Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 18
landi mest um 3,6 milljónir króna
í fæðingarorlof en myndu fá um
6,4 milljónir króna ef þeir nytu
sambærilegra réttinda og for-
eldrar á Norðurlöndunum.
Gerum ekki vel við börn
Það er eðlismunur á barnabótum
á Íslandi og á Norðurlöndunum
og hann felst í því að svo til aðeins
börn einstæðra foreldra og hinna
allra tekjulægstu njóta barnabóta.
Þetta veldur því að barnabætur á
hvert barn á Íslandi eru aðeins um
tveir þriðju á við það sem tíðkast
að meðaltali í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku.
Þessu til viðbótar verja Íslend-
ingar líka minna til ýmis konar
þjónustu sem tengist börnum;
þar með talin dagvist og gæsla í
skólum. Brotið niður á hvert barn
verja Íslendingar aðeins um 58
prósentum af því sem hinar Norð-
urlandaþjóðirnar verja til þjónustu
við börn.
Til að vega upp þennan mismun
þyrftu Íslendingar að auka framlög
til fæðingarorlofs, barnabóta og
annarra greiðslna um 54 prósent á
ári eða úr 22,5 milljörðum króna,
eins og staðan var 2013, í um 34,6
milljarða króna. Mismunurinn er
rúmlega 12 milljarðar króna.
Til að jafna meðaltal Norður-
landanna varðandi ýmissa þjón-
ustu við börn þyrftu Íslendingar
að hækka 28,3 milljarða króna
framlag 2013 í 49 milljarða króna
eða um 20,7 milljarða króna.
Þessi samanburður verður enn
verri fyrir íslenskar barnafjöl-
skyldur þegar haft er í huga að á
hinum Norðurlöndunum; Noregi,
Danmörku og Svíþjóð; koma að
meðaltali um 86,4 prósent þess-
ara framlaga úr sameiginlegum
sjóðum en 13,6 prósent í gegnum
gjaldtöku af þeim sem þiggja þjón-
ustuna. Á Íslandi eru þessi hlutföll
78,2 prósent úr sameiginlegum
sjóðum og 21,8 prósent í gegnum
gjaldtöku.
Lágar barnabætur á Íslandi
Norræna tölfræðinefndin stillir
upp barnabótum fjölskyldna á
Norðurlöndunum og vegur þær
út frá verðlagi hvers lands svo
samanburðurinn sé sem marktæk-
astur. Samkvæmt þessum saman-
burði munar ekki svo ýkja miklu á
barnabótum sem börn einstæðra
foreldra fá. Íslensku barnabæt-
urnar eru um 9 prósentum lægri
með einu barni, 5 prósentum
lægri með tveimur börnum og
3 prósentum lægri með þremur
börnum. Mismunurinn er um tvö
þúsund til tvö þúsund og fimm
hundruð krónur á mánuði.
Munurinn er hins vegar mikill á
barnabótum með börnum fólks í
sambúð. Þar eru íslensku bæturn-
ar aðeins brot af því sem almennt
tíðkast á Norðurlöndunum. Á
meðan ekkert er greitt með einu
barni foreldra sem eru í sambúð á
Íslandi fær slíkt barn um rúmlega
17 þúsund krónur að meðaltali á
Norðurlöndunum, sé miðað við
íslenskt verðlag. Barnabætur með
tveimur börnum fólks í sambúð
eru um 5.800 krónur á Íslandi en
ættu að vera um 35.100 krónur
ef íslensk börn sætu við sama
borð og börn á Norðurlöndunum.
Barnabætur með þremur börnum
fólks í sambúð eru um 12.500
krónur á Íslandi en ættu að vera
um 55 þúsund krónur.
Ef við margföldum þennan mis-
mun með 17 ára bernsku þá má
segja að mismunurinn á Íslandi og
hinum Norðurlöndunum sé frá 3,5
milljónum króna á hvert barn for-
eldra í sambúð og upp í 3,7 millj-
ónir króna.
Gerum ekki vel við eldri borgara
Framlög Íslendinga til eldri
borgara eru aðeins 5,9 prósent
af landsframleiðslu á meðan þau
eru 11,5 prósent af meðaltali í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Mis-
munurinn jafngildir hvorki meira
né minna en 114 milljörðum króna.
