Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Síða 23
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Umræða 23 Útlaginn og Syndarinn um yngri elskusemi og vinsemd, og ýmis legt höfum við síðan rætt og brallað, og ferðast á öldruðum bifreiðum. Ég vissi að nýja bókin, Syndarinn, væri framhald af Málar­ inn sem kom út fyrir þremur árum, og var reyndar aðeins efins um hvernig það ætti að geta gengið þar sem aðalpersóna hennar, málarinn Davíð, hefur í lok þeirrar bókar mál­ að sig svo kirfilega út í horn í lífinu að framhaldi yrði eingöngu teflt fram úr mjög þröngri stöðu. En í þessari nýju bók er það annar málari, Illugi Arin­ bjarnar, sem er aðalpersónan; hann hafði verið aukapersóna í þeirri fyrri, en nú hefur dæmið snúist við. Öryggi hins þjálfaða nóvelista Syndarinn er skrifuð af miklum þrótti og miklu öryggi hins þjálfaða nóvel­ ista; Ólafur Gunnarsson er í bana­ stuði. Það er stundum sagt, kannski reyndar ekki með alltof miklum rétti, að nútímaskáldsögur, íslenskar jafnt sem aðrar, hafi gjarnan þröngt eða lítilfjörlegt yrkisefni, fjalli mest um hversdagsmál eða búksorgir og þannig hvunndagsáhyggjur. En svo er allavega ekki í þeirri bók sem hér um ræðir; hér er grundvallarspurn­ inga spurt, um sektina og fyrirgefn­ inguna; hér eru morð, sjálfsmorð, fullkomin örvænting, menn kveikja í sér, það er verslað með stóra pen­ inga, braskað með Eimskip, Hafskip og Landsbankann, og helstu versl­ unarkeðjur landsins að auki. Og svo er sjálf seinni heimsstyrjöldin mjög miðlæg í þessari bók, og það ekk­ ert minna en innrás þýska hersins í austurveg, Barbarossa­áætlunin, orrustan um Stalíngrad, framsókn Rauða hersins og upplausn og enda­ lok Þriðja ríkisins. Sýnt í MoMA Í upphafi bókar hefur málarinn Illugi gert mikla seríu um Stalín­ gradhildarleikinn út frá venjuleg­ um forsendum sigurvegaranna; hún er sýnd í sjálfu MoMA (Museum of Modern Art) í New York og slær í gegn. Hana sér gamall liðsmaður úr hinum svonefndu kósakkaherdeild­ um sem börðust með Þjóðverjum í stríðinu, þeir töldu sig í baráttu gegn harðstjórn Stalíns, og verður gamli liðsmaðurinn ekki par hrifinn af sýn­ ingunni. En á grundvelli hans sögu og hinna tragísku endaloka kósakka­ herjanna og leiðtoga þeirra Otto von Pannwitz málar Illugi nýja seríu sem einnig er sýnd í MoMA, og fær stór­ brotnar en mjög ólíkar viðtökur. Ís­ lenski málarinn setur þannig fram spurningar um sekt og fyrirgefningu sem fólki ekki líkar og allt leiðir þetta til sársaukafullra uppgjöra. (Þess má geta að hafi glöggir lesendur Ólafs ekki vitað um aðdáun hans á Dostojevskí áður en þeir lesa þessa nýju bók, mun spurningin hvort svo hljóti ekki að vera trúlega koma þeim í hug.) Umdeild sjónarmið Rétt eins og seinni sýning Illuga Arinbjarnar í New York kom af stað miklum deilum þá bíður maður dá­ lítið spenntur eftir því að sjá og heyra hvernig menn taka þessari nýju bók Ólafs Gunnarssonar. Einhverjir munu örugglega verða órólegir, þótt ekki væri nema vegna loka atriðis bókarinnar, til dæmis þeir sem hafa lesið hina merkilegu skáldsögu HHhH eftir Laurent Binet sem kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Páls­ sonar fyrir tveimur, þremur árum. Annars er ég núna að skemmta mér yfir bók sem heitir Munaðar­ leysinginn – Örlagasaga Matthíasar Bergssonar eftir Sigmund Erni Rúnarsson, en það er ljúf og vel skrif­ uð saga um ævintýralegt líf manns sem hefur afar geðþekk sjónarmið, og viðhorf til samtíðarfólks. Og mikið fannst mér ljóðabók Halldórs DNA Halldórssonar skemmtileg: Hug­ myndir, andvirði hundrað milljónir. Og Hundadagar Einars Más, mað­ ur lifandi, það var þó ánægjulestur. Svo bíð ég eftir að lesa nýju bókina eftir Auði Jóns, og Bubba Morthens, Kalman, Þórunni Vald, og marga fleiri stórmeistara svo að of langt mál yrði upp að telja. n „Ég leit varla upp úr bókum þann daginn og sólarhring seinna hafði ég klárað tvær, upp á rúmar átta hundruð síður samtals, og báðar stórmerkilegar. Syndarinn „Er skrifuð af miklum þrótti og miklu öryggi hins þjálfaða nóvelista.“ Ólafur Gunnarsson „Fyrsta skáldsagan hans, Milljón prósent menn, var ein af mínum uppáhaldsbókum.“ Munaðarleysinginn – Örlagasaga Matthíasar Bergssonar „Ljúf og vel skrifuð saga um ævintýralegt líf manns sem hefur afar geðþekk sjónarmið, og viðhorf til samtíðarfólks.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.