Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 60
HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA PÁSKAFERÐ 19. – 30. MARS ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. VERÐ 329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi) Úr bíó í bakstur „Þessi „new-nordic“ bylgja í matargerð hefur verið að breyta matarlandslaginu í Danmörku á róttækan hátt síðustu ár og það hefur smitast yfir í bakaríin,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Þórir Snær Sigurjónsson sem hefur búið í Danmörku frá árinu 2004. Þórir Snær mun, í samvinnu við bakar- ann Ágúst Einarsson, opna nýtt bakarí við Frakkastíg í febrúar. Bakaríið verður að danskri fyrir- mynd, lögð verður áhersla á súr- deig, allt hráefni verður lífrænt og innflutt frá Þýskalandi en smjörið verður íslenskt. Þórir segir þá félaga hafa lengi dreymt um að baka almennilegt brauð fyrir Íslendinga. „Það eru nokkur góð bakarí á Íslandi en það vantar fjölbreytni. Við horfum til gamla tímans þegar allt var bakað á staðnum og hráefnið var alvöru. Við erum búnir að kaupa ofn frá Ítalíu og það verðar engar frosnar vörur hitaðar upp í honum.“ Þórir stefnir ekki á að hnoða deigið sjálfur, Ágúst mun sjá um það, en hann tekur samt virkan þátt úr fjarlægð. „Það er ennþá fullt að gera í bíóinu svo ég verð í þessu með. Við erum líka með vana menn í þessu með okkur, þá Birgi Bildvelt og Elías Guðmundsson í Gló. Þetta er í raun eins og að gera bíómynd, nema í þessu tilfelli er leikstjórinn bakari.“ | hh Það er komið vor í fiskana í sjónum. Hrygnurnar leita bústnar af hrognum á grunn- sævið og hængarnir synda í humátt á eftir, vel kýldir af svilum. Það er sprungið út vor í hafinu á miðjum vetri. Og söluborð fisk- búðanna enduróma sönginn með fagurbleikum hrognabuxum. Þeg- ar þær birtast er rauðmaginn rétt ókominn. Þótt almanakið og veðráttan segi annað þá eru þroskhrogn vorboði á Íslandi. Soðnar brækur með smöri og kartöflum. Það má líka pakka þeim inn í álpappír með smá olíu og nokkrum sítrónusneiðum og baka í ofni í þrjú korter við milli- hita. Þau sem kunna og nenna geta heitreykt hrogn á útigrillinu sínu og maukað þau síðan með mjólkur- vættu brauði, olíu og kryddi. Það heitir taramsalata og er ómótstæði- legt með nýju brauði. Þau sem vilja þjóna hrogn- unum e n n b e t- ur geta saltað brækurnar, hengt upp og þurrkað þar til þær verða eins og þurrskinka viðkomu. Slík gersemi er kölluð botarga og það fer best á að raspa hana yfir soðið spaghetti sem hefur verið velkt upp úr olíu, hvítlauk og chilli. Hrogn voru matur fátækra sem veiddu fisk til útflutnings. Þá var fiskurinn saltaður og seldur en hrogn og lifur, kinnar og gellur borðaðar. Það er gott að hafa þetta í huga þegar við kjömsum á hrogn- um. Þau tengja okkur við látlausan uppruna okkar. Þórunn frumsýnir verkið Uppruni með það að mark- miði að sýna hversu einsleitt íslenskt þjóðfélag væri án innflytjenda. Ljósmyndarinn Þórunn Birna Þor- valdsdóttir frumsýnir verkið Upp- runi á samsýningu útskriftarnem- enda Ljósmyndaskólans. Uppruni fjallar um fjölbreytt mannlíf á Íslandi og er hluti af verkinu ljósmyndir af 10 ferðatöskum innflytjenda. „Sam- félagið okkar er að breytast í fjöl- menningarsamfélag. Ég fékk inn- flytjendur til að raða ofan í töskur hlutum sem minna á uppruna þeirra til að sýna hversu einsleitt þjóðfélag- ið okkar væri án áhrifa þessa fólks.“ Þórunn vill vekja forvitni fólks til að kynnast samlöndum sínum, trú þeirra og menningu. „Innflytjendur koma hingað með þekkingu, eitt- hvað fallegt og gott sem við höfum öll gagn af að kynnast.“ Samsýning útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans er haldin í Lækn- ingaminjasafninu Nesstofu og stend- ur yfir í 9 daga, frá 30. janúar til 7. febrúar. | sgk Kíkir í ferðatöskur innflytjenda Taskan hennar Ameliu. Amelia flutti hingað ásamt fjölskyldu sinni fyrir 25 árum frá Búlgaríu og rekur skylmingarskóla í Reykjavík. Kvikmyndaframleiðandann Þóri Snæ hefur lengi dreymt um að baka gott brauð. Gott um helgina Gott að borða Kláraðu Veganúar með pomp og prakt í Pálínu- boði Samtaka grænmetisæta á laugardaginn. Allir koma með eitthvað vegan og borða sig sadda. For- vitnar kjötætur sem harðir vegan- istar eru velkomnir, en skilyrði er að maturinn sem komið er með sé vegan. Friðarhúsinu, laugardaginn 30. janúar, kl.16. Gott fyrir japönsku Borðaðu japanskan mat og láttu skrifa nafnið þitt á jap- önsku auk þess að pikka upp nokkra frasa til að þakka fyrir þig á árlegri Japanshátíð Háskóla Íslands á Háskólatorgi, laugardaginn 30. janúar kl. 13-17. Gott fyrir frostdaga Nú er svell á Tjörninni og til- valið að setja kakó á brúsa og skella sér á skauta! Gott fyrir krakkana Í Mengi fer fram tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir börn undir leiðsögn Benna Hemm Hemm. Í smiðjunni semja börnin og flytja eigin tónlist. Aðgangur er ókeypis og námskeiðið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Gott fyrir janúarlok Að fela sig undir sæng. Þessi blanki mánuður er að verða búinn. Kauptu poka af hrísgrjónum og þraukaðu! Matur Hrognabrækur Vorið er komið – í sjónum Elsta torrent heimsótt oft í viku Elsta torrent heims sem er virkt er 4.224 daga gamalt. Torrent-skjalið inniheldur aðdáendaútgáfu af bíómyndinni Matrix og var sett á netið árið 2003. Útgáfan er ASCII-útgáfa, sem þýðir að skap- ari þess endurgerði myndina frá upphafi til enda með talnafor- riti. Myndin er því öll í grænum og svörtum lit og óskýrum gæðum og frekar hugsuð sem aðdáandaverk en stuldur á myndinni. Torrentið er sótt nokkrum sinnum í viku, af aðdáendum ASCII, auk þeirra sem halda að um uppruna- legu útgáfu Matrix sé að ræða. Forsendur þess að torrent haldist „á lífi“ eru að alltaf sé einhver að deila því. 60 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.