Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 24
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000
TIL LEIGU
Myndir, teikningar og nánari upplýsingar má nálgast á www.reitir.is
og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða halldor@reitir.is.
Skeifan 17
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu 218 m² skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Skeifunni 17. Skrifstofurýmið er nýlega uppgert, um 200 m²
auk 18 m² starfsmannaaðstöðu á jarðhæð. Rýmið er bjart og skiptist í þrjú herbergi, opið vinnurými og kaffistofu.
Laust til afhendingar í byrjun janúar 2016.
Þrátt fyrir að hafa kannski
alltaf hugsað eins og listamaður
ætlaði Halldóra Thoroddsen
Fjöruverðlaunahafi aldrei að
verða skáld. Hún lærði sálfræði á
hipptímanum í Kaupmannahöfn,
vann í fiski, lærði að kenna og
annaðist börn áður en hún settist
niður eftir fertugt og skrifaði sína
fyrstu ljóðabók.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Halldóra Thoroddsen býður til sætis á
heimili sínu í Þingholtunum. Hverfið
skartar sínu fegursta í snjónum en heim-
ili Halldóru er ekki síður fallegt. Það er
piparmyntuilmur í loftinu og espressovélin
mallar á hellunni. Á veggjunum hanga mál-
verk, teikningar og vatnslitamyndir sem
síðar kemur í ljós að eru flestar eftir vini,
fjölskyldumeðlimi eða hana sjálfa. Tilefni
heimsóknarinnar eru Fjöruverðlaunin sem
Halldóra hlaut í vikunni fyrir sína fyrstu
skáldsögu, Tvöfalt gler, en þegar við setj-
umst niður með kaffibollana er Halldóra
enn með hugann við hádegisfréttirnar þar
sem spillingin á Íslandi var helst í fréttum.
Rofið á milli kynslóðanna
„Spillingin í þessu örríki eru auðvitað
engar nýjar fréttir. Á sautjándu öld voru
hér tvær stórfjölskyldur sem áttu landið
og það hefur lítið breyst. Svo ætlum við að
kjósa yfir okkur unglinga til að laga þetta
en ég er ekki viss um að þeir geti það einir.
Unglingar eru allt of saklausir, kunna ekki
á klækina og halda alltaf að mannkyns-
sagan hefjist með þeim. Ég myndi vilja sjá
unglingana vinna með eldra fólki því þessir
hópar eiga það sameiginlegt að vera ekki
hagsmunatjóðraðir,“ segir Halldóra og það
er greinilegt að þetta er henni hjartans
mál. Er þetta ekki líka það sem skáldsagan
hennar fjallar að einhverju leyti um, sam-
bandsleysið á milli kynslóða?
„Jú,“ segir Halldóra. „Þetta er ástarsaga
en hún fjallar líka um rofið á milli kynslóða
og fleira. Um samhengisleysið og minnis-
leysið.“
Þráum öll að brenna upp af ást
Í Tvöföldu gleri fáum við innsýn í veröld
sem ekki hefur verið mikið fjallað um í ís-
lenskum bókmenntum, hugarheim gamall-
ar konu. Ekkju sem hefur misst manninn
sinn, býr ein en kemur sjálfri sér á óvart
með því að verða ástfangin á ný.
„Við þráum öll að brenna upp af ást,
þannig erum við hönnuð,“ segir Hall-
dóra. „Drifkrafturinn er að geta eitthvað
af okkur en það þarf ekkert endilega að
vera afkvæmi. Það getur verið hugmynd,
verk, samfélag. Kannski er þetta þráin eftir
ódauðleika. Konan í sögunni er einangruð
og þarf félagsskap. Við erum hjarðdýr og
eigum ekki verið ein með hugsanir okkar.
Mér fannst þessi rödd þurfa að heyrast því
við höfum skipulagt okkar heim svo að við
setjum gamalt fólk í einangrun. Og líka
Ætlaði aldrei
að verða skáld
Halldóra Thoroddsen hlaut í vikunni
Fjöruverðlaunin, bókmennta-
verðlaun kvenna, fyrir sína fyrstu
skáldsögu, Tvöfalt gler. Myndir | Hari
24 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015