Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 22
ÞORRI ER
GENGINN Í GARÐ
Gæðavörur á góðu verði fyrir þorrablót og aðrar vetrarveislur
www.rekstrarland.isRekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
PI
PA
R\
TB
W
A
˙
S
ÍA
˙
1
5
0
0
8
5
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
Dúkar og servíetturSprittkertiKertastjakar
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
sgt@frettatiminn.is
Nefndin kemur ábúðarfull saman í Kassa-
gerðinni sem hýsir skrifstofur Frétta-
tímans og sest niður í sófa með svala og
súkkulaðikex.
Hvað gerir eiginlega mannanafnanefnd?
„Það er svona fólk sem spjallar saman
– ef maður á bróður ákveður það hvað
hann má heita,“ segir Kolbeinn. „Já sumir
mega heita eitthvað en aðrir mega bara
ekki heita neitt,“ segir Eldar en virðist ekki
alveg viss í sinni sök. Nefndin vindur sér
þá að úrskurðum dagsins.
Þrúður
Kolbeinn segir þvert nei og aðspurður um
ástæður þess svarar hann einfaldlega:
„Af því bara.“ Hin tvö leyfa nafnið Þrúður
enda finnst Eldari flott að heita sjaldgæf-
um nöfnum.
Prinsessa
Um leið og Kolbeinn heyrir nafnið hrópar
hann æstur: Já! – greinilegt að nafnið fær
náð fyrir hans eyrum. Eldar tekur þó ekki
í sama streng. „Það væri eiginlega svolítið
fáránlegt að hitta stelpu út á götu og segja:
Hæ, Prinsessa!“ Eldar veifar máli sínu til
stuðnings. Rán skellir upp úr við tilhugs-
unina um að vera skírð Prinsessa, og
synjar því strax.
Aðalvíkingur
Nafnið Aðalvíkingur fær einróma neitun
hjá nefndinni, enda er hún sammála um
að nafnið sé of langt.
Ljótur
Þó nafnið Ljótur sé raunar leyft á Íslandi
vill nefndin synja því. Í raun eru börnin í
sjokki yfir að nafnið sé yfirleitt til, en Eldar
segir fyrir sitt leyti að hann myndi aldrei
skíra barnið sitt Ljótur. „Það er alltof ljótt
að heita Ljótur,“ bætir Rán við, kímin á
svip. Þau flissa þegar ég segi þeim að það
sé leyft á Íslandi. „Ég heiti ekki Ljótur,“
upplýsir Kolbeinn. Hin tvö kinka kolli því
til staðfestingar.
Góði
Rán og Kolbeinn vilja ekki leyfa nafnið.
Eldar virðist sá frjálslyndasti í hópnum:
„Mér finnst það flott,“ segir hann og greið-
ir atkvæði með nafninu. Nefndin er þó
sammála um að börn sem heiti Góði þurfi
samt ekki alltaf að vera góð.
Þyrnirós
Nafnið Þyrnirós samþykkja börnin ein-
róma. Rán segir því til stuðnings: Til dæm-
is getur maður nefnt börnin sín það ef
maður elskar rósir. Kolbeinn kinkar kolli:
„Ég vil heita Þyrnirós,“ segir hann hugsi.
Eftir fund nefndarinnar er hún ekki sann-
færð um mikilvægi slíkra starfa. Kolbeini
finnst að einhver ætti að ákveða hvaða
nöfnum megi heita, en þau Rán og Eldar
eru sammála um að það ætti að leyfa öll
nöfn í heimi.
Mannanafnanefnd barna Hvað má fólk heita?
„Til dæmis getur maður
nefnt börnin sín Þyrnirós
ef maður elskar rósir.“
Mannanafnanefnd barna tekur starf sitt
afar alvarlega. Frá vinstri: Eldar, 8 ára,
Kolbeinn, 6 ára og Rán 7 ára.
Mynd/Rut
Fáar nefndir eru umdeildari hér á landi en sú sem hefur ákvörðunar
vald yfir nöfnum fólks. Oft er sagt að ný kynslóð verði frjálslyndari og
innan skamms verði engin þörf á Mannanafnanefnd. Til að komast að
því skipaði Fréttatíminn Mannanafnanefnd barna og bað hana um álit
á nokkrum nöfnum sem nefndin hefur synjað eða samþykkt.
Líf okkar kakkalakka, snigla og þúsundfætlu
22 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Í búri í íbúð í Reykjavík búa í sátt
og samlyndi tveir risasniglar, ein
risaþúsundfætla og þrír kakkalakk-
ar. Dýrin sex eiga það sameigin-
legt að vera upprunnin í Afríku
en búa nú í Norðurmýri. Öll borða
þau plöntur og grænmeti, banana,
fiskamat og af og til egg. Æstust
eru þau þó öll í haframjöl.
Þó allir myndu ekki sjá gildi þess
að eiga snigla að gæludýrum er rétt
að geta þess að sem dæmi þykir
slím snigla einstaklega gott fyrir
húðina. Þó þarf að gæta að því að
þrífa húðina vel fyrir slíkar tilraun-
ir, þar sem slímhúð þeirra er svo
viðkvæm að þeir veikjast auðveld-
lega af utanaðkomandi sýklum.
Sniglarnir Nói og White Fang hafa
þó aldrei veikst alvarlega, en Nói er
heilsuveilli en bróðir hans og er oft
slappur og matvandur.
Kakkalakkarnir Sauron, Fróði og
Sámur eru nefndir eftir persónum
í Hringadróttinssögu og þykja ljúf
gæludýr, enda þykir þeim gott að
kúra af og til á hlýjum stöðum,
eins og undir handarkrika og á
maga eiganda síns. Þeir ku rólegir
en eiga til að hvæsa, sérstaklega
einn þeirra sem telur sig leiðtoga
bræðranna. Sá er æstastur í að
hvæsa og taka á rás.
Sambúð þeirra sýnir glöggt að
ólíkar tegundir geta vel búið sam-
an og eru kakkalakkarnir jafnvel
gjarnir á að hjúfra sig upp að snigl-
unum, sé sá gállinn á þeim.
Sambýlingarnir snæða saman kvöldverð.
Sambýli óvenjulegra gæludýra