Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 30
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA Fiskislóð 1 Sími 580 8500 REYKJAVÍK Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 AKUREYRI ELLINGSEN Enn meiri lækkun PI PA R\ TB W A • S ÍA 20–70% AFSLÁTTUR RISA- ÚTSALA Það sem er okkur kærast Veraldlegar eigur koma og fara en margar hverjar ferðast með okkur út lífið. Það getur verið vandasamt verk að grisja heila búslóð og setjast svo að í einu herbergi, þó sumum finnist það mikill léttir að losna við allt draslið. Fréttatíminn heimsótti nokkra heimilismenn á Dvalarheimilinu Grund til að ræða þá hluti sem þeim eru kærastir. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ást við fyrstu sýn Guðveig Bjarnadóttir „Þetta er máluð mynd af manninum mínum, Jakobi Guðlaugssyni, sem féll frá árið 1993. Hann var svo fágaður og skemmtilegur að það hrifust allir af honum. Það er eins og hann hafi verið í sólar- löndum en hann var alltaf svona fljótur að taka sól, það var alltaf eins og hann væri ný- kominn af sólar- strönd. Við kynnt- umst á balli í Reykjavík og þetta var ást við fyrstu sýn. Við dönsuð- um og svo bað hann um að ganga með mér heim og svo þegar við komum heim bað hann um koss. Við kysstumst og vorum saman upp frá því, giftum okkur og áttum saman fimm börn. Ég sakna hans alla daga og sér- staklega þegar mér dettur eitthvað í hug eða heyri einhverjar fréttir, þá langar mig svo að tala við hann.“ Fín dama í pels sem kunni ekkert á peninga Steinunn Bjarnason „Ég vildi losna við allt áður en ég kæmi hingað en svo á síðustu stundu ákvað ég að draga þessa mynd með mér. Hún er eftir Gunnlaug Blöndal og ég fékk hana í brúð- kaupsgjöf frá vini hans pabba. Ég var tuttugu og tveggja ára þegar ég gifti mig en tíu árum síðar missti ég manninn minn í bruna. Svo ég var skilin ein eftir með tvö börn og eitt á leiðinni. Ég kunni ekkert að sjá um mig sjálf. Ég stóð þarna eins og hálfviti, kunni bara að vera fín dama í pels en kunni ekkert á peninga. En ég plum- aði mig samt og kom öllum mín- um börnum í framhaldsnám. Ég vann hjá Reykjavíkurborg og hafði engan áhuga á að bæta ein- hverjum karli við heimilið. Yfir- mennirnir voru samt duglegir að hringja í mig fullir um helgar, vildu fá að kíkja í heimsókn áður en þeir færu heim til kvennanna sinna. Aðeins að kíkja á ekkjuna með börnin þrjú á leiðinni heim. Ímyndaðu þér.“ Fallegu strendurnar í Arnarfirði Elín Ólafía Finnbogadóttir „Þetta er bærinn sem ég ólst upp á til sautján ára aldurs, Hóll í Bakka- dal í Arnarfirði. Það var maður á Bíldudal sem gerði þennan kassa eftir myndinni. Það er svo stutt milli fjalls og fjöru í Arnarfirði og af- skaplega fallegar hvítu strendurnar þar.“ „Mamma mín var fædd í Selárdal og ég var fermd í Selárdalskirkju þar sem í dag er safnið hans Samba sem byggði allt sjálfur fyrir ellilíf- eyrinn. Gísli á Uppsölum bjó líka þarna innar í dalnum. Aumingja karlinn, hann lang- aði svo að fara að heiman en mamma hans sagði að hann skyldi aldrei fara úr þessum dal. Hún var eitthvað svo hrædd um hann.“ „Systir mín tók við bænum af foreldrum okkar en svo var ríkur maður sem keypti húsið og hann notar það sem sumarbú- stað. Ég var mjög ánægð með það því annars myndi það bara grotna niður.“ Allir geta saumað út Sigurjón Hreiðar Gestsson „Þennan útsaum gerði ég sjálfur þegar ég var unglingur. Ég lenti ég í rútuslysi þegar ég var sextán ára og slasaðist illa á baki sem varð til þess að lá meira og minna fyrir í þrjú ár, alveg þar til töfralæknirinn Snorri Hallgrímsson gerði við bakið á mér. Á meðan ég beið eftir Snorra fékk mamma mig til að sauma út. Mér leist nú ekkert á það því mér fannst það ekki nógu karlmannlegt. Ég saumaði nokkur stykki en skammaðist mín náttúrulega mikið fyrir. Mamma lét mig halda þessu áfram, hún vissi að þetta væri góð dægradvöl fyrir mig. Þegar ég kvartaði þá sagði hún bara að það skipti engu máli hvernig klofið á mér væri, allir gætu saumað út. Mamma var alveg eldklár.“ Alltaf „meget smukt“ veður í bænum Eiríkur Jónsson „Þessi loftvog hefur fylgt mér alla tíð. Amma mín, Guðrún Jónsdóttir úr Hrafnadal í Strandasýslu, fékk hana að gjöf frá vini sínum um aldamótin 1900, en hann hafði pantað hana frá Dan- mörku. Loftvogin hékk uppi í baðstofu hjá henni og nýtt- ist henni auðvitað vel því þá voru engar veður- fregnir. Svo hékk hún á veggnum hjá foreldrum mínum á Bálkastöðum í Húna- vatnssýslu og svo fluttist hún á minn bæ í Hveragerði. Maður var með skepnur úti og þurfti alltaf að vita um veðrið. Ég bankaði í hana mörgum sinnum á dag, svona til að athuga hvort veðrið væri ekkert að skána. Hérna í miðbæ Reykja- víkur er sýnir hún aftur á móti oftast „meget smukt“ því hér er alltaf svo fínt veður.“ 30 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.