Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 60
Fagnaðu stóra deginum í Hörpu Fáðu tilboð: veislur@harpa.is eða 528 5070 Við sjáum um að útfæra brúðkaupsveisluna með þér, eins og þú vilt hafa hana. Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið. Veislustjórn er ansi mikil- vægur hlekkur í því að skapa góða stemningu í brúð- kaupsveislunni. Veislustjór- inn verður að halda vel um taumana til þess að veislan gangi smurt og hnökralaust fyrir sig. Hér eru nokkur atriði sem stuðla að vel heppnaðri veislu. Ef brúðhjónin fara í mynda- töku áður en þau mæta í veisluna þá er gott að vera búinn að fara yfir praktísk atriði þegar þau mæta. Til dæmis varðandi mat og drykk, skemmtiat- riði og almennan framgang veisl- unnar; til dæmis hvort það verður vinsælt að fara í „kossaleikinn“ (klingt í glösum og brúðhjón fara upp á stól að kyssast – ekki öll brúð- hjón nenna þessu, veislustjórinn verður að lesa í aðstæður). Munið að skála reglulega. Það léttir stemninguna og brýtur upp veisluna. Sumum gæti þótt það snilldarhug- mynd að raða á borð ókunnugu fólki og blanda saman hópum. Það gæti verið sniðugt ef á gestalistan- um eru aðallega opnar týpur sem fíla ögrandi aðstæður en veislu- stjórinn ætti þó að undirstinga það við brúðhjónin að raða saman fólki sem þekkist. Þannig er hægt að losna við alls konar vandræða- legheit og pínlegar samræður og fólk getur notið kvöldsins betur. Látið mælendaskrá lokast á einhverjum tímapunkti, það gengur ekki að fólk sé að koma frameftir öllu kvöldi og kveða sér hljóðs – eftir því sem líður á verða ræðurnar innihaldsrýr- ari og leiðinlegra að sitja undir þeim – þó að sá/sú sem mælir sé ekki endilega sammála því. Passið að fólk tali ekki of lengi. Haf- ið einhvern hámarkstíma á ræðum. Veislustjóri verður að hafa kjark til þess að stoppa af með lagni atriði eða ræður sem eru komnar á hálan ís. Það er ákveðin list að skynja það hvaða áhrif orð eða gjörðir eru að hafa á stemninguna og þá aðallega brúðhjónin. Það verður að vera hægt að gera góðlátlegt grín en meiðandi eða særandi orð eða upprifjun á leiðinlegum atvikum eiga ekki heima í brúðkaupsveislum. Segið gestum að háborðið sé ekki heilagt – það má og á að fara til hjónanna, skála við þau og segja þeim brandara. Látið dagskrána hefjast undir borðhaldi og stefnið að því að henni sé lokið á ákveðnum tímapunkti. Það er engum greiði gerður með því að láta dagskrána teygjast fram eftir öllu, athyglin er farin út í veður og vind og fólk þreytist undir löngu borðhaldi. Þegar nær dregur miðnætti vill fólk bara fara á flakk og byrja að spjalla eða dansa og brúðhjónin vilja smávegis „frjálsan tíma“ áður en þau halda út í brúðkaups- nóttina. Ef það koma upp vandamál (ofur- ölvi frænka, eldur í servíettu eða stíflað klósett, t.d.) passið þá að brúðhjónin verði ekki vör við það. Fáið einhvern öflugan og lausna- miðaðan með ykkur í lið til þess að leysa vandamálið á eins skilvirkan hátt og hægt er. Margir sem eru beðnir um að vera veislustjórar halda að þeir hafi verið ráðnir í uppistand. Það er ekki raunin, veislustjór- inn virkar meira eins og leik- stjóri – hann á að draga það besta fram í gestunum og passa að brúðhjónin njóti sín og veisl- unnar sinnar. Ef hann er fynd- inn í ofanálag er það bara plús. Haltu vel utan um veisluna Lausar fléttur og nátt- úrulegir liðir eru það sem flestar brúðir sækjast eftir í dag. Frjálslegar áherslur í hárgreiðslum Það er af sem áður var að brúðir skarti stífum, ofspreyjuðum uppgreiðslum og slöngulokkum á brúðkaupsdaginn. Í dag snýst allt um náttúrulega og frjálslega liði, lausar fléttur og hippalega blómakransa. Þessi tíska fylgir tíðaranda sem margir fagna því að honum fylgir meira frelsi og fjölbreytni en lengi hefur tíðkast. Fallegur blóma- krans með lifandi blómum getur gert ótrúlega mikið fyrir einfalda greiðslu. 8 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016 Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.