Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 20
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Í Fréttatímanum í dag er fjallað um hversu ólíkt velferðarkerf-ið á Íslandi er kerfum hinna Norðurlandanna. Að mörgu leyti er eðlismunur á kerfunum. Íslendingar styðja einir þjóða hús- eigendur svo þeir geti greitt háa vexti af verðtryggðum lánum. En þeir styrkja hins vegar ekki barna- fjölskyldur eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Í öðrum atriðum felst munurinn í aflinu til hjálpar. Ís- lendingar verja mun lægri upphæð- um til stuðnings við foreldra, eldri borgara og aðra sem þurfa stuðn- ing. Afleiðingin er lakari stuðning- ur, meira óöryggi og útbreiddara basl fólks sem býr við erfiðar að- stæður eða skerta starfsgetu. Við getum velt fyrir okkur hvar séu rætur þessa munar. Að hluta til má rekja hann til þess að alþýðu- byltingar urðu ekki á Íslandi í sama mæli og í hinum löndunum. Verka- mannaflokkar komust til valda á Norðurlöndunum upp úr kreppu og seinna stríði og sveigðu uppbygg- ingu samfélagsins að hagsmunum eignalauss verkalýðs. Slík bylting varð aldrei á Íslandi. Fyrsta hreina vinstri stjórn flokka af sósíalískum bakgrunni var ekki mynduð fyrr en 2009 á Íslandi. Þá höfðu flokkarnir týnt uppruna sínum og tengslum við verkalýðinn. Sjálfstæðisbaráttan mótaði mótunarár íslensks samfélags frá sveit til borgar. Verkafólki var innrætt að berjast fyrir landið og þjóðina. Það átti að orna sér við vaxandi þjóðartekjur og almenna uppbyggingu atvinnugreina. Kenn- ingin var að allir sætu í sama báti. Íslenskir hagsmunir urðu leiðandi hugtak. Því var tekið sem gefnu að vaxandi heildartekjur væru vax- andi hagsæld hvers fyrir sig; að allir í bátnum hefðu sömu og ókljúfan- legu hagsmunina. Auðvitað var það ekki svo. Það sést ágætlega á þeim samanburði sem dreginn er fram í Fréttatím- anum í dag. Munurinn á velferðar- kerfinu á Íslandi og á Norðurlönd- unum er ígildi um 145 milljarða króna árlega. Og munurinn er sárastur fyrir barnafjölskyldur, aldraða, veika og þá sem þurfa mest á aðstoð að halda. Íslendingar völdu að fara bland- aða leið í velferðarmálum. Ísland er sambland af Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Samtakamáttur verkalýðs mótaði ekki íslenska kerfið eins og raun varð á á Norður- löndunum. Í stað þess að berjast fyrir hús- næðisöryggi fyrir alla án tillits til eignarhalds hafa Íslendingar lagt alla áherslu á séreignastefnuna eins og Bandaríkjamenn og Bretar. Á meðan þeir hafa greitt húseigendum hundruð milljarða í vaxtabætur hafa húsaleigubætur þótt róttæk hug- mynd á Íslandi, hálfgerður komm- únismi. Og þrátt fyrir að reynsla þjóðanna sýni að séreignastefnan valdi bólum og hrunum og kalli mikla erfiðleika yfir stóran hluta al- mennings með reglulegu millibili. Séreignastefnan er kostnaðarsöm, áhættusöm og óhagkvæm. Önnur sérstaða Íslendinga liggur í lífeyriskerfinu. Nú er stefnt að því að það taki til sín um 20 prósent af öllum launatekjum. Þessi skattlagn- ing leggst ofan á tekjuskatt launa- fólks og hlutfallslega þyngra á þá lægst launuðu þar sem persónuaf- sláttur kemur ekki til frádráttar. Áherslan á að byggja upp kerfi sem mögulega stendur undir líf- eyri í framtíðinni hefur sogað til sín góðan hluta þess krafts sem þurft hefði til að byggja upp vel- ferðarkerfi að norrænni fyrirmynd. Skattahækkanir lífeyriskerfisins hafa numið um 14 prósentustigum á síðustu áratugum. Hún hefur girt fyrir frekari hækkun til uppbygg- ingar sameiginlegs velferðarkerfis. Lífeyrissjóðirnir eru nú 3300 milljarða króna fyrirbrigði sem krefst 3,5 prósent ávöxtunar út úr hagkerfi sem er aðeins um 2000 milljarðar króna. Það segir sig sjálft að slíkt dæmi gengur ekki upp. Ef sjóðirnir næðu markmiðum sínum myndu þeir kæfa samfélagið. Ef sjóðunum verður leyft að fjárfesta erlendis mun það leiða til mikils útstreymis fjármagns úr hagkerf- inu. Það myndi laska getuna til að byggja upp lífskjör og velferð. Sagan segir að útlent fólk dáist mjög að íslenska lífeyrissjóðakerf- inu. Það má vera að fólk hafi haft uppi slík orð. En engin þjóð hefur tekið upp íslenska kerfið. Það segir meira en orðin. Tvær stoðir íslenska velferðarkerf- isins, séreignastefnan og lífeyris- sjóðirnir, byggja á reynsluheimi efri hluta millistéttar. Fólk í sæmi- legum efnum getur byggt upp eign í húsnæði og á sama tíma safnað til efri áranna. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki meirihluta fólks. Það á í erfiðleikum með að lifa af laun- um sínum og getur hvorki byggt upp eign né safnað í sjóð. Þetta á við alls staðar og sérstaklega á Ís- landi þar sem launin eru lág. Norrænu þjóðirnar fóru þá leið að miða kerfið út frá hagsmunum þeirra sem voru veikastir, fátækir og eignalitlir. Ef Íslendingar vilja búa við viðlíka öryggi og velferð þurfa þeir að setja hina veikustu í öndvegi. Það mun best tryggja hagsmuni heildarinnar. Gunnar Smári Byggja kerfið á hag þess veikasta köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. 20 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015 TENERIFE GRAN CANARIA Frá kr. 79.900 GRAN CANARIA & TENERIFE 2FYRIR1 SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ Frá kr. 109.900 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 í herbergi. 9. febrúar í 7 nætur. Iberostar Torviscas Frá kr. 105.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 105.900 m.v. 2 í stúdíó. 2. febrúar í 7 nætur. Frá kr. 79.900 Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í íbúð. 3. febrúar í 7 nætur. Frá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í íbúð. 3. febrúar í 7 nætur. Frá kr. 79.900 Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í smáhýsi. 10. febrúar í 7 nætur. Tamaimo Tropical Don Diego Beverly Park Santa Clara 2fyrir1 tilboð á flugsæti með gistingu. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 73 28 5 SÉRTILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.