Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 36
Heilir og sælir, kæru foreldrar og
til hamingju með hugmyndaríku
og skapstóru stúlkuna ykkar. Ég
fullvissa ykkur strax um að hún
sýnir ekki sem við köllum frekju
eða yfirgang viljandi – þvert á
móti. Hún ræður einfaldlega ekki
við að stöðva sig sjálf þegar skap
ofsinn tekur yfirhöndina.
Skapofsaköst og heilaþroski
Börn hafa ekki þann heilaþroska
sem þarf til að stöðva sig þegar
þau missa stjórn á skapi sínu í
kjölfar sterkra, erfiðra tilfinn
inga og átaka sem hafa náðst að
spinnast upp. Þau verða stjórnlaus
og allir hlutaðeigandi ráðþrota
þegar þangað er komið. En ekkert
barn vill vera í þessum vanmætti
stjórnleysis sem það hvorki skilur
né ræður við. Þau vilja að sér
takist vel til og fái hrós og jákvæða
athygli frá fólkinu sem þau elska
mest; foreldrunum.
R-reglurnar; röð, regla og rútína
Það fyrsta sem ég myndi ráðleggja
ykkur er að halda heimilislífinu
nógu einföldu. Hafið reglurnar
fáar og skýrar, passið upp á röð,
reglu og rútínu yfir daginn alla
vikuna, gætið þess að hún nærist
rétt og vel án sælgætis og sykraðra
drykkja og fylgist með að hún sofi
nóg. Sjáið líka til þess að hún fái
góða hreyfingu úti og að sjónvarp
og tölvur séu frekar umbun í stutt
an tíma heldur en stöðugt í gangi.
Smellið henni í bað eða sturtu ef
hún er mjög pirruð en vatn hjálpar
oft börnum til að róa sig. Sýnið
festu og ákveðni í þessum smáat
riðum sem stórminnka líkurnar á
að erfið líðan og átök komi upp.
Byrgjum brunninn
Forðið ykkur endilega frá erfiðum
aðstæðum. Grípið inn um leið og
þið sjáið hvert stefnir og bregðist
við með hlýlegum útskýringum
og samningum, bjóðið henni aðra
valkosti eða leiðið hugann að
einhverju öðru. Þannig getur
hún æft jákvæðar lausnir í
stað þess að renna sér í skap
ofsann. Farið ekki í aðstæður
með erfiðum taugaáreitum
eins og hávaða, troðningi og
streitu. Slíkt fylgir búðarferðum,
tívolíi eða 17. júní skemmtunum og
endar oft með vonbrigðum og ör
þreyttu barni sem glatar gleðinni
og skapstjórninni. Gerið ykkur
fremur dagamun með athöfnum
sem róa og veita útrás eins og
gönguferð, út að leika á róló eða
sundferð.
Hrós og umbun
Ég hvet ykkur sem sagt til að fyrir
byggja vandann eftir föngum og
muna svo eftir að hrósa henni og
hvetja þegar vel gengur. Aðferðir
eins og að veita henni ekki athygli
eða láta hana vera eina, skilar
litlu. Svipting eins og að taka af
henni teiknimyndir virkar illa
miðað við að umbuna henni frekar
fyrir góðan árangur með verð
launum eða hrósi – og til þess þarf
ekkert kerfi, heldur bara þá hjarta
greind sem foreldrar eiga.
Þegar slysin verða
Að lokum veit ég að við getum
aldrei komið í veg að slysin verði
og barn spinni sig upp í óstjórnina.
Þá duga ekki skammir og hótanir,
heldur ást og hlýja. Best er að taka
barnið í fangið, róa það og hugga
rétt eins og barnið hafi meitt sig.
Höldum því í fanginu en ef barnið
kýs að jafna sig eitt þá verið samt
nálægt því og til taks. Á eftir má
ræða um líðan og tilfinningar barns
ins út frá því að óhapp hafi orðið
sem sé allt í lagi – foreldrarnir elska
það jafnmikið og áður og pottþétt
muni ganga betur næst.
Magga Pála
Uppeldisáhöldin
Magga Pála gefur foreldrum
ráð um uppeldi stúlkna
og drengja milli 0 og 10 ára.
maggapala@frettatiminn.is
Skapstórt barn
og ofsaköst
Kæra Magga Pála.
Við eigum stelpu sem er fædd í júní 2012. Dugleg og orkumikil
stelpa, umhyggjusöm og uppátækjasöm… Hún vill ráða og stjórna
öllu og ef hún er illa upp lögð þá missir hún gjörsamlega stjórn á
sér. Þá á hún til að sparka lemja og klóra, öskra og láta öllum illum
látum. Við höfum reynt að tala rólega, hunsa, setja hana í einvist
og taka af henni hluti eins og teiknimyndir. En það koma dagar
sem bara ekkert virkar og hún er meira og minna í brjálæðiskasti
allan daginn.
Hvernig mælirðu með að tækla svona
tilfinningaríkt og ráðríkt barn?
Ráðþrota foreldrar
fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.
Veisluþjónusta 12. febrúar
Í Fréttatímanum föstudaginn 12. febrúar
næstkomandi verður sérkafli um veisluþjónustu.
Það styttist í fermingarveislurnar og eflaust margir
foreldrar fermingarbarna að skipuleggja þær um
þessar mundir.
Hikaðu ekki við að hafa samband
við auglýsingadeild Fréttatímans
í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
og við getum aðstoðað þig
við að ná í markhópinn þinn.
Í Fréttatímanum föstudaginn 12. febrúar
næstkomandi verður sérkafli um veisluþ-
jónustu. Það styttist í fermingarveislurnar
og eflaust margir foreldrar fermingarbarna
að skipuleggja þær um þessar mundir.
Hikaðu ekki við að hafa samband við
auglýsingadeild Fréttatímans og við getum
aðstoðað þig við að ná í markhópinn þinn.