Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 62
Helga Kristjáns er ein af færustu förðunarfræðingum landsins og hefur farðað fyrir og stíliserað ótal myndatökur. Þegar hún giftist ástinni sinni kviknaði óbilandi áhugi á brúðkaupum og hefur hún farðað fjöldann allan af brúðum síðan. „Við ákváðum að gifta okkur ári eftir að hann bað mín og þess vegna var nægur tími til undir- búnings. Ég kom út úr skápnum sem alger „brúðkaupsperri“ því síðan hef ég elskað allt tengt brúð- kaupum og væri til í að skipuleggja þau á hverju ári,“ segir förðunar- fræðingurinn, stílistinn og Viku- blaðamaðurinn Helga Kristjáns- dóttir sem gekk í hið heilaga með Magnúsi Þór Ásgeirssyni markaðs- stjóra einn fagran sumardag fyrir þremur árum. „Dagurinn okkar var yndislegur í alla staði og ég hefði engu viljað breyta. Ég myndi alltaf ráðleggja fólki að missa sig ekki of mikið í smáatriðin í brúðkaupsund- irbúningnum. Hafa gaman af þessu og muna hvað það er sem skiptir í raun og veru máli.“ Giftust á „heimaslóðum“ Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu Helga og Magnús að láta pússa sig saman í Hallgrímskirkju. „Upp- runalega langaði okkur að giftast á suðrænum slóðum en gerðum okkur fljótt grein fyrir því að það er hægara sagt en gert. Svo vorum við lengi vel að skoða litlar sveitakirkjur en enduðum á „heimaslóðum“ þar sem við bæði erum alin upp, í Þing- holtunum. Veislan var svo haldin niðri í bæ í afslöppuðum anda, í sal með útsýni út á höfn. Við ákváðum að vera með spænska smárétti frá Tapas barnum og það tókst mjög vel,“ segir Helga. Þriggja rétta borð- hald heillaði ekki og því varð þessi afslappaði stíll fyrir valinu. Eins og fyrr sagði kviknaði brenn- andi áhugi hjá Helgu á brúðkaupum fljótlega eftir að hún hóf undir- búning á sínu eigin. „Það verður að segjast eins og er að ég varð svolítið mikið heltekin og varði góðum tíma í að skoða hugmyndir á Pinterest. En ég gerði mér samt grein fyrir því að öll smáatriði skiptu ekki öllu; aðalmálið væri að skemmta sér vel, hafa nánasta fólkið sitt samankom- ið, góðan mat, góða tónlist og ef við kæmum gift út úr deginum hafði allt farið á besta veg.“ Spöngin vakti mikla athygli Kjóllinn hennar Helgu var hönnun Veru Wang, „White By Vera Wang“. „Ég var ekki með neinar fastmót- aðar hugmyndir um kjólinn. Mér fannst ótrúlega gaman að skoða allskonar stíla en fann fljótt í hvaða átt ég vildi fara. Ég hef alltaf verið hrifin af svona grísku sniði eins og er á kjólnum og fannst líklegt að sniðið á honum færi vaxtarlagi mínu vel. Ég tók hinsvegar risastór- an séns þar sem ég pantaði kjólinn á netinu en pabbi minn var svo góður að koma með hann heim úr einni Ameríkuferðinni. Hann endaði með að smellpassa og ég var virki- lega ánægð með hann,“ segir Helga. Magnús klæddist afslöppuðum Dolce Gabbana jakkafötum. „Ætli upprunalega hugmyndin um suð- rænt brúðkaup hafi ekki haft svolítil áhrif á fatavalið og afslappaða stíl- inn. Við vorum bæði allavega strax sammála um að við vildum alls ekk- ert of stíft eða hefðbundið.“ Hárgreiðsla Helgu var áreynslu- laus og frjálsleg en spöngin vakti mikla athygli. „Þegar ég rakst á þessa tilteknu spöng var það ást við fyrstu sýn. Síðan hefur hún birst á forsíðu brúðkaupsblaðs Vikunnar og nokkrar konur komið til mín og viljað leigja hana af mér!