Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 41
„Ef þú miðar það sem þú gerir út frá öðrum ertu orðinn alvöru loddari,
eins og þú óttaðist.“
Fyrirmyndir eru
líka óöruggar
Rannsóknir sýna að um 70% manna þjást af Imposter Syndrome, eða loddaraheilkenni.
Impostor Syndrome, eða loddaraheilkenni, er heiti yfir þá tilhneigingu fólks, sem nær miklum árangri, að
taka ekki mark á eigin árangri og lifa í stöðugum ótta við að vera afhjúpað sem loddararnir sem því finnst það
vera. Öll merki um eigin verðleika stimplar það sem ávöxt heppni eða þess að þú hafir gabbað aðra til að trúa
því að það sé velgengninnar vert. Hljómar kunnuglega?
Oft eru þeir sem finna fyrir loddaraheilkenni einmitt fólkið sem nær sem mestum árangri. Meðal þekktra
einstaklinga sem þjáðst hafa af þessari rökvillu eru metsöluhöfundurinn Neil Gaiman og leikkonan Emma
Watson. Ætli þeir sem við lítum upp til hér á landi kannist við þetta líka?
María Rut Kristinsdóttir er talskona Druslugöngunnar og fékk nýlega stöðu innan innanríkisráðuneytisins
til að endurskoða verkferla þegar kemur að kynferðisbrotum.
Hún hafði ekki heyrt um hugtakið áður en segir það eiga vel við sig. „Unnusta mín hefur oft hlegið að mér
þegar ég býsnast yfir því af hverju það sé verið að fá MIG í hitt og þetta, en ég held þetta sé líka ákveðið verkfæri
til að halda sér á tánum og ofmetnast ekki. Ég þarf samt að venja mig á að gefa mér ekki alltaf afslátt og halda
að það sé tilviljun þegar vel gengur, en ég held að þetta sé ekki af hinu slæma ef maður áttar sig á að tilfinn-
ingin er ekki raunveruleg.“ (mynd undir 24707)
Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður og þáttagerðarmaður, tengir strax við loddaraeinkennið:
„Já, ég hef þjáðst af þessu. Þegar ég byrjaði að gera sjónvarpsþættina Hæpið gat ég varla sofið á næturnar,
þetta var alveg hræðilegt. Ég var að vinna 10-12 tíma á dag en var samt aldrei sáttur við það sem kom út úr
því. Svo komu þættirnir út og fólk hrósaði manni fyrir þá og þá fattaði ég að þetta hefðu verið aðeins of miklar
áhyggjur. Ég held að flestir sem gera eitthvað skapandi takist á við þetta. Lykillinn er að hugsa ekki um hvað
öðrum finnst þegar maður semur, heldur semja til að hafa gaman sjálfur. Af því ef þú miðar það sem þú gerir
út frá öðrum ertu orðinn alvöru loddari, eins og þú óttaðist.“(mynd:hari undir )
Þorsteinn B. Friðriksson er forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla:
„Auðvitað fer maður í gegnum tímabil þar sem fyrirtæki sem ég var með gengu ekki vel og þá fyllist maður
hugsunum um hvort maður sé bara að gera einhverja vitleysu. Ég held samt að sú tilhneiging manna til að
þakka allan árangur sjálfum sér en kenna utanaðkomandi aðstæðum um þegar illa gengur, sé jafnvel verri.
Árangur er alltaf sambland af vinnu, heppni, fólkinu sem vinnur með manni og svo framvegis. Svo það væru
mistök ef ég eignaði mér sjálfum minn árangur. Í samfélaginu sem við búum í er fólk oft tilbúið að stimpla það
sem heppni þegar einhverjum gengur vel, það er kannski þaðan sem þetta óöryggi kemur.“
mynd: Hari (undir nr.15602)
Margrét Erla Maack dagskrárgerðarkona: „Algjörlega, maður hefur tilhneigingu til að lesa ótrúlega mikið
í gagnrýni en humma hrósið svo af sér. Svo er maður líka bara loddari í alvörunni á sumum sviðum og það
getur oft bara hjálpað manni. Að skítamixa sig aðeins í gegnum hluti af og til hjálpar manni oft, ég hef alveg
DJ-að þó ég kunni ekki öll trixin og farið í viðtöl á tungumáli sem ég kann ekki fullkomlega, en það er bara
allt í lagi. Enginn er fullkominn í því sem hann gerir, þó maður eigi alltaf að gera 100% eftir sinni eigin getu.
Það er svo mikilvægt að fatta að allir eru óöruggir að einhverju leyti. Besta leiðin til að ráða við það er að líta
til baka á stöður sem maður fékk og fannst maður ekki eiga skilið. Þegar tíminn líður frá sé ég þær í réttu ljósi:
Auðvitað réðu þau mig í þetta, af hverju fannst mér það eitthvað skrýtið?“ (Mynd/Hari undir 22623)
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Bókaðu borð
562 0200
perlan@perlan.is
Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð
Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de
Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus
(2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed
Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem
útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.
Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli
matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum.
www.gudjono.is · Sími 511 1234
4ra rétta matseðlar
GjafabréfPerlunnarGóð gjöf viðöll tækifæri!
Einstakir
Matreiðslumeistari
Stefán Elí
VEGAN
Rauðrófu-carpaccio
með piparrót, furuhnetum,
rauðrófum og fennikkusalati
Sveppaseyði
með seljuro ́tar-ravioli
Hnetusteik
með jarðskokkum, rauðka ́li
og klettasalati
Döðlukaka
með hindberjasultu og sítrónukrapi
KJÖT OG FISKUR
Nauta-carpaccio
með parmesan, furuhnetum, rauðro ́fum,
sveppum og klettasalati
Humarsúpa
Rjómalöguð með Madeira
og grilluðum humarho ̈lum
Fiskur dagsins
ferskasti hverju sinni útfærður
af matreiðslumönnum Perlunnar
~ eða ~
Andarbringa
með andarlæri, eggaldinmauki, gulro ́tum,
kartöflum og lárviðar-soðglja ́a
Mjólkursúkkulaðimús
með mandarínum og dökkum súkkulaðiís
Með hverjum 4ra rétta seðli
fylgir frír fordrykkur!