Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 28
Galdur Ég er á Ströndum. Hér er kyrrð. Kyrrð umhverfis sem hefur áhrif á innri mann. Með tímanum sam- stillist ytri heimur við hinn innri. Skynjun verður skarpari, hugsanir og jafnvel tilfinningar koma á lög- legum hraða og vitundinni gefst betra tóm til að ákvarða hvað gera skuli við þær, ef þá nokkuð. Hvort þær eiga að verða að orðum eða ekki. Hvort orðin skuli sögð eða hvort þau fái að líða hjá líkt og sjó- fuglarnir sem fljúga hér fyrir utan skjáinn. Tilfinningarnar eru aftur á móti galdur. Þær magnast upp í þessu umhverfi. Þegar þær fá tæki- færi til að vera og blómstra. Sagan segir að hér sé kraftur. Fjölkynngi. Á Galdrasetrinu á Hólmavík eru sögur af krafti. Sögur af ljósi í ímyndaðri dimmu. Sögur af viðleitni og viðbrögðum þessarar þjóðar við eigin hugs- unum og tilfinningum. Sögur af vanmætti í mætti og manngerðum kerfum sem telja sig höndla „sannleik- ann“ eins og hver kynslóð túlkar hann með því umboði sem við gefum honum. Þrátt fyrir „dimm- una“ sem óneitanlega umlykur sögurnar þá upplifði ég fal- legar tilfinningar á setrinu. Lærði meira um Jón Guð- mundsson lærða og aðra „ljósbera“ sem báru ljós í dimmunni. Mann- eskjur sem drógu stafi. Mótuðu orð og mögnuðu kenndir sem settu innri dimmu í samhengi og siguðu henni út. Margt má læra af stöfum og orð- um. Hvernig við túlkum birtingar- form innri dimmunnar og bjargráð okkar þjóðar við henni. Hvernig við leitum og leitumst við að skilja. Finnum reipi, haldreipi sem við erum ásátt um að spegli sameigin- leg gildi. Eitthvað sem við getum í grunninn verið sammála um að auðveldar tilvistina. Trú – sama hvaða brögð standa að baki henn- ar. Trú á birtuna. Innri birtuna. Birtan grær í dimmunni. Í myrkr- inu. Þrátt fyrir að umhverfi og sál okkar eigi nú að heita „upplýst“ þá er dimman enn til og út frá tví- hyggjunni má segja að hún verði alltaf nauðsynleg. Verði alltaf að vera til svo ljósið fái þrifist. Innri upplýsing er dásam- leg. Ljósið kviknar að innan og lýsir út um glyrnur okkar skepnanna. Kærleikurinn. Ljósið er kveikt. Eldurinn log- ar. Mögulegt er að hvetja hann með ytri efnum en fegurstur er hann sjálfsprottinn og þá þurfum við enga stafi eða orð. Hvorki af nútíma lyf- seðlum né galdrablöðum. Hann einfaldlega logar í tóminu fyrir tilstilli andans. Í birtu galdursins bjarma þú sérð sem brennandi í hjartanu situr. Þar lýsandi engill ljóss er á ferð sem lifandi kærleik þér flytur. (hu) Maður faðmar ekki fjölskylduna í gegnum Skype Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Nánari upplýsingar á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. Opið alla virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 SPARK LT 1.990.000 KR. AÐEINS 10% ÚTBORGUN: 199.000 KR. Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara. Bíll á m ynd Chevrolet Spark LT. Spark hefur verið mest seldi bíll síðustu ára í sínum stærðarflokki á Íslandi. Spark er með flottan staðalbúnað og jafnframt á ótrúlega hagstæðu verði. Þess vegna hvetjum við þig til að gera samanburð á verði og búnaði bíla í sama flokki og fá meira fyrir peninginn. Bílaöryggisstofnun Bandaríkjanna kynnti nýlega niður- stöður sínar úr árekstraprófun smábíla fyrir árið 2015. Spark stóðst hámarks öryggiskröfur stofnunarinnar „Top Safety Pick“ annað árið í röð. VINSÆLASTUR Á ÍSLANDI! SAMANBURÐURINN SEGIR ALLT! Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Í sumar verða tímamót í mínu lífi því þá hef ég verið jafn lengi blindur og sjáandi,“ segir Bergvin Oddsson sem hefur verið blindur frá því að hann var fimmtán ára gamall. Bergvin fékk herpes vírus í vinstra augað þegar hann var þrettán ára og missti þá sjón á öðru auganu. Tveimur árum síðar fékk hann vírusinn í hægra augað. „Ég var sendur með flugi til London þar sem ég var lagður inn á spítala sem sérhæfir sig í augnlækningum og fékk lyf beint í æð sem átti að drepa sýkinguna en það virkaði ekki. Á leiðinni til London gekk ég um fríhöfnina og skoðað mig um eins og vanalega en á heimleið- inni gekk ég blindur þar í gegn og hef ekkert séð síðan. Ég bjóst aldrei við því að ég væri að sjá Ísland í síðasta sinn.“ „Ég var 15 ára fótboltastrákur í Vestmannaeyjum sem ætlaði að spila fótbolta og fara á sjóinn en það var ekki lengur mögu- legt. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því hvað var að gerast og bjóst hálfpartinn við því að fá sjónina aftur. Heima var öll áhersla lögð á að hjálpa mér í gegnum 10. bekk en þessi vetur tók mikið á fjölskylduna. Erfiðast af öllu var að missa vinina. Þeir hættu að koma og ég held að það hafi verið vegna hræðslu og óöryggis, frekar en að þeim hafi fundist glatað að eiga blindan vin. Að takast á við félagslega einangrun var miklu erfiðara en að takast á við skól- ann og íþróttirnar.“ „Ég var reiður í fyrstu en þegar reiðin rann af mér varð ég ákveðinn í að láta blinduna ekki stjórna lífi mínu. Mamma vildi hjálpa mér við allt en ég vildi læra að gera allt upp á nýtt. Allt í einu snerist allt um að finna nýjar leiðir. Ég flutti að heiman sextán ára og er óendanlega þakklátur foreldrum mínum fyrir að hafa treyst mér til þess að hugsa um mig sjálfur. Ég fór í MH og fékk herbergi hjá Blindra- félaginu. Kynntist svo konunni minni á balli. Við fluttum til Akureyrar og seinna lærði ég stjórnmálafræði.“ „Þó maður sé blindur þá getur maður alveg ferðast og upplifað hluti, ég upplifi þá bara á annan hátt. Við hjónin ferðumst mikið og París er uppáhaldsborgin okkar. En það er tvennt sem mig langar til að sjá. Ég væri mikið til í að fá að fljúga yfir höfuð- borgarsvæðið og sjá hvernig það hefur breyst á fimmtán árum. Svo myndi ég gefa afskaplega mikið fyrir að fá að sjá börnin mín, þó ekki væri nema í tvær mínútur.“ Lífsreynslan Bergvin Oddsson Varð blindur á einni viku Bergvin Oddsson nýtur þess að ferðast þótt blindur sé. Mynd | Hari 28 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.