur var
sagður göfgastur allra land-
námsmanna á Íslandi.
Sönn saga
Mikaels
Mikael Torfason
segur sögu sína,
foreldra sinna
og forfeðra í
bókinni Týnd í
Paradís. Vottar
Jehóva eru fyrirferðarmiklir í frá-
sögninni.