Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 14
Mynd | Rut Laus er staða hjúkrunarstjóra á Uppsölum Fáskrúðsfirði Uppsalir er dvalar og hjúkrunarheimili með 10 dvalarrými og 15 hjúkrunarrými Starfssvið: Hjúkrunarstjóri er faglegur yfirmaður og sinnir klínísku starfi. Hann ber ábyrgð á hjúkrun heimilismanna og gæða- og öryggismálum auk þess að hafa umsjón með þjálfun nýrra starfsmanna og vörulager deildarinnar. Hæfniskröfur: Faglegur metnaður, góð samskiptahæfni, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum, reynsla af hjúkrun aldraðra, íslenskt hjúkrunarleyfi. Reynsla af stjórnunarstörfum er kostur. Um er að ræða 100% starf auk bakvakta og er staðan laus frá 1. apríl 2016 Laun fara eftir kjarasamningi hjúkrunarfræðinga og launanefnd sveitafélaga. Umsóknarfrestur er til 7. Febrúar 2016 Nánari upplýsingar gefur Hrönn Önundardóttir, hjúkrunarstjóri í síma: 475-1410 eða 663-4434 Umsókn ásamt náms- og starfsferilskrá berist á netfangið ups@ts.is eða Uppsalir, dvalar og hjúkrunarheimili b/t Ósk Bragadóttur rekstrarstjóra Hlíðargötu 62 750 Fáskrúðsfirði Landeigendur vilja loka landareignunum fái þeir ekki greitt fyrir umgang ferðamanna. Þóra Kristín Ásgeirsdíttir tka@frettatiminn.is Samkvæmt nýjum náttúruverndar- lögum mega landeigendur banna ferðafólki að ganga um landareignir sínar. Þetta er umtalsverð breyting sem var réttlætt með því að hlífa þurfi viðkvæmu landi fyrir ágangi erlendra ferðamanna. Þetta hef- ur hinsvegar haft í för með sér að landeigendur telja sig í krafti lag- anna geta bannað umferð um land- areignir sínar ef þeir fá ekki greitt fyrir umgang. Þannig hafa eigendur lands sem liggur að Birnudalstindi kraf- ið Ferðafélag Íslands um þúsund krónur á hvern einstakling sem tek- ur þátt í göngu félagsins á tindinn í sumar: „Það blasir við að þetta verði stórkostleg skerðing á rétti almenn- ings til að njóta landsins,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. „Það er afar slæmt ef menn ætla að loka landinu fyrir almenningi.“ Ferðafélagið og Útivist ætla að leita til umhverfisnefndar Alþing- is til að freista þess að fá lögunum breytt. Frjáls för almennings hefur „Þeir eiga ekki að selja inn á annarra manna land“ Ferðalög Það blasir við að þetta skerðir ferðafrelsi fólks „Það er verið að loka landinu fyrir almenningi“ Bærinn Hraun við Grindavík er fallegur staður í nágrenni höfuðborgarinnar. „Ég er ekkert að fara að hlaupa á eftir ferðafólki til að rífa af því veskið.“ „Fólk hlýtur að fara að hugsa sinn gang ef fyrirtæki og félög fara að gera út á annarra manna land,“ segir Valgerður Valmundsdóttir, bóndi að Hrauni í Grindavík, sem skrifaði Útivist og óskaði eftir greiðslu fyrir ferðahóp frá félaginu sem ætlar að ganga um landið. „Þeir ætluðu sjálfir að taka gjald fyrir ferðina og það er því ekki óeðlilegt að landeigendur njóti góðs af. Við hljótum að spyrja okk- ur, hvort allir aðrir, en bara ekki landeigendur, megi hafa tekjur af landinu.“ Hún segir að bændur hafi jafnan tekið einstaklingum vel sem vilji ganga um lönd þeirra. „Ég er ekkert að fara að hlaupa á eftir ferðafólki til að rífa af því veskið, en það lítur öðruvísi út þegar skipulagðir ferðahópar fara um einkaland. Þá er mönnum líka skylt að hafa samráð við landeig- endur, en því var ekki sinnt í þessu tilfelli,“ segir Valgerður. -þká verið heimil um eignarlönd frá tím- um Jónsbókar. Í náttúruverndarlög- um frá 2013, gerði lagagreinin ráð fyrir því að það mætti í sérstökum tilvikum takmarka frjálsa för ef það væri nauðsynlegt vegna nýtingar eða verndunar. Umhverfis- og samgöngunefnd- in vildi hinsvegar ganga skrefinu lengra og lagði til að ákvæðið hljóm- aði svona: Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á ann- an sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi. Með þessari breytingu varð það al- farið á valdi landeiganda að ákveða hvort almenningur mætti fara um land hans, svo fremi sem það sé afgirt. „Þetta er örugglega frábært fyrir „lögfræðingana að sunnan“ sem hafa verið að kaupa upp jarðir og geta núna haft þær náttúruperl- ur sem þar kunna að vera út af fyrir sig, en verði þetta samþykkt er það svartur dagur fyrir útivistarfólk í landinu,“ sagði Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, þegar hann varaði við breytingunni. En sá hann fyrir að þetta yrði rök- semd fyrir gjaldtöku. „Já, það var í raun það sem við óttuðumst all- an tímann. Að þeir sem vildu taka gjöld, fengju núna vopn í hendurn- ar.“ Í könnun meðal sérfræðinga og stjórnenda í ráðuneytunum kemur fram að ráðuneytin leita fyrst og fremst til samtaka hags- munaaðila við mótun stefnu í einstökum málum. 88 prósent að- spurðra nefndu hagsmunaaðilana sem mikilsverða samstarfsaðila en aðeins 16 prósent könnuðust við að almenningur væri hafður með í ráðum. Annað sem kemur fram í könn- uninni er að aðeins 62 prósent sérfræðinga og stjórnenda töldu sig hafa þekkingu til stefnumót- unar. Þegar þátttakendur voru spurðir um almenna þekkingu á stefnumótun innan ráðuneyt- anna var niðurstaðan enn lakari. 39 prósent sögðu að þekkingin væri mjög eða frekar óviðunandi á meðan aðeins 22 prósent töldu hana vera frekar eða mjög við- unandi. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku skýra afstöðu má segja að 64 prósent hafi talið að þekk- ingin væri almennt veik á meðan 62 prósent töldu sig hafa góða getu og þekkingu á stefnumótun. Ráðuneytin undir hags- munaaðilum Hagsmunaaðila: 88% Fulltrúa annarra ráðuneyta: 77% Sérfræðinga innan ríkisins: 73% Sérfræðinga úr háskólum: 58% Sjálfstætt starfandi ráðgjafa: 48% Lögfræðinga: 28% Almennings: 16% Annað: 6% Til hverra er leitað varðandi stefnumótun í ráðuneytunum? Stjórnsýslan 14 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.