Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 4
Fólk með taugahrörnunar- sjúkdóminn MND, sem þarfnast öndunarvélar, býðst ekki umönnun heima hjá sér. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Þegar líður á taugahrörnunarsjúk- dóminn MND þá gefur þindin sig svo líkaminn fær ekki nægt súr- efni sem leiðir til dauða. Fólk, langt leitt af sjúkdómnum, þarf því að- stoð öndunarvélar til þess að geta lifað. Eina úrræðið sem því býðst er að lifa inni á spítala bundið önd- unarvél. Ríki og sveitarfélögin veita ekki þá sólarhringsaðstoð sem MND sjúklingar, háðir öndunarvélum, þurfa til að lifa utan spítalans. For- dæmi er fyrir öðru á Norðurlönd- unum, samkvæmt upplýsingum frá formanni MND félagsins. Gat í þjónustunni Í Danmörku fá MND sjúklingar lið- veislu heima við allan sólarhring- inn og frelsi til þess að ferðast milli staða. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, segir gat í þjónustu- tíma heilbrigðiskerfisins. „Heima- hjúkrun og félagsþjónustan býður ekki upp á viðveruna sem þarf, heldur eingöngu innlit í stutta stund. Að veita ekki fullnægjandi aðstoð er sama og engin aðstoð, en það þarf að vakta öndunarvél- ina allan sólarhringinn. Ég get ekki lagt það á fjölskyldu mína og vini að hugsa um mig á næturnar, en á ég þá að deyja? Þetta er valið sem ég og margir aðrir standa frammi fyrir.“ Fær ekki að búa heima Á næstu mánuðum þarf Jónína Stefánsdóttir að gera upp við sig hvort hún kjósi líf í öndunarvél. „Lömunin er komin undir háls og ég á ekki mikið eftir, með öndunar- vél fæ ég nokkur ár í viðbót.“ Hún segist ekki þurfa hjúkrunarfræð- ing til þess að vakta öndunarvél- ina, heldur er hægt að þjálfa starfs- fólk í liðveislu í það. „Í raun þarf ég sömu umönnun og ég hef verið að fá nema allan sólarhringinn. Þá get ég athafnað mig með fjölskyldu og fylgst með barnabörnunum vaxa úr grasi. Sveitarfélagið býður ekki upp á þann kost að ég geti búið heima nema ég setji maka og börn í umönnunarhlutverk og ég er ekki tilbúin til þess að taka þá ákvörð- un. Þá eru heldur engin hvíldar- heimili sem taka við mér til að gefa fjölskyldunni frí inn á milli.“ Mynd/Rut Sigurðardóttir Mynd | Aðsend Milljarður í leikmynd en stjörnurnar sitja heima Undirbúningur í fullum gangi fyrir tökur á kvik- myndinni Fast 8 hér á landi. Engin af stjörnunum í kvikmynd- inni Fast 8 er væntanleg hingað til lands þegar tökur fara fram á næst- unni. Aðdáendur Vins Diesel og fé- laga verða því að bíða til næsta árs eftir frumsýningunni til að sjá þá klippta inn í atriðin sem tekin verða hér. Tökurnar hér á landi verða engu að síður afar umfangsmiklar og sumir halda því fram að þær verði þær stærstu sem hér hafa farið fram. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans er kostnaður við leikmynd- ina eina og sér um eða yfir einn milljarður króna. Starfsfólk Univer- sal kom til landsins í vikubyrjun og því er undirbúningurinn farinn á fullt. Reiknað er með að tökurnar hefjist í febrúar og teygi sig fram í apríl. Við tökurnar verður meðal ann- ars notast við 3-4 togara og mun ætl- unin vera að sprengja einn þeirra í loft upp. Þá er verið að breyta bílum í svokallaða „rússneska“ bíla með byssum á. Áður hefur komið fram að 80 bílar verða fluttir hingað til lands fyrir tökurnar. Ekki er þó svo að um 