Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 52

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 52
Gott að taka skyndiákvörðun: Kauptu flugmiða til London, keyrðu norður til að vera á Akureyri, eða skrepptu í það minnsta í sund í Hvera- gerði! Páskar eru tækifæri til að brjóta upp það hvers- dagslega, nýttu tímann vel. Gott að ná reggíi fyrir norðan: Allir vita að Jesús elskaði reggí! Reggíhljómsveitin Amaba Dama verður fyrir norðan um páskana og spilar á Akur- eyri á skírdag og Dalvík á föstudaginn langa. Spurt er… Hvað táknar að vorið sé komið? Páskar í æð Gott að skíða: Bláfjöll eru opin alla páskana frá klukkan 10–17. Hlíðarfjall er opið, þar fara fram Vetrarleikarnir og keppt verður í „slopestyle“ og „free ride“. Á Ísa- firði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í fjallinu. Sólin Ugla Arnarsdóttir nemi „Bara þegar sólin er byrjuð að skína eftir veturinn og svoleiðis.“ Tjaldurinn Haraldur Ingi Ingimundarson, bílasölumaður hjá Heklu „Þegar tjaldurinn kemur. Lóan er svo vitlaus, greyið, hún kemur alltaf þegar ennþá er kalt.“ Þurr gangSTéTT Steinunn Eldflaug Harðardóttir tónlistarkona „Aðaltáknið fyrir mér er þegar maður labbar úti, gangstéttin er þurr og mölin á stéttinni brakar undir skónum manns.“ PáSkahreTið Svavar Steinarr Guðmundsson, verkefnastj. íslenskudeildar HÍ „Vorið er ekki komið fyrr en páska- hretið er afstaðið.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.