Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 66
samkvæmi og að ég verði komin með rauðvínsbletti í kjólinn minn áður en fyrstu gestirnir fara. Þetta á að vera gaman, rífandi gott tjútt sem endar á bestu timburmönn- um í heimi – þú veist, gjafirnar og allt það. Hvernig er staðan; kalt mat? Á þessum tímapunkti mætti alveg ganga betur. Satt best að segja. Við eyddum heilli viku í það að hanna boðskortin okkar í febrúar sem ég ætlaði svo að láta prenta núna í mars þegar ég var búin taka lokasprettinn á gestalistanum. Ekki það að ég sé ekki að bæta við hann og henda út á hverjum ein- asta degi. Ferlega erfitt mál þessir gestalistar. En vikuvinna, vænn slatti af rifrildum og almennu volæði við fór svolítið fyrir bí þegar senda átti boðskortin í prentun og ég fann hvergi kortin inni á vefsíðunni sem við höfðum notast við. Enda hafði mannvitsbrekkan, ég, aldrei vistað bannsett kortin. Og þau með öllu horfin. Ég er meira að segja búin að hringja háskælandi eitthvert til útlanda og ekkert hægt að gera. Nema búa til ný boðskort. Eða bjóða fólki símleiðis og eyða meiri pening í áfengar veigar. Áður en við ákváðum að græja boðskortin á þennan hátt fór ég einmitt og eyddi formúu í fínan pappír, límmiða og fokdýra penna af því ég ætlaði að vera frumleg og ægilega persónuleg og handskrifa boðskortin. Ég skrifaði tvö stykki. Gafst upp og tróð öllu draslinu ofan í skúffu. Þetta var svona fyrsta alvöru bakslagið hvað fjár- hagsáætlunina varðar... Guðrún Veiga hatar Excel en elskar skipulag. Hún ætlar að ganga í heilagt hjónaband í sumar en undirbúningurinn hefur litast af misgáfulegu kroti í tugi minnisbóka, nokkrum tárum yfir glötuðu boðskorti og fjárhagsáætlun sem mögulega er löngu sprungin. Við fengum að gægjast bak við tjöldin í skipulagðasta en jafnframt kaotískasta brúðkaupsundirbúningi sem sögur fara af. Hvernig undirbýr skipulagsfíkill með kvíðaröskun brúðkaup? Sjá lengri útgáfu af dagbók skipulagsfíkils á frettatíminn.is Hvenær ætli brúðkaupsundirbún- ingurinn hafi byrjað – þegar litið er um öxl? Tja, svona um það bil sex mínútum eftir að kærastinn féll í stafi yfir rómantísku bónorði mínu. Sem átti sér stað þegar hann var að skipta um rúmföt. Og ég áttaði mig skyndilega á að kona lætur ekki mann sem skiptir um rúmföt ganga sér úr greipum. Nú, um leið og vilyrði fyrir brúð- kaupi var fengið fleygði ég mér í fangið á honum, umvafin tandur- hreinum rúmfötum auðvitað og reif upp tölvuna með látum. Til þess að sýna honum sko allar hug- myndirnar sem ég er búin að vista á Pinterest. Síðustu fimm árin eða, þú veist... sjö. Það var þó nokkrum klukkutímum eytt í bólinu þann daginn. Þar sem ég sýndi honum mínar hugmyndir. Og skaut niður hans inn á milli. Kannski ég grilli bara pylsur... Það er margt sem þarf að huga að, talsvert meira en mig óraði fyrir – mögulega gæti ég verið að flækja ferlið með því að væflast um með fulla tösku af minnisbókum og handskrifa hvert einasta atriði í stað þess að setja hlutina upp í stílhreint og einfalt Excel-skjal. Ég hata Excel. Minnisbækur eru raunar ákveðinn útgjaldaliður á fjárhagsáætlun þessa ágæta brúð- kaups. Svo er ég meðlimur í hópi á Facebook sem heitir Brúðkaups- hugmyndir og þegar ég voga mér þangað inn fæ ég reglulega snert af taugaáfalli. Ég er að fara að gifta mig í ágúst en fólk sem ætlar að gifta sig í september 2019 virðist vera komið lengra en ég í ferlinu. Ég íhuga ítrekað að fleygja öllum mínum bókum í ruslið, hóa í sýslumann og grilla svo pylsur í kjölfarið. Svo er það fjárhagsáætlunin ...fjárhagsáætlun sem er auð vitað fyrir löngu farin úr skorðum, svona af því við verðandi hjónin höfum mjög ólíkar hugmyndir um hvað telst spreð og hvað telst nauð- syn. Það urðu nánast sambúðarslit um daginn þegar brúðguminn reif fram ævaforna spariskó, sem mig grunar að hann hafi fermst í, og þóttist ætla að leiða mig inn í lífið með þá á löppunum. Að hans mati (sem er augljóslega mjög brenglað) þá er auðvitað bölvað bruðl að fjár- festa í sérstökum skóbúnaði fyrir eitthvert brúðkaup. Ég fór mjög blíðlega yfir þessi mál með honum og kom honum í skilning um að hann gengi ekki í hjónaband á skóm sem hann hefur dansað í á Austur. Á meðan bað ég auðvitað auðmjúklega og í hljóði til Guðs að hann kæmist aldrei að því hvað brúðarskórnir sem ég hef augastað á kosta. Verður rífandi gott tjútt Ég hef grenjað yfir ófáum brúð- kaupskvikmyndum í gegnum tíðina og haft hinar ýmsu hug- myndir um hvernig mitt brúðkaup á að vera síðan ég var krakki. En með aldrinum hafa áhyggjurnar af ásýnd tertunnar farið minnk- andi og áhyggjur af áfengismagni vaxandi. Mér er mikið í mun að þetta verði húrrandi skemmtilegt Hvenær ætli brúð- kaupsundirbúningurinn hafi byrjað ... svona um það bil sex mínútum eftir að kærastinn féll í stafi yfir rómantísku bónorði mínu. Sem átti sér stað þegar hann var að skipta um rúmföt. Og ég áttaði mig skyndilega á að kona lætur ekki mann sem skiptir um rúmföt ganga sér úr greipum. Guðrún Veiga segir að sig hafi ekki órað fyrir því hversu mörgu þarf að huga að við skipulagningu eigins brúðkaups. Myndir | Hari Ein af ótalmörgum skipulagsbókum Guðrúnar Veigu. 14 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016 Brúðkaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.