Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 123
TMM 2008 · 1 123
B ó k m e n n t i r
auðvelt að henda reiður á. Stafasúpa er ekki rétt lýsing, táknasúpa nær lagi, og
megininnihaldið er hér japanski rithöfundurinn Haruki Murakami þar sem
margar af hans þekktari skáldsögum eru notaðar hreint og beint sem bygging-
arefni, á meðvitaðan og jafnvel skipulagðan hátt, en að því verður komið
síðar.
Fljótandi heimur er ekki auðveld skáldsaga í endursögn, en hér er mín besta
viðleitni: Tómas Ólafur Rúnarsson er ungur stúdent af landsbyggðinni sem er
nýfluttur til Reykjavíkur, hann hefur komið sér vel fyrir í risherbergi á Lauga-
veginum og sækir tíma í bókmenntafræði. Inn í líf hans dettur Saiko Ishida,
ráðvillt ung stúlka, og með þeim takast ástir. Smám saman kemur í ljós að
Saiko er þjökuð af byrðum fortíðar sem brjótast út í átröskun, og dag einn
skilur hún eftir snubbóttan miða á eldhúsborðinu og lætur sig hverfa. Tómas
grefst fyrir um örlög hennar og finnur út að hún er farin vestur á unglinga-
heimilið Vinahreiður þar sem hún dvaldi sem unglingur og varð fyrir alvar-
legum og síendurteknum nauðgunum og ofbeldi. Fléttan þéttist og þrengist
eftir því sem líður á bókina, leitað er að nauðgara Saiko, og hann finnst að end-
ingu eftir flækjur sem myndu sóma sér vel í hvaða reyfara sem er.
En málið er ekki svona einfalt því sögunni fer fram á tveimur sviðum sam-
tímis. Til hliðar við ofangreinda ástar- og harmsögu Tómasar og Saiko er les-
anda fylgt (með Tómasi) inn í einhverskonar stórmarkað með undirmeðvit-
undir – fyrsti kafli bókarinnar er númer fjórtán og hann heitir NÝALD-
ARSPEKI, CATE BLANCHETT, FIMMTÁN MÍNÚTUR:
Lyftan seig hægt niður á við, að minnsta kosti fannst mér að svo væri. Ég hafði
sjálfur verið á niðurleið lengur en ég mundi en þetta virtist nógu raunverulegt:
Örin sem vísaði að gólfinu logaði á meðan sú sem vísaði upp féll óupplýst saman
við vegginn. Ég hugleiddi hvort húsið væri drifið áfram með rafmagni eða, eins og
algengt var um tæki í suðlægari löndum, af áfengi, og þá hvaða áfengistegund hefði
orðið fyrir valinu. Jack Daniel’s, hvíslaði rödd úr hátalarakerfi lyftunnar. Að lokum
stöðvaðist hún og ég steig út á langan, upplýstan gang, ekki ólíkan undirmeðvitund
Dostojevskís. (7)
Á þennan fremur súrrealíska hátt hefst bókin á kafla fjórtán, Tómas stígur
útúr lyftunni og hittir fyrir Stelpuna á Skiptiborðinu sem vill svo til að les
hugsanir hans og hefur sterkar skoðanir á undirmeðvitund Guðs:
„Ekki fyrir þig,“ sagði stelpan og horfði meðaumkunarlega á mig. „Satt að segja mæli
ég ekki með því við nokkurn. Sjáðu bara L. Ron Hubbard . . . Við lærum af reynsl-
unni. Það hefur verið lokað fyrir undirmeðvitund Guðs lengur en ég man eftir. Hún
er mjög heilög.“ (9)
Tómasi standa til boða ótal undirmeðvitundir (þó ekki Jesúsar, hann er ekki á
listanum). Eftir nokkra umhugsun velur Tómas sér undirmeðvitund Mura-
kamis „vegna þess að ekkert annað kom til greina“ (10) og þegar hann er skann-