Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 53
Svona miðaldra | karlmenn, eins
og ég, horfa á fréttir og íþróttir
og sérstaklega æsta menn að
lýsa körfuboltaleikjum. Svo horfi
ég á bíómyndir á RÚV um helgar
ef ég næ að halda mér vakandi,
segir Brynjar Níelsson alþingis-
maður.
Ég neita hins vegar að horfa
á Ófærð. Ég gerði tilraun til þess
að horfa en heyrði svo lítið í
þættinum og atburðarásin var
svo hæg að ég gafst upp. Svo ég
er ekki einn þeirra þúsunda sem
horfa á þá, enda er ég ekki eins
og fólk er flest.
Nú er ég orðinn bæði full-
orðinn og femínisti og horfi þess
vegna alltaf á Downton
Abbey á RÚV. Það er
ekki oft sem við
hjónin getum
setið saman,
enda erum við
með alveg sitt
hvorn smekk-
inn, en við
sameinumst
í Downtown
Abbey.
| 53fréttatíminn | HelgiN 29. jANÚAR–31. jANÚAR 2016
Sófakartaflan
Brynjar Níelsson
Neitar að horfa á Ófærð
RÚV Laugardaginn 30. janúar, klukkan 7.18. Það er ekki margir þættir sem eru þess
virði að vakna klukkan sjö á morgnana, en teiknimyndaþættirnir um Einar Áskel og
pabba hans með pípuna eru einir af þeim.
Einar Áskell vaknar snemma
Netflix Ímyndaðu þér að sjá allt
í einu YouTube-myndband með
tvíburasystur þinni sem þú vissir
ekki að væri til? Heimildarmyndin
Twinsters fjallar um tvíburasystur
sem finna hvor aðra eftir 25 ára
aðskilnað.
Stöð 2 Sunnudaginn 31. janúar,
kl. 21.25. Ný þáttaröð X-Files sam-
einar tvíeykið magnaða nokkrum
árum eftir að síðasta þáttaröð
átti sér stað. Í fyrsta þættinum
finnur Mulder sönnunargögn sem
tengjast fölsuðum gögnum um fólk
sem numið hefur verið brott af
geimverum.
Tvíburasystur
finna hvor aðra
Mulder og Scully
sameinuð á ný
Podcast vikunnar Í podcast þætt-
inum Stuff You Should Know færðu
tækifæri til að fræðast um allt það
sem þú átt að vita. Svör við spurn-
ingum líkt og hvernig fer dáleiðsla
fram? Hvað er „dejavú“? Hvernig
starfar McDonald’s? Getur fólk dáið
úr hræðslu? Erum við með mis-
jafnan sársaukaþröskuld? Þættirnir
eru 750 talsins og góð leið til að
bæta „trivia“ kunnáttu.
Hlutir sem þú átt
að vita