Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 65
TMM 2007 · 4 65
H a l l d ó r L a x n e s s í í s l e n s k u m s k á l d s k a p
(4) Halldór túlkar söguna sem „öreigasögu“ (okt. 1927)
(5) Halldór endurtúlkar söguna sem kafla úr sinni eigin ævisögu
(1928/1954)
(6) Hallberg túlkar túlkun Halldórs á sögunni sem kafla úr sjálfs-
ævisögu (1956)
(7) Ólafur Haukur túlkar túlkanir Hallbergs og Halldórs (1980/
2005)
(8) Kjartan túlkar túlkun Ólafs Hauks á túlkunum Hallbergs og
Halldórs (2005)
Hér eru enn ónefnd þau áhrif sem yfirlestur Halldórs og ritstjóra hans
kunna að hafa haft á smásöguna í síðari útgáfum og þau áhrif sem leik-
stjórar Halldórs í Hollywood, þær Ágústa Skúladóttir og Aino Freyja
Järveläm, hljóta að hafa haft á mótun og flutning leiktextans á svið-
inu.27
Seinna dæmið úr leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar sem mig langar
að ræða um snertir kvikmyndahandrit um stúlkuna Sölku Völku sem
Halldór skrifaði eftir að hann kom til Los Angeles. Á tímabili tók
Metro-Goldwyn-Mayer kvikmyndafélagið líklega í að framleiða kvik-
mynd eftir handritinu en af því varð þó ekki. Mér fannst senurnar þar
sem handritið kom við sögu vera hápunktur leikritsins þegar ég sá það
haustið 2005. Halldór var þar að reyna að selja bandarískum kvik-
myndamógúl handritið; hann lýsti efni verksins og í framhaldi af því
brugðu Magnús, vinur skáldsins, og íslensk kærasta, sem Halldór eign-
ast vestanhafs, sér í hlutverk persónanna Sölku og Arnaldar á eins konar
innsviði sem var lýst þannig upp að það var eins og maður væri að horfa
á þau leika í þögulli, svart-hvítri kvikmynd. Þarna voru leikarar Þjóð-
leikhússins að leika Íslendinga í Hollywood að leika alþjóðlegar kvik-
myndastjörnur að leika alþýðufólk í litlu sjávarþorpi á Íslandi.
Allt fram á síðustu ár hefur þekking flestra á kvikmyndahandritinu
sem hér um ræðir byggst á umfjöllun Peters Hallberg um það í fyrra
bindinu af Húsi skáldsins sem út kom í íslenskri þýðingu Helga J. Hall-
dórssonar árið 1970 en hafði upphaflega komið út á sænsku á sjötta
áratugnum. Hallberg hafði eintak af kvikmyndahandritinu undir hönd-
um og birti nokkrar beinar tilvitnanir í það á ensku en endursagði það
að öðru leyti. Þegar gögnum Hallbergs var komið á Landsbókasafnið
var kvikmyndahandritið ekki þar á meðal og var því ekki aðgengilegt
fræðimönnum. Það var þó ekki að fullu glatað, því að eintak af því
leyndist í gögnum Stefáns Einarssonar sem Einar Laxness, sonur Hall-
dórs, hafði fengið. Halldór Guðmundsson fékk aðgang að handritinu hjá