Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2016, Side 4

Læknablaðið - 01.12.2016, Side 4
532 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð I G R E I N A R 12. tölublað, 102. árgangur, 2016 535 Engilbert Sigurðsson Kaflaskil Formenn LÍ og LR hafa valið nýjan ritstjóra og ábyrgðar- mann og var tillaga þeirra um Magnús Gottfreðsson sam- þykkt á fundi stjórnar LÍ hinn 7. nóvember síðastliðinn. 538 Hörður Már Kolbeinsson, Hildur Harðardóttir, Guðjón Birgisson, Páll Helgi Möller Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á Landspítala 1990-2010 Áhrif hormóna á meðgöngu valda því að gallsteinar eru algengari meðal þung- aðra kvenna en annarra kvenna. Prógesterón dregur úr hreyfingum gallblöðru og estrógen eykur kólesterólmagn í galli. Saman auka þau líkurnar á myndun gallsteina. Talið er að allt að 12% þungaðra kvenna hafi gallsteina hverju sinni og að um 0,8% þeirra geti þurft að leggjast inn á spítala vegna gallsteinasjúkdóms. 545 Helga Björk Brynjarsdóttir , Inga Hlíf Melvinsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Arnar Geirsson Árangur aðgerða við ósæðargúlp í rishluta ósæðar á Íslandi 2000-2014 Ósæðargúlpur í brjóstholshluta ósæðar (thoracic aortic aneurysm) er tiltölulega sjald- gæfur sjúkdómur þar sem þvermál ósæðar er aukið um að minnsta kosti 50% miðað við eðlilega vídd ósæðar. Nýgengi samkvæmt erlendum rannsóknum er talið vera á bilinu 6-10 tilfelli/100.000/ári. Sú staðreynd að flestir sjúklingar eru einkennalausir gerir nákvæmt mat á nýgengi erfiðara. 551 Árni Örnólfsson, Einar Hjaltested, Ólöf Birna Margrétardóttir, Hannes Petersen Svimi á bráðamóttöku – vantar á okkur klíníska nefið? Alls var 171 tilfelli skráð með svima sem aðalkvörtun