Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 119
TMM 2008 · 1 119
B ó k m e n n t i r
Erna Erlingsdóttir
(S)kynleg mál
Sigrún Davíðsdóttir: Feimnismál. Mál og menning, Reykjavík, 2006.
Jón, íslenskur ljósmyndari í New York, fær það verkefni að mynda Eddu sem
er ekkja þekkts ljósmyndara. Svo vill til að þrettán ára gamall hafði Jón heillast
af myndum sem sá hafði tekið af Eddu og forvitni hans um konuna á mynd-
unum minnkar síst við kynni þeirra. Samband þeirra verður sífellt nánara en
þar kemur að Edda dregur sig í hlé …
Þessi stutta lýsing á söguþræði Feimnismála eftir Sigrúnu Davíðsdóttur
gefur takmarkaða mynd af bókinni því töluvert er lagt undir í frásögninni sem
snýst um margt fleira en plott og persónur. Sögusviðið berst víða um heim og
umhverfislýsingar hafa mikið vægi, mismunandi tegundir skynjunar eru
kannaðar vandlega svo að skilningarvitin verða eiginlega eitt af umfjöllunar-
efnunum, og frásögnin er margsamsett þó eitt sjónarhorn sé að vísu lang-
sterkast.
Fyrsti hlutinn af fjórum er rúmlega helmingur bókarinnar og þar skiptast á
kaflar sem sagðir eru út frá sjónarhóli Jóns og kaflar sem hverfast um Eddu.
Kaflarnir um Jón kallast „myndir“ en kaflarnir um Eddu „ævintýri“ en þessi
orð eiga að lýsa því hvernig hvort um sig skynjar heiminn. „Myndir“ Jóns ger-
ast í nútímanum og greina frá fyrstu kynnum þeirra Eddu í New York og
nágrenni, en í „ævintýrum“ Eddu er litið til fortíðar og sagt frá bernskuárum
hennar á Íslandi, námsárum í París og fyrstu sambúðarárum hennar og ljós-
myndarans Nettunos þar, en þaðan fluttu þau til New York þar sem þau bjuggu
saman fram að andláti Nettunos. Þar endar Eddu partur af þessum hluta,
nokkrum árum áður en leiðir þeirra Jóns liggja saman, en í síðari hlutum er
haldið áfram frásögninni af samskiptum þeirra tveggja.
Edda er örsjaldan nefnd með nafni í fyrsta hlutanum. Í köflunum sem
sagðir eru út frá sjónarhóli hennar sjálfrar er hún „stelpan“ framan af og síðan
„hún“, en í hinum köflunum, þeim sem hafa Jón að vitundarmiðju, er hún oft-
ast „ekkjan“. Hún er semsagt skilgreind út frá öðrum og því hlutverki sem hún
gegnir í augum annarra. Í nútímasögunni er ýtt undir þetta með því að láta
lesendur horfa á Eddu með augum Jóns.
Annar hluti gerist í Napólí en Jón ákvað að taka að sér verkefni þar þegar
hann frétti að Edda yrði í borginni á sama tíma. Edda er þaulkunnug borginni
og opnar Jóni leiðir til að njóta hennar með öllum skilningarvitum, ekki bara
sjóninni sem hann hefur verið svo bundinn fram að þessu. Staðir í Napólí eru
yfirskriftir kaflanna í þessum hluta og umhverfislýsingin heppnast býsna vel;
Napólí er dýnamískari en flestar borgir og það skilar sér ágætlega í frásögn-
inni. Sjónarhornið í þessum hluta er bundið Jóni, líkt og í hans parti af fyrsta