Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 91
TMM 2008 · 1 91
G ö m u l g á t a
Gátur Leonardos frá Pisa
Í gagnmerkri bók, Liber Abaci (1202) eftir Leonardo frá Pisa, má finna
hliðstætt dæmi við gátuna í Gunnarskveri. Bókin Liber Abaci er tíma-
mótarit, en hún hafði geysimikil áhrif á útbreiðslu indóarabískra reikni-
aðferða á Vesturlöndum. Í bók Leonardos er þessi saga:
Maður kaupir 30 fugla, sem eru akurhænur, dúfur og spörvar, fyrir 30
denara. Akurhænu kaupir hann fyrir 3 denara, dúfu fyrir 2 denara og 2
spörva fyrir 1 denar, nefnilega einn spör fyrir 1/2 denar. Leitað er eftir
hve margir fuglar eru keyptir af hverri tegund (Siegler, 2002: 256).
Síðan er lýst aðferðinni við að leysa gátuna. Deilt er í 30 denarana með
fuglunum 30 og kvótinn er 1 denar á fugl. Höfundur reynir síðan að
stilla saman jafnmörgum fuglum og denörum og telur:
4 spörvar og 1 akurhæna eru 5 fuglar fyrir 5 denara,
2 spörvar og 1 dúfa eru 3 fuglar fyrir 3 denara.
Leonardo margfaldar þessi tvö sett hvort með sinni tölu þannig að
summan verði 30. Á nútímamáli stærðfræðinnar þarf að finna tvær
heilar, jákvæðar tölur, a og b, þannig að
a·5 + b·3 = 30
Glöggir lesendur reka fljótt augun í að 3·5 + 5·3 = 30
Þreföld fyrri blandan er 12 spörvar og 3 akurhænur, alls 15 fuglar.
Fimmföld seinni blandan er 10 spörvar og 5 dúfur, einnig 15 fuglar.
Svarið er því 22 spörvar, 3 akurhænur og 5 dúfur, alls 30 fuglar fyrir
30 denara.
Leonardo rekur fleiri dæmi því að þrautir af þessu tagi eru ekki allar
jafnauðleystar og þessi. Næst segir frá akurhænu sem kostar 2 denara,
dúfu, sem fæst fyrir 1/2 denar og spör fyrir 1/4 denar. Fá á 12 fugla fyrir
12 denara. Strax má sjá að:
1 akurhæna og 2 dúfur eru 3 fuglar fyrir 3 denara og
3 akurhænur og 4 spörvar eru samtals 7 fuglar fyrir 7 denara.
Finna þarf því a og b eins og áður þannig að
a·3 + b·7 = 12
Nú bregður svo við að engin lausn er í sjónmáli. Þá grípur Leonardo
til þess ráðs að tvöfalda fuglafjöldann og denarana:
a·3 + b·7 = 24
Athugun leiðir fljótt í ljós að 1·3 + 3·7 = 24
Einföld fyrri blandan er 1 akurhæna og 2 dúfur.
Þreföld seinni blandan er 9 akurhænur og 12 spörvar.
Alls má því fá 10 akurhænur, 2 dúfur og 12 spörva fyrir 24 denara.
Lausnin er þá 5 akurhænur, 1 dúfa og 6 spörvar fyrir 12 denara.