Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Qupperneq 24
Helgarblað 13.–16. nóvember 201524 Fólk Viðtal V ið fengum þessa hugmynd í tengslum við afmæli Ólafs Gauks. Hann hefði orðið 85 ára í ágúst. Gaukur, eins og ég kallaði hann alltaf, samdi mikið af jólatextum og það er alls ekkert víst að fólk viti að það var hann sem samdi texta eins og Há- tíð í bæ, Yfir fannhvíta jörð, Óskin um gleðileg jól, Meiri snjó, Jólin koma brátt og ótal mörg fleiri auk annarra landskunnra texta,“ segir söng- og útvarpskonan Svanhildur Jakobsdóttir sem auk dóttur sinn- ar, Önnu Mjallar Ólafsdóttur, ætlar að halda jólatónleika í Salnum þann 3. desember byggða á jólalögum og textum Ólafs Gauks Þórhallssonar heitins en hann lést fyrir fjórum árum eftir baráttu við krabbamein. Mikil spenna Mæðgurnar hafa ekki komið fram saman opinberlega í mörg ár svo spenningurinn er mikill. Með þeim á sviðinu verður hljómsveit Reynis Sigurðssonar sem samanstendur auk Reynis, sem leikur á víbrafón og harmóníku, af Gunnari Hrafns- syni bassaleikara, Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Ásgeiri Ásgeirssyni gítar leikara og Jóhanni Hjörleifs- syni trommuleikara og enn frem- ur mun Barnakór Snælandsskóla, undir stjórn Elínar Halldórsdóttur, koma fram. Kynntust í Þjóðleikhúskjallaranum Svanhildur hefur sungið frá því hún man eftir sér en söngurinn varð ekki að atvinnu fyrr en hún kynnt- ist Ólafi Gauki sem þá þegar hafði skapað sér nafn sem tónlistarmað- ur. „Við kynntumst í Þjóðleikhús- kjallaranum. Hann og félagar hans settu sig í samband við mig og báðu mig um að syngja með hljómsveit sinni sem var undarlegt því ég hafði ekkert verið að syngja opinberlega,“ segir Svanhildur sem greip tæki- færið og hefur ekki séð eftir því síð- an. Þau Ólafur Gaukur unnu í Lídó um helgar og léku í skemmtiþátt- um í sjónvarpinu. „Þetta var á upp- hafsárum sjónvarpsins. Gaukur hamraði endalaust á ritvélina alls kyns þætti, lög og texta og þótt við hefðum aldrei leikið neitt gat mað- ur ekki bara staðið eins og þvara og raulað. Það var mjög mikið lagt í þessa þætti. Við fengum búninga og senurnar voru miklar og flott- ar og sem betur fer komu leyndir leiklistarhæfileikar í ljós hjá hljóm- sveitinni, þar sem þetta var allt saman sviðsett.“ Skuggahliðar frægðar Svanhildur segir líf þeirra ekki samt á eftir enda ekki margar sjónvarps- stjörnur á Íslandi á þessum tíma. „Það varð algjör kúvending. Við urðum ansi þekkt og það var mjög gaman hjá okkur en frægðin hafði sínar skuggahliðar. Upp spunnu- st sögur sem voru ekki alltaf sann- ar og svo kom fyrir að fólk væri að hringja í okkur og bulla í símann. Annars hefur mér alltaf þótt huggu- legt og hlýlegt ef fólk þekkir mig. Það hefur ekkert breyst. En á þess- um tíma sást ekki mús á ferli úti á götu þegar skemmtiþættir voru sýndir í sjónvarpinu. Það voru allir að horfa og því ekki nema von að maður þekktist eitthvað.“ Sálufélagar og vinir Þrátt fyrir töluverðan aldursmun þróaðist samband Svanhildar og Gauks smám saman og þremur árum eftir að þau hittust fyrst gengu þau í það heilaga. „Við vorum bara vinir til að byrja með. Ég féll alls ekki strax fyrir honum en kunni strax vel við hann. Mér fannst hann þægilegur í umgengni og svo talaði hann gott mál og var kurteis sem mér líkaði vel. Fólki leist ekkert sér- staklega vel á þetta samband og það voru margir sem spáðu okkur einu ári í hjónabandi en sjálf held ég að forlögin hafi ætlað okkur að vera saman. Við vorum sálufélagar. Gaukur var ekki allra en það er ég ekki heldur en þegar við kynntumst gátum við talað saman frá fyrsta degi. Okkur leið alltaf vel saman og ég fann aldrei nokkurn tímann fyrir aldursmuninum.“ Kjaftasögurnar særðu Hún viðurkennir að umtalið sem fylgdi sjónvarpsframanum hafi stundum sært hana. „Sögurnar gátu verið alveg ansi ótuktarlegar. Ég var orðuð við hina og þessa menn og sögð eiga ótal börn. Meira að segja börnin mín voru spurð að þessu. Ég veit ekki hvenær ég hefði átt að hafa tíma til þess að eignast öll þessi börn, og vera með öllum þess- um mönnum, ég var svo ung þegar ég kynntist Gauki. Mér fannst þetta mjög óþægilegt því þetta var svo fjarri mér; svona rugl og útstáelsi. Gaukur var minn maður alla tíð. Hann bar sig samt alltaf vel og tók þetta ekki jafn nærri sér og ég. Mér fannst þetta voðalega óþægilegur fylgifiskur starfsins. Ég hafði átt að vera hér og þar alveg á hvolfi. Ég skildi þetta bara ekki. Reyndar heyrði ég síðar að ung „Ég er eins manns kona“ Söng- og útvarpskonan Svanhildur Jakobsdóttir og dóttir hennar djasssöngkon- an Anna Mjöll Ólafsdóttir ætla að halda jólatónleika í byrjun desember í tilefni þess að Ólafur Gaukur hefði orðið 85 ára í ágúst. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Svanhildi um æskuna, föðurmissinn, óvæntan ferilinn, kjaftasögurnar sem særðu og þakklætið sem hún ber í brjósti sér fyrir þá hálfa öld sem hún fékk með Ólafi Gauki. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þetta er náttúrlega bara svindl – að fólk þurfi að hverfa svona allt í einu „Gaukur var ekki allra en það er ég ekki heldur en þegar við kynntumst gátum við talað saman frá fyrsta degi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.