Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 26
börn. Þetta finnst öllum hinn farsælasti máti ennþá í dag en við hljótum að geta lagað þetta. Við þurfum að huga að því hvernig hægt er að gera þetta lífrænna og skemmtilegra,“ segir Halldóra sem veit hvað hún syng- ur í þessum málum því hún hefur unnið við kennslu og umönnun barna í mörg ár. Alin upp meðal listamanna Halldóra var alin upp á meðal listamanna en segist samt aldrei hafa ætlað að verða skáld. „Mamma var silfursmiður og mikill listamaður, pabbi var verk- fræðingur en málaði í frístundum,“ segir Halldóra og bendir á vatnslitamyndir á veggjunum sem faðir hennar, Sigurður Thoroddsen, málaði. „Svo var elsti bróðir minn, Dagur Sigurðarson, skáld og amma Theodóra var líka skáld. En það var bróðir minn, Jón Thoroddsen, sem kynnti mig fyrir bókmenntum. Hann var á kafi í heimsbókmenntum og ég smitaðist mjög mikið af honum. Það var ekkert verið að ota að manni listum í uppeldinu en maður var auðvitað alltaf að lesa. Ég man eftir einu skipti þar sem við fjölskyldan sátum við matarborðið og pabba fannst við ræða of mikið um listir þá sagði hann upp úr eins manns hljóði; Æ, af hverju geta börnin mín ekki farið í tannlækningar eins og venjulegt fólk.“ Frjálst kynlíf og kaffisjóður Sjálf ætlaði Halldóra að verða sálfræðingur eða kennari og segist hafa byrjað seint að skrifa því hún hafi haft svo margt annað að gera. „Ég hélt að ég væri kennari en það var fullkominn misskilningur. Mér fannst alltaf fylgja því starfi einhver frelsisskerðing, einhver krafa um að vera svo normal,“ segir Halldóra sem fór í sálfræði í Kaupmannahafn- arháskóla áður en hún ákvað að mennta sig sem kenn- ari. „Ég veit ekki alveg af hverju ég gerði það, líklega því ég hef áhuga á manneskjunni. Kaupmannahöfn var áhugaverð á þessum tíma og það bjuggu auðvitað allir í kommúnu. Það var allt fullt af Íslendingum þarna og þegar ég kom var verið að taka yfir Ljónahúsið í Kristjaníu. Þetta var mjög sérstakur tími. Okkar komm- úna var bara eins og sambýli en ég heimsótti mikið af kommúnum og bjó í sumum sem voru mun róttækari, þar sem allur eignaréttur var forboðinn. Kynlífið átti að vera fullkomlega frjálst en ég held að það hafi ekki stuðlað mikið að kynfrelsi kvenna, heldur aðallega einhverra steggja sem gátu ekki fengið neitt annars. Þetta var mest á forsendum strákanna. Þetta voru voðalega miklar tilraunir um manninn og sumar hverjar voru mörgum erfiðar,“ segir Halldóra sem pældi í sálfræðilegum kenningum meðfram þess- ari tilfinningalegu tilraunastarfsemi. „Mér fannst sál- fræðinámið dálítið laust í reipunum því það var undir áhrifum af þessari endurskoðun alls. Tímarnir voru haldnir úti í skógi þar sem átti að æfa samvinnu en eng- inn mátti stjórna fundi heldur átti bara að anda þar til sameiginleg niðurstaða var fengin. Á sama tíma héldu Danir alltaf í borgaralegan aga. Prófin voru ekkert létt- ari og allir urðu að borga í kaffisjóð.“ Misvitrir íslenskir hippar Á endanum fékk Halldóra nóg af þessari sálfræði-metaf- ísík og dreif sig í fisk á Tálknafjörð. „Við fórum nokkrir krakkar saman og kúldruðumst þarna saman í einu herbergi. Það voru mjög margar hippakommúnur á ýmsum stöðum á landinu á þessum tíma. Ég man að ég labbaði með Önnu Guðrúnu, vinkonu minni sem er núna látin, yfir heiðina til Patreksfjarðar, sem þótti ægi- legt óráð um hávetur. En þá vorum við að heimsækja næstu kommúnu. Þetta var nú íslenska hippalífið.“ „Hipparnir skiptust í tvennt. Það voru blómabörnin og svo þeir sem voru meira þjóðfélagslega sinnaðir. Og þeir komu nú einhverju áleiðis. Þetta voru náttúrulega mótmæli við þessum svarhvíta Eisenhower tíma og ég held að þau hafi skilað ýmsu til minnihlutahópa á borð við konur og þeldökka. En auðvitað voru hipparnir misvitrir líkt og aðrir. Ég man eftir einum fundi sem íslenskir hippar héldu í Kaupmannahöfn. Þá stóð til að stofna hippasamfélag í Loðmundarfirði og þetta voru aðallega blómabörnin. Það stakk til dæmis einhver upp á því að það yrði að vera þvottavél en því var hafnað. Það væri svo yndislegt að þvo í læknum,“ segir Hall- dóra og hlær. „Þetta var mikil rómantík.“ Seldi blíðu sína í mörg ár Eftir að hafa unnið í eitt ár í fiski á Tálknafirði ákvað Halldóra að fara í Kennaraháskólann og síðan þá hefur hún unnið meira og minna við kennslu og umönnun barna með viðkomu í myndlist en hún lærði myndlist í Myndlista og handíðaskólanum. „Ég hef verið mest í börnunum, kennt þeim og annast þau. Ég hef selt blíðu mína öll þessi ár,“ segir hún og brosir við. „Og sjálfsmyndin hefur alls ekki verið sú að ég væri skáld. En það knúði eitthvað á og einhvern tímann upp úr fer- tugu samdi ég fyrstu ljóðabókina mína og vildi þá strax gefa hana út. Þegar hún var komin út þá liðu næstum tíu ár í næstu ljóðabók. En eftir hana þá settist ég niður og þóttist vera dálítill proffi, eins og ég væri kannski skáld, og einhenti mér í ljóðagerð aftur,“ segir Halldóra sem hefur síðan gefið út sína þriðju ljóðabók, eitt ör- sögusafn, annað smásagnasafn og núna skáldsögu. Og sjálfsmyndin hefur breyst. Ætlar að lifa á eiginmanninum „Ef ég hugsa um það þá hef ég alltaf hugsað eins og listamaður og sennilega gera það mjög margir. Það er einhverskonar fjarlægð og nálægð í senn sem myndar þessa skáldlegu sýn á lífið. Framan af var þetta auka- geta sem nýttist mér í öðru en skáldskap en núna finnst mér mest gaman af þessu og get einbeitt mér að þessu. Ég er nýhætt að vinna og byrjuð að lifa á eiginmanni mínum,“ segir Halldóra sem er gift Eggerti Þorleifssyni leikara og saman hafa þau alið upp synina Bergstein og Sigurð. „Við höfum dálítið skipst á að sjá fyrir hvort öðru og nú er komið að honum.“ Grjótháls 10, Fiskislóð 30 og Tangarhöfða 15, Reykjavík Lyngás 8, Garðabæ Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ S: 561 4200 www.nesdekk.is Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, S: 590 2045 www.benni.is FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Halldóra segir bókmenntaverðlaun kvenna skipti máli. Ég held að þau hafi greitt okkur kerlingunum götu inn í bókmenntaheiminn sem var karllægur eins og aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Ég held með bókmenntunum og ég held að það sé þeirra akkur að allir séu innbyrðis. Annars steingerast þær. Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf Sólskálar Svalaskjól Gluggar og hurðir Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is 26 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.