Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 65

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 65
Unnið í samstarfi við Gull og silfur Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari smíðaði sína fyrstu giftingarhringa árið 1970 og ári síðar, 3. apríl 1971, stofnaði hann Gull og silfur ásamt fjölskyldu sinni og hefur hann staðið vaktina allar götur síðan. Það þýðir að aðeins nokkrir dagar eru í 45 ára afmæli fyrirtækisins, sem fyrst var til húsa við Laugaveg 35 en hefur í rúman áratug verið í húsi númer 52 við verslunargötuna góðu. Gull og silfur hefur verið rekið við góðan orðstír allan þennan tíma og ávallt lagt mikla áherslu á smíði giftingar- og trúlofunahringa. „Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. Það eru margir sem eru meira og minna í innflutningi. Allir okkar hringar eru smíðaðir á staðnum – og þeir eru meira að segja ódýrari en þessi innfluttu,“ segir Sigurður. „Þessi bransi er að breytast svo mikið.“ Ábyrgð á þúsundum hjónabanda Sigurður segir fólk hafa ýmsar skoðanir á því hvernig það vill hafa hringana og þeir eru smíðaðir í öllum stærðum og gerðum. „Við klæðskerasaumum hringana að þörfum hvers og eins. Þetta er svo stór stund í lífi fólks að það er gaman að geta veitt þessa þjónustu. Sumir vilja klassíkina í formi og lit en aðrir eitthvað allt annað og aðra liti eins og hvítagull, rósagull og jafnvel silfur. Fólk getur komið með sínar eigin hugmyndir að hringum sem við smíðum svo eftir,“ segir Sigurður sem hefur ásamt öðrum gullsmiðum Gulls og silfurs að öllum líkindum smíðað fleiri trúlofunar- og giftingarhringa en nokkur annar hér á landi. „Ætli við berum ekki ábyrgð á nokkur þúsund hjónaböndum gegnum tíðina, við erum búin að vera svo lengi í bransanum.“ Snýst um virðingu fyrir faginu Sigurður leggur ríka áherslu á að Gull og silfur sé fyrst og fremst íslenskt handverk og íslensk fram- leiðsla. „Mikið af því sem kallað er íslensk hönnun og boðin víða til sölu er framleidd erlendis, svipað og með prjónavörurnar, sem eru mikið í umræðunni. Það er alltaf verið að reyna að finna ódýrt vinnuafl en við tökum ekki þátt í því. Svo snýst þetta líka um að bera virðingu fyrir okkur og faginu. 95% af öllum þeim vörum sem til sölu er í versluninni er handsmíðuð vara á okkar eigin gullsmíðaverkstæði og mjög oft bara eitt eintak af hverju. Sumum finnst það kannski tímaskekkja en svoleiðis viljum við hafa það.“ Á vefsíðu Gulls og silfurs, gullogsilfur.is, er mikið úrval af fallegum trúlofunar- og giftingar- hringjum. Vikuna 1. apríl til og með 9. apríl verður 15% afsláttur af trúlofunarhringum og 25% af allri annarri vöru í tilefni af 45 ára afmæli fyrirtækisins. „Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. Það eru margir sem eru meira og minna í inn- flutningi.“ Handsmíðaðir hringar í 45 ár Íslensk skartgripasmíði af betri gerðinni hjá Gull og silfur við Laugaveg Klassískir gulagullshringar eru aðalsmerki Gulls og silfurs. Sigurður hefur staðið vaktina ásamt fjölskyldu sinni í 45 ár í Gulli og silfri. Mynd | Rut Fallegar gjafir fyrir lifandi heimili Við hjá Húsgagnahöllinni bjóðum upp á mikið úrval gjafavöru fyrir stóru stundirnar í lífinu. Okkar vinsælu brúðagjafalistar auðvelda vinum og fjölskyldu að finna gjöfina sem ykkur langar sem mest í. Hvort sem um er að ræða vinsælu matarstellin eða stærri gjafir sem ykkur langar að safna. Skráið ykkur á gjafalista á husgagnahollin.is Öll brúðhjón sem skrá sig fá veglega gjöf. Það er okkur ánægja að auðvelda ykkur valið. Reykjavík Bíldshöfða 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 |13fréttatíminn | pÁSkAHeLGin 24. MArS–28. MArS 2016 Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.