Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 38
Ég er kominn
á það stig að
skammast mín
smá þegar ég
segist búa með
mömmu, en
veit samt að ég
er bara einn af
mörgum.
Mynd | Rut
PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...
ÚTSALA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Revestimiento
Ace Negro 33,3x100 cm
Ace Blanco 33,3x100 cm
Pavimento
Crystal Floor White 33,3x33,3 cm
Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm
Verðdæmi: Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2
Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2
Teppi og dúkar 25-70% afsláttur
WC innb. kassi/skál/seta kr. 39.700
Þúsundir fermetra af flísum með
20%-70% afslætti
Með hækkandi leiguverði
og minnkandi framboði
á húsnæði sem hentar
ungu fólki í startholum
lífsins fjölgar þeim sem
dvelja í hreiðrinu fram
eftir aldri. Talið er að
nærri helmingur ungs
fólks á aldrinum 18-30
ára í Evrópu búi enn í
foreldrahúsum. Ísland
er þar ekki undanskilið.
Eru þetta ósjálfstæðir
eilífðarunglingar eða er
þetta bara það sem koma
skal ef leigumarkaðurinn
breytist ekki?
Ragnar Bjarni Stefánsson er 23
ára gamall og vinnur sem tækni-
maður í banka. Hann býr í Hlíð-
unum með móður sinni og segir
það henta þeim báðum vel, enda
borgi hann leigu og þau hjálpist
að með útgjöld heimilisins.
„Mig langar að safna mér fyrir
útborgun í íbúð og ég gæti það
ekki ef ég væri á leigumarkað-
inum einn. Sérstaklega þar sem
ég er miðbæjarrotta og langar
að búa niðrí bæ.“ Hann segir þó
að sér sé farið að finnast hann
of gamall til að búa heima. „Ég
er kominn á það stig að skamm-
ast mín smá þegar ég segist búa
með mömmu, en veit samt að ég
er bara einn af mörgum.“ Hann
segir svo ungu kynslóðina í dag
einfaldlega vera í allt annarri
stöðu en kynslóð foreldranna.
„Foreldrar okkar fluttu út eða
var hreinlega hent út þegar þeir
voru 17 ára, en eins og staðan er
á leigumarkaðnum núna er það
varla séns fyrir okkur.“ | sgþ
Íslenska Twittersamfélagið
hefur stækkað ört að undan-
förnu. Skemmtikraftar, tón-
listarfólk og íþróttafólk njóta
mestra vinsælda og laða að
sér þúsundir fylgjenda. En
hverjir eru vinsælastir?
Björk Guðmundsdóttir 626.000
Jónsi í Sigur Rós 158.000
Ólafur Arnalds 39.200
Kolbeinn Sigþórsson 29.300
Jón Gnarr 28.800
Birgitta Jóns 27.700
Auðunn Blöndal 20.500
Egill Einarsson 17.800
Steindi Jr. 17.100
Guðmundur Benediktsson 14.500
Hjörvar Hafliðason 13.400
Logi Bergmann Eiðsson 11.700
Gísli Marteinn Baldursson 11.600
Dóri DNA 10.400
Bragi Valdimar Skúlason 9.751
Þorsteinn Guðmundsson 9.688
Ari Eldjárn 8.373
Jón Jónsson 8.372
Hörður Magnússon 8.161
Sóli Hólm 7.248
Emmsjé Gauti 7.148
Friðrik Dór Jónsson 6.630
Bergur Ebbi Benediktsson 6.161
Hjörtur Hjartarson 5.514
Berglind Pétursdóttir 5.062
Logi Pedro Stefánsson 4.632
Henry Birgir Gunnarsson 4.600
Jón Arnór Stefánsson 4.426
Steiney Skúladóttir 4.369
Saga Garðarsdóttir 4.287
30 vinsælustu
á twitter
Fullorðin í foreldrahúsum Ragnar Bjarni Stefánsson 23 ára
Finnst hann of gamall til að búa heima
Ragnar Bjarni býr með móður
sinni í Hlíðunum og líkar það vel.
38 | fréttatíminn | HELGiN 29. JANúAR-31. JANúAR 2015