Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 58

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 58
NÝTT MIRACLE MATCH Farði sem aðlagast þínum húðlit fullkomlega. Jafnar út misfellur og nærir húðina. Heilbrigt og náttúrulegt útlit. Sykurmassaofgnótt á undan- haldi í brúðartertubakstri „Mér finnst bara almennt séð áherslan vera að færast frá því að terturnar eigi bara að „lúkka“ yfir í að þær eigi bragðast vel,“ segir Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 Sorta, um það nýjasta í brúðkaups- tertubransanum. „Það er minni áhugi fyrir þessum ægilegu skreyt- ingum og sykurmassaofgnótt og fólk er farið að spá meira í bragðið. Sykurmassinn er svotil ekkert nema bragðlaus sykur,“ segir Auður. Vinsælustu brúðarterturnar Almennilegar kökur eiga einn- ig meira upp á pallborðið en áður fyrr, að sögn Auðar, og fólk sækir minna í kökur sem eru meira eins og frauð eða mús. „Fólk vill bara almennilega köku en kakan getur verið allavega. Vinsælustu brúðar- terturnar hjá okkur eru annars- vegar súkkulaði og saltkaramellu og hins vegar vanillubotnar með hvítu súkkulaði, kampavíni og jarðarberj- um. Sú kaka er rosalega sparileg.“ Mikil kúnst að gera nakta köku Naktar kökur eru að koma mjög sterkar inn en þeim má lýsa sem sykurmassakökum – án sykur- massans. „Það er raunar miklu erfiðara að gera nöktu kökurnar Útlitið er að víkja fyrir bragðinu Brúðhjónin Katrín Þóra Jóhannes- dóttir og Þórir Már Björgúlfsson skera bollakökubrúðartertu frá 17 Sortum. Naktar kökur eru eitt af því heitasta í dag. Þær eru einfaldar en hráefnin verða að vera 100%. Fersk ber eiga alltaf upp á pall- borðið.v Bollakökurnar í 17 sortum hafa vakið lukku. því þú hefur ekkert til að fela þig bak við. Þær eru svo einfaldar og hráefnin verða að vera 100% og það þarf að hafa hraðar hendur. Sykurmassaterturnar eru svo vel einangraðar og loftþéttar en þegar sykurmassanum er sleppt er hætta á að hún þorni. Það þarf að passa vel upp á hlutfall krems og köku og að kakan sé ekki of þurr eða of blaut,“ segir Auður. Bollakökubrúðartertur Auður segir 17 Sortir hafa komið inn á markaðinn til þess að vera öðruvísi en bakaríin og mikil áhersla sé til að mynda á vel gerðar og öðruvísi bollakökur hjá þeim. „Margir eiga sér eftirlætis köku hjá okkur og biðja um hana í bolla- kökuformi. Það var svo mikil eftir- spurn eftir bollakökum í brúðkaup að við fluttum inn stand sem tekur margar hæðir af bollakökum. Efst er síðan lítil terta sem brúðhjónin skera og hún dugir fyrir háborðið og svo er ein bollakaka á mann. Þetta myndar brúðartertu þó að óhefðbundin sé,“ segir Auður og bætir við að með þessu sé hægt að koma til móts við mismunandi smekk gesta og kaupa kannski 3-4 týpur af bollakökum. Bara konur Auður er með tvo bakara í vinnu, þær Írisi Björk Óskarsdóttur og Rakel Hjartardóttur. Báðar eru þær nýútskrifaðar í iðninni. „Ég vildi ekki fá konditormeistara til mín því þeir gera oftar kökur sem eru meira eins og eftirréttir. Ég var svo heppin að fá þessar öflugu stelpur til mín í vinnu. Það eru reyndar bara konur sem vinna hér, bæði í framleiðslu, þetta er bara „girl power“ alla leið.“ Mynd | Unnur Ósk Kristinsdóttir Auður Árnadóttir, eigandi 17 Sorta, segir fólk í dag vilja almennilega bragðgóða köku í stað sykurmassaofgnótt- arinnar sem hefur verið ríkjandi í mörg ár. Mynd | Hari 6 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016 Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.