“ Endaði á því að mála sig sjálf Starfandi sem förðunarfræðingur og stílisti ætlaði Helga að gefa sjálfri sér frí á brúðkaupsdaginn og fór í prufuförðun til förðunarfræðings. „Mig langaði að vera „stikkfrí“ á brúðkaupsdaginn en það endaði hins vegar á því að ég farðaði ekki bara sjálfa mig, heldur líka mömmu mína og stjúpdóttur,“ segir Helga og hlær. „Maður þekkir sitt and- lit og sinn stíl best. Ég fór ekkert út fyrir þægindarammann með brúðarförðunina, ég hélt mig við það sem ég vissi að klæddi mig vel. Lúkkið endaði sem brúnt „smokey“ með ferskjulituðum vörum.“ Smáatriðin skipta ekki máli Helga og Magnús eiga samtals fimm börn; Magneu Ástu, Ásgeir Snæ, Júlíu Heiði, Jórunni Ósk og Birtu Maríu sem kom undir stuttu eftir brúðkaupið. Million Dollar Tan Ilmar vel - léttur og ferskur ilmur Sérð litinn strax - Liturinn kemur strax í ljós og verður betri eftir sturtubað Endist lengi - allt að 6-12 daga Náttúrulegir litir - inniheldur hæstu prósentu af DHA Þornar fljótt - á innan við 5 mínútum getur þú klætt þig aftur Nuddast ekki af - mörg brúnkukrem nuddast auðveldlega af, en ekki MDT Algjörlega skaðlaust - Brúnka án skaðlegra UV sólargeisla og enginn bruni Inniheldur lífrænt DHA - virka efnið í brúnkusprayinu sem gefur litinn Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að vera með í brúð- kaupsundirbúningi og gera konur hrikalega fal- legar og ljómandi fyrir stóra daginn þeirra. Við ákváðum að biðja Braga Þór Jósefsson um að mynda okkur, því ég hafði unnið með honum í fjölmörg ár og veit fyrir hvað hann stendur. Hann er einn af okkar allra bestu ljósmyndurum, þægilegur í nær- veru og alger fagmaður. Hann vissi nákvæmlega að hverju við vorum að leita og ég mæli með því að fólk velji vel og hittist og spjalli við við- komandi ljósmyndara fyrir stóra daginn. Myndirnar frá deginum eru dýrmætustu minningarnar. Myndir | Bragi Þór Jósefsson Undirbúningur skemmtilegastur Síðustu ár hefur Helga farðað margar brúðir en síðasta sumar var alger sprengja. „Er það bara ég eða giftu sig bókstaflega allir í fyrra- sumar,“ spyr Helga og hlær. „Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að vera með í brúðkaupsundirbúningi og gera konur hrikalega fallegar og ljóm- andi fyrir stóra daginn þeirra. Það er mikilvægast að konur séu þær sjálfar á brúðkaupsdaginn, bara besta útgáf- an af sjálfri sér,“ segir Helga og bætir við að mikilvægt sé að konur fari í prufuförðun og séu óhræddar að segja sína skoðun, hvað þeim líkar og líkar ekki. „Það er alltaf gott að vera með einhverja mynd í huga og jafnvel sýna förðunarfræðingnum mynd af förðun sem þér þykir falleg, svo þið séuð að tala sama tungumálið.“ Ekki prófa á brúðkaupsdaginn Aðspurð um pottþétt ráð þegar förð- unin er annars vegar segir Helga mik- ilvægt að konur séu trúar sínum stíl og séu ekki að prófa eitthvað spánnýtt þegar kemur að stóra deginum. „Til dæmis myndi ég ekki mæla með rauð- um varalit ef það er ekki eitthvað sem konan er vön að bera. Svo er ýmis- legt sem gott er að nota á húðina til að undirbúa hana fyrir farðann og láta hann endast sem lengst, eins og gott rakakrem og farðagrunn. Gott er að hafa með sér hyljara, púður og gloss eða varalit í töskunni, til að lappa upp á sig yfir daginn og kvöldið.“ facebook.com/makeupbyhelga 10 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016 Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.