Hluta af þessum mismun má
rekja til aldurssamsetningar þjóð-
anna. Hlutfallslega færri Íslend-
ingar eru komnir á ellilífeyrisaldur
en íbúar hinna Norðurlandanna.
Á Íslandi eru 12 prósent þjóðar-
innar á ellilífeyri en hlutfallið er
að meðaltali tæplega 19 prósent
í hinum löndunum. Að teknu til-
liti til þessa er munurinn ekki 114
milljarðar króna heldur tæplega
72,7 milljarðar króna.
Þar sem atvinnuþátttaka er
meiri á Íslandi en á hinum Norður-
löndunum má jafnvel lækka þessa
upphæð enn meira. Það er þó ekki
víst að það gefi raunsanna mynd
þar sem minni atvinnuþátttaka
á Norðurlöndunum ræðst oft af
því að eldra fólk er betur sett fjár-
hagslega og getur dregið úr vinnu
þegar þrek og styrkur minnkar,
auk þess sem algengara er þar að
fólk færist yfir á örorkubætur áður
en það fer á ellilífeyrisaldur. Mikil
atvinnuþátttaka eldra fólks getur
því allt eins verið merki um slæleg
kjör og veika réttindastöðu.
Samkvæmt samanburði nor-
rænu tölfræðinefndarinnar munar
um 15 prósentum hvað lífeyrir
er lægri á Íslandi en að meðaltali
í löndunum þremur þegar tekið
hefur verið tillit til mismunandi
verðlags. Þar sem fólk fer seinna
á lífeyri á Íslandi en í hinum lönd-
unum gefur sú mynd ef til vill ekki
rétta mynd af stuðningi Íslendinga
til barna og fjölskyldna. Þetta
hlutfall er 2,7 prósent á Íslandi
og mismunurinn jafngildir um
14 milljörðum króna. Sú upphæð
jafngildir því sem íslensk börn og
íslenskar fjölskyldur myndu fá út
úr velferðarkerfinu ef þær byggju
við sömu kjör og fjölskyldur á
Norðurlöndunum.
Munurinn liggur fyrst og fremst
í tvennu. Annars vegar hafa rétt-
indi til fæðingarorlofs á Íslandi
dregist aftur úr hinum Norður-
löndunum og hins vegar eru
barnabætur á Íslandi miklum
mun lægri og veigaminni en á
hinum Norðurlöndunum.
Hámarksréttindi til fæðingar-
orlofs eru 58 vikur að meðaltali
í Noregi, Danmörku og Svíþjóð
en 39 vikur á Íslandi. Foreldrar
á Íslandi njóta því aðeins tveggja
þriðju af réttindum norrænna for-
eldra til fæðingarorlofs. Orlofs-
bæturnar eru einnig lægri á Ís-
landi. Hámarksbætur hér eru um
16 prósent lægri en að meðaltali
á hinum Norðurlöndunum, að
teknu tilliti til verðlags. Hámarks-
bætur voru um 400 þúsund krón-
ur á mánuði í fyrra en hefðu þurft
að vera 65 þúsund krónum hærri
til að jafna meðaltal Norður-
landanna.
Ef við leggjum saman lægri
upphæð og skemmri orlofstíma
þá er hámarksorlofið á Íslandi um
78 prósent til að jafna meðaltal
Norðurlandanna. Miðað við ís-
lenskt verðlag fá foreldrar á Ís-
18 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
HVERNIG KEMST 330.000
MANNA ÞJÓÐ Á EM?
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
LEYNIVOPN.IS
ER ÞAÐ
HREINA
LOFTIÐ?
„
“
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
43
14
1
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi
í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
húseigendur
+15
milljarðar á ári
Íslendingar eru eina norðurlanda-
þjóðin sem borgar húseigendum
húsnæðisbætur í formi vaxta-
bóta. Færa má rök að því að verið
sé að styrkja krónuna eða fjár-
málakerfið frekar en almenning
með þessum bótum.
Velferðarkerfið á Íslandi
er bæði minna að vöxtum
og öðruvísi uppbyggt en
velferðarkerfin í Noregi,
Svíþjóð og Danmörku. Ís-
lendingar styðja húseigend-
ur meira en alla aðra hópa
minna; leigjendur, börn,
fjölskyldur, eldri borgara,
öryrkja og aðra sem þurfa á
hjálp og stuðningi að halda.