Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 62
Húsdýragarðurinn Dúfnabændur sameinast Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sgt@frettatimin.is Í Húsdýragarðinum verður sýning á morgun, laugardag, á ólíkum teg- undum skrautdúfna. Skrautdúfna- bændur koma saman til minningar og til styrktar vegna dúfnanna sem drápust í bruna í húsakynnum Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í byrjun árs. Ragnar Sigurjónsson dúfnabóndi segir brunann sorglegan. „Sem betur fer voru ekki öll egg í sömu körfunni svo skrautdúfurnar þrífast áfram. Við verðum með fjölbreyttar skrautdúfur til sýnis í Húsdýragarð- inum á laugardaginn, frá klukkan 12-16. Þau hjá Húsdýragarðinum hafa verið ofboðslega hjálpfús að bjóða okkur sýningarrými og búr.“ Á Gautaborgarkvikmyndahátíðinni í næstu viku verður frumsýnd mjög áhuga- verð íslensk heimildamynd, Garn, sem vonandi mun ná til landsins innan tíðar. Myndin er íslenskt/pólskt samstarfsverk- efni en það er Una Lorenzen sem leik- stýrir myndinni, Örn Eldjárn frumsemur tónlistina og Þórunn Hafstað klippir. Myndin fjallar um fjórar áhrifaríkar kon- ur frá Póllandi, Japan, Svíþjóð og Íslandi sem nota hekl og prjón til að búa til ögr- andi nútímalist, pólitískar yfirlýsingar, sirkusverk og framúrstefnulega leikvelli. „Þó svo að garnið sé rauður þráður í myndinni þá er þetta fyrst og fremst saga um sterkar persónur og lífssýn þeirra. Myndin byrjar á Íslandi en ferðast svo um allan heim, meðal annars til Hawaii og New York,“ segir Una Lorenzen leik- stjóri en þetta er hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. „Hingað til hef ég eingöngu verið að gera hreyfimyndir en kynntist Heather Millard, framleiðanda myndar- innar, þegar ég gerði hreyfimyndir fyrir kvikmyndina Future of Hope. Ég kom inn sem leikstjóri seint í ferlinu en það var bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að vinna þessa mynd með fámennum en þéttum hópi fagmanna.“ www.yarnthemovie.com | hh Bill Bailey þykir snillingur í gríni með tónlist. Grínistinn Bill Bailey er mörgum Íslendingum kunnur sem Manny úr þáttunum Black Books. Nú er grínistinn á leið til landsins í apríl með nýjustu uppistandssýningu sína, Limboland. Ari Eldjárn er mikill aðdáandi Bailey og jafnframt sá sem flytur hann inn til Íslands. Aðspurður um hvort Bill líkist karakter sínum úr Black Books bendir hann á að þeir séu að minnsta kosti báðir snillingar á píanó. „Hann er nefnilega svo mikill tónlistarsnillingur, hefur komið fram með sinfóníuhljóm- sveitum og gerir mikið og frum- legt gítargrín. Ég öfunda fólkið sem sér hann á sviði í fyrsta sinn í apríl, því það á aldeilis von á góðu.“ Sýningin Limboland hefur ver- ið sýnd um hundrað sinnum síðan í haust. Sýningin hefur notið gríð- arlegra vinsælda í Noregi og býst Ari fastlega við að Íslendingar muni líka hrífast af Bailey, enda hafi hann tekið eftir að aðdáenda- hópur Black Books þáttanna sé gríðarlega öflugur. Bailey treður upp í Háskólabíó þann 28. apríl. Ögrað með garni Myndin fjallar um fjórar áhrifaríkar konur frá Póllandi, Japan, Svíþjóð og Íslandi sem nota hekl og prjón. Ragnar Sigurjónsson dúfnabóndi. Sýning til minningar um dúfurnar sem drápust Halla Gunnarsdóttir tilkynnti sinn síðasta vinnudag á alþjóðlegri lögmannsstofu í Bretlandi í gær, fimmtudag. Halla tekur við nýju verkefni sem snýr að uppbygg- ingu kvennalista í Bretlandi. „Ég hélt erindi um reynslu af kvenna- listum á Íslandi á fyrsta opna fundi Breska kvennalistans sem var stofnaður í mars síðastliðinn.“ Síðan hefur Halla verið með annan fótinn hjá Breska kvennalistanum og leiddi starf listans gegn ofbeldi á konum. „Nú erum við að stilla upp kosningum í London, Wales og Skotlandi. Þetta er gríðarlega spennandi svo ég ákvað að stökkva á þetta.“ Markmið listans er að koma á kynjajafnrétti í Bretlandi en einungis 30% af þingmönnum eru konur. „Við viljum auka póli- tíska þátttöku kvenna til að koma breytingum í gegn sem snúa að ofbeldismálum, kynjamisrétti og karllægum heimi viðskiptalífsins.“ Halla segir breska lands- lagið ólíkt því á Íslandi vegna kosningarkerfisins. „Um leið og Kvennalistinn á Íslandi náði 5% kjöri þá komumst þær inn á þing og gátu valdið usla. Í Bretlandi er þetta flóknara. Það þarf einnig að taka tillit til hversu fjölbreytt sam- félag er hérna og þær breytur sem hafa stórvægileg áhrif á líf fólks, óháð kyni.“ Byggir upp kvennalista í Bretlandi Halla Gunnarsdóttir að- stoðar við uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Manny mætir til Íslands Rakel Björk Björnsdóttir fór með hlutverk í Falskur fugl og er ein þeirra sem hefja leik- listarnám í haust. Hópurinn sem komst inn Tíu manns komust að á leikarabraut Listahá- skólans í vikunni. Á meðal þeirra er Ásthildur Úa Sigurðardóttir úr hljómsveitinni Reykjavík- urdætur en hún tók einnig þátt í uppsetningu Konubörn. Rakel Björk Björnsdóttir er reynslu- bolti en hún fór með aukahlutverk í bíómyndinni Falskur fugl og Þrestir. Hildur Vala Baldursdóttir tók þátt í söngleikjum Verzlunarskólans en hún er kærasta grínistans Björns Braga. Tvíeykið úr uppsetningunni Heili, hjarta, typpi, þeir Auðunn Lúthersson og Gunnar Smári Jó- hannesson koma saman á ný undir þaki Listaháskólans. Úr Stúdentaleikhúsinu eru þau Steinunn Arinbjarnardóttir og Jónas Alfreð Birkisson sem hefja nám við skólann í haust. Mynd | Hari 62 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015 hágæða vítamín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.