80 mismunandi bíla sé að ræða heldur eru mörg eintök af hverjum og einum – enda þarf að vera hægt að taka upp úr framsæt- inu, aftursætinu, bílstjórasætinu og svo fram eftir götunum. Tökurnar fara fram á Mývatni og í nágrenni, í Reykjavík og á Akra- nesi. Fyrir norðan er nú leitað að heppilegum tökustöðum til að kvik- mynda bíla á frosnu vatni. „Ég veit ekki hvar þessar tökur verða ná- kvæmlega en þær verða einhvers staðar hér í sveitinni. Þetta er auð- vitað mjög jákvætt fyrir þá sem eru að selja gistingu og þjónustu,“ segir Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. | hdm Vin Diesel og félagar koma ekki til landsins þegar atriði í Fast 8 verða tekin hér en verða örugglega ekki langt undan þegar myndin hefur verið kláruð í Hollywood. Samsett mynd/Hari MND Þurfa að velja milli þess að búa á spítala eða deyja Spítali eina úrræðið Að veita ekki fullnægjandi aðstoð er sama og engin aðstoð, segir formaður MND félagsins á Íslandi. Alþingi Stendur og betlar andspænis Alþingi „Þetta snýst ekki svo mikið um peningana“ Vigdís Hauksdóttir segist aldrei gefa manninum peninga en Ásmundur Frið- riksson gefur honum fasta upphæð á mánuði. „Ég gæti líka hangið heima eða bara skotið mig einn daginn,“ segir mað- urinn sem situr við hliðina á steinin- um sem reistur var til minningar um Búsáhaldabyltinguna og betlar pen- inga af þingmönnum. Þetta hefur hann gert daglega í nokkur ár og er málkunnugur þeim flestum. „Þetta snýst ekki svo mikið um peningana,“ segir hann og harðneitar að gefa upp hvað hann hafi upp úr þessari iðju. Hann er ekki útigangsmaður, býr í miðbænum, smakkar ekki áfengi og reykir ekki. „Ég er hérna fyrst og fremst til að mótmæla kjörum aldraðra og öryrkja. Þetta eru mín mótmæli,“ segir hann og harðneitar að segja til nafns eða láta taka af sér mynd. Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segist alltaf gefa manninum hjá steinum þúsund krónur á mánuði, stundum allt að tvö þúsund krónum. Hann þurfi stundum að fá lánaða peninga hjá konunni sinni til þess að gefa honum því sjálfur noti hann iðulega greiðslukort. Þetta gæti verið nokkuð ábata- samt ef allir þingmenn væru jafn gjafmildir. Ásmundur segir svo þó ekki vera. „Margir láta hann ekki hafa neitt. Einn þingmaður gaf hon- um bara útrunninn bjór,“ segir Ás- mundur og neitar að gefa upp nafn þingmannsins. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kemur gangandi yfir Austurvöll. Hún segist aldrei gefa manninum. „Ég er yfirleitt bara með greiðslukort, svo ég á ekkert klink,“ segir hún. En ég tala oft við hann. „Einu sinni spurði ég hann af hverju hann fengi sér ekki posa- vél. Hann sagði: „Nei elskan mín, þá þarf ég bara að fara að greiða skatt af þessu.“ | þká Við þennan stein stendur maðurinn dag­ lega og biður þingmenn um peninga. Guðjón Sigurðsson er formaður MND félagsins á Íslandi. Jónína Stefánsdóttir vill ekki setja fjölskylduna í umönnunar­ hlutverk. Sveitarfélagið býður ekki upp á þann kost að ég geti búið heima nema ég setji maka og börn í umönnunar­ hlutverk. 4 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015 Frá kr. 74.900 GRAN CANARIA 3. febrúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 2 í íbúð/stúdíó/ herbergi.Stökktu STÖKKTU TIL Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.