Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 58
„Hugmyndin að þessum viðburði kemur upp úr spjalli um tónlistar- menntun fyrir börn,“ segir Benni Hemm Hemm, tónlistarmaður og kennari. Hann leiðir Krakkamengi í Mengi við Óðinsgötu en það er skapandi tónlistarsmiðja fyrir börn alla sunnudaga þar sem tveir tónlistarmenn úr ólíkum tónlistar- geirum og vinna með þátttakend- um. „Þegar það er orðið svona lítið pláss fyrir einhvern málaflokk í samfélaginu þá spyrja sig margir hvað sé mögulegt að gera. Maður spyr svo oft hvernig hægt sé að fá ráðuneytið til að gera eitthvað en við ákváðum að gera bara eitthvað sjálf. Okkar niðurstaða var þessi, að bjóða börnum upp á ókeypis tónlistarsköpun, auka pláss fyrir börn í tónlist. Pælingin er að þetta sé heimilislegt, lítið í sniðum og viðráðanlegt,“ segir Benni en allir listamennirnir gefa vinnu sína, aðgangur er ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4-6 ára og foreldrum þeirra. Kira Kira og Futuregrapher verða þessa helgi með allskyns tæki og tól sem krakkarnir mega prófa og lofar Benni miklu stuði. Sjá meira á Facebook-síðu Mengis. | hh Perlurnar sem Óskarinn hundsaði Óskarsnefndin virðist ekki hrifin af myndum sem innihalda samkynhneigð eða aðra kynþætti en hvíta. Enn og aftur er Óskarinn gagn- rýndur fyrir lítt fjölbreytilegt val í tilnefningum. Enginn svartur leik- ari eða leikstjóri er tilnefndur til verðlaunanna. Nú hafa leikstjórinn Spike Lee og leikkonan Jada Pinkett Smith bæði tilkynnt að þau hygg- ist sniðganga hátíðina vegna þessa. Hér eru myndir sem fengið hafa við- urkenningar og frábæra gagnrýni á árinu en Óskarinn hundsaði. Beasts of No Nation Idris Elba var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna, BAFTA-verðlauna og Screen Actors’ Guild verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni, sem fjallar um barnastríðsmenn í ónefndu landi. Því má velta fyrir sér hvort húðlitur Elba hafi eitthvað með lítinn áhuga Óskarsnefndar- innar að gera. Carol Mörgum kom á óvart að þessi magn- aða ástarsaga milli tveggja kvenna hafi ekki verið tilnefnd sem besta mynd ársins. Hefði hún verið það ef Carol væri Carl? Creed Michael B. Jordan hefur fengið jafn góða dóma fyrir leik sinn í mynd- inni og fyrri mynd hans, Fantastic Four, fékk slæma dóma. Myndin er eins konar óður til Rocky mynd- anna og var eina tilnefningin sem hún fékk einmitt fyrir besta leikara í aukahlutverki, sjálfan Rocky Bal- boa. Straight Outta Compton Nú er kannski orðið ljóst að Óskars- nefndin málar ekki með öllum lit- unum. Myndin fékk eina handa- hófskennda tilnefningu í flokkinum Besta handrit. Leikur í myndinni þykir þó hafa átt tilnefningu skilið og þykir myndin ein sú besta sem út kom á árinu. Concussion Mynd um lækni sem uppgötvar hvernig fótbolti, sem spilaður er í Bandaríkjunum, skaðar höfðu leikmanna hans ætti að vera ein- mitt eitthvað fyrir Óskarsnefndina. Myndin er í senn dramatísk, sann- söguleg og rímar við mál sem eru í deiglunni núna, en þó fékk hún enga náð fyrir dómnefnd Óskarsins. Tangerine Það bjóst ef til vill enginn við að svo ódýr mynd í framleiðslu myndi ná athygli Óskarsnefndarinnar, en það hefði verið stórt stökk fram á við að tilnefna frábæran leik transkonunn- ar Mya Taylor til verðlaunanna. | sgþ Börn fá lítið pláss í tónlist 58 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015 www.thor.is TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR EPSON WORKFORCE PRO WF-6590 EPSON WorkForce Pro eru ölnota skrifstofuprentarar (fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur). Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan snertiskjá. Þessi nýja útgáfa prentarans prentar allt að 24 síður á mínútu bæði í svörtu og lit (miðað við góða prentun). Enn stærri prenthylki en áður, allt að 10.þúsund útrentanir á 1 hylki (í svörtu). 500 blaða skúa fyrir pappír, en hægt að fá 2 skúur til viðbótar! STÆRRI, HRAÐARI, BETRI! Einnig til án skanna á kr. 67.500.- Viðbótar 500 blaða skúa: 30.000.- EPSON WorkForce Pro er ný kynslóð umhversvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu laserprentarana. 20 ppm* 49.30 0 EPSO N Wo rkFor ce Pro W F-562 0DWF ,- 99.50 0 EPSO N Wo rkFor ce Pro W F-659 0DWF ,- EPSON WORKFORCE WF5620 Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur prentað báðum megin á blaðið. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír. Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.