Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 34
Augnheilbrigði Thealoz inniheldur trehalósa sem er nátt- úrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna horn- himnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Hvarmabólga og þurr augu. Fæst í öllum helstu apótekum. 1. Skolaðu nef og háls reglulega með volgu saltvatni. Rannsókn- ir hafa sýnt að saltvatnið getur minnkað bólgur, losað um slím og jafnvel hjálpað til við að skola út bakteríum. 2. Ef þú ert með mikla hálsbólgu getur verið gott að taka inn bólgueyðandi lyf til að slá á bólguna og minnka verkina um leið. 3. Sofðu og liggðu með hátt undir höfði. 4. Berðu mentoláburð undir nef og á gagnauga, jafnvel á háls og bringu. Þetta hjálpar til við að losa um. 5. Mörgum líður betur af því að drekka heitt vatn með engifer, sítrónu og hunangi. Það virðist mýkja hálsinn og jafnvel slá á einkennin tímabundið. 6. Andaðu að þér heitri gufu. Þú getur jafnvel fyllt vaskinn inni á baðherbergi með sjóðandi heitu vatni, sett mentoláburð út í, staðið yfir vaskinum og andað að þér gufunni. 7. Passaðu upp á handþvott og minntu fjölskyldumeðlimi á það sama – þetta er þó aðallega til þess að reyna að koma í veg fyrir flensuna. Læknar og sér- fræðingar segja handþvott vera mikilvægastan í að koma í veg fyrir flensusmit. 8. Hvíld, hvíld, hvíld. Ekki ana af stað áður en þú ert orðin/n frísk/ur – það græðir enginn á því! 8 ráð til að tækla flensuna Flensutímabilið að undanförnu hefur leikið marga grátt. Ekki sér alveg fyrir endann á því þó að það sé í rénun. Það er ekkert hægt að útiloka það að flensan banki upp á en ef hún er til staðar er hægt að nota ýmis ráð til þess að bæta líðanina. Þriggja klukkustunda gönguferð á annan í páskum sem er öllum að kostnaðarlausu. Þegar páskalambinu hefur verið sporðrennt og síðustu molar páskaeggsins renna ofan í fólk er tilvalið að hressa sig aðeins við áður en ný vinnuvika hefst. Á annan dag páska bjóða Bláa lónið og Grindavíkur- bær upp á gönguferð um stórbrotið umhverfi Bláa lóns- ins. Gangan hefst klukkan 11 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Hægt er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Leiðsögumaður er Sigrún Franklín og þátttaka er ókeypis. Gengið verður um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögu- legum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið um hið litskrúðuga lónssvæði að lækningalindinni og endað í heilsulind. Gengið í umhverfi Bláa lónsins Gengið verður um stórbrotið umhverfi Bláa lónsins annan dag páska. 34 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016 Heilsutíminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.