Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 16
Norðurlandaþjóðirnar. Það er í húsnæðismálum. Ísland er eina landið sem styrkir húseigendur úr ríkissjóði og því eru það hlutfalls- lega miklu fleiri sem fá húsnæðis- bætur á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Þar tíðkast ekki að veita öðrum en leigjend- um húsnæðisbætur. Meðaltal húsnæðisstuðnings, sem hlutfall af landsframleiðslu, er um 0,4 prósent að meðaltali í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en 1,2 prósent á Íslandi. Mismunur- inn jafngildir rúmlega 15 milljörð- um króna árlega. Að lang mestu leyti skýrist það af vaxtabótum, sem húseigendur fá greiddar á Íslandi en ekki á hinum Norður- löndunum. Ástæða þessarar sérstöðu er sú að vaxtabyrði af íbúðakaupum er óheyrileg á Íslandi og miklum mun hærri en á hinum Norður- löndunum. Og þótt íslenskir hús- næðiskaupendur njóti styrkja umfram húsnæðiskaupendur á Norðurlöndunum er staða þeirra ekki betri á eftir. Vaxtabæturnar ná ekki að vinna á skaðanum af mikilli vaxtabyrði. Íslenskir hús- næðiskaupendur væru betur settir með lánakjör almennings á Norðurlöndum og engar vaxta- bætur. Í ljósi þessa má draga í efa að vaxtabæturnar séu í raun félags- legur stuðningur við almenn- ing. Hugsanlega væri réttara að kalla þær stuðning við íslensku krónuna og íslenskt fjármálalíf. Vaxtabætur miðast við að draga úr eituráhrifum þessara þátta á líf almennings. Gerum ekki vel við foreldra Samkvæmt skýrslu norrænu töl- fræðinefndarinnar verja Nor- egur, Danmörk og Svíþjóð um 3,4 prósentum af landsframleiðslu 16 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015 www.odalsostar.is Cheddar kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset á Englandi. Vinsældir Cheddar-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með vott af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti. CHEDDAR LAGLEGUR Íslendingar verja hlutfalls- lega minna til barna en aðrar Norðurlandaþjóðir, minna til fjölskyldna og minna til eldri borgara sem nemur gríðarlegum upp- hæðum. Á sama tíma og það vantar um 45 milljarða króna í heilbrigðiskerfið, svo það verði eins og almennt gerist á Norðurlöndum, vantar um tvöfalda þá upp- hæð til að jafna félagslega hluta velferðarkerfisins við það sem íbúar Norður- landanna búa að. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Þegar borið er saman það hlutfall landsframleiðslunnar sem varið er til félagsmála á Norðurlöndun- um sést að Ísland stendur hinum löndunum langt að baki. Miðað við meðaltal Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, sem er samanburð- urinn sem Kári Stefánsson notar í kröfum sínum um hærra framlög til heilbrigðismála, þyrfti að auka framlög til félagsmála úr 25,2 pró- sentum af landsframleiðslu í 30 prósent, eða um rétt tæplega 100 milljarða króna, miðað við lands- framleiðslu síðasta árs. Þessir 100 milljarðar króna jafngilda rúmlega 290 þúsund krónum á hvert mannsbarn á Ís- landi eða tæplega 1,2 milljónum króna á fjögurra manna fjöl- skyldu. En það er sama hvernig þessi upphæð er brotin niður. Hún sýnir hversu miklum mun meira börn, fjölskyldur, eldri borgarar, öryrkjar og aðrir fá frá velferðarkerfinu á Norðurlöndun- um en sömu hópar fá í sinn hlut á Íslandi. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri samanburðarskýrslu norrænu hagtölunefndarinnar um félagsleg málefni, Nososko, sem nýlega kom út. Skýrslan dregur fram hversu ólíkt íslenska velferðarkerfið er því kerfi sem náð hefur rótfestu á hinum Norð- urlöndunum. Í mörgum tilfellum er munurinn svo mikill að segja má að íslenska kerfið sé allt annað og veikara. Gerum vel við húseigendur Það er bara á einu sviði sem Ís- lendingar gera betur en hinar Velferð Minni stuðningur hér við börn, fjölskyldur og eldri borgara en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku Verjum 100 milljörðum minna til barna, fjölskyldna og eldri borgara Velferðarkerfið -145 milljarðar Til að jafna velferðarkerfið á norðurlöndunum þyrfti að auka framlög til heilbrigðismála um 45 milljarða króna og framlög til félagsmála um 100 milljarða króna. BarnaBætur -3,5 milljónir á barn Barnabætur til barna foreldra í sambúð eru 15 þúsund krónum lægri á Íslandi en á norðurlönd- unum þremur. Það jafngildir því að sautján ára barn hafi fengið 3,5 milljónum króna minna í stuðning en sautján ára barn á norðurlöndunum. fæðingarorlof -2,8 milljónir Fæðingarorlof er styttra á Íslandi en á hinum norðurlöndunum og hámarksgreiðslur lægri. Foreldrar á Íslandi fá 2,8 milljónum krón- um minna í orlof en foreldrar á norðurlöndunum. eldri Borgarar -130 þúsund á mánuði Íslendingar borga eldri borgurum minna í lífeyri, hefja greiðslur hans seinna og verja minni upp- hæðum til þjónustu við eldri borgara. Munurinn nemur um 130 þúsund krónum á hvern elli- lífeyrisþega á mánuði. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Til að byggja upp sambæri- legt félagslegt kerfi á Íslandi og er á Norðurlöndunum þyrfti ríkis- stjórnin að auka framlög til félagsmála um 100 milljarða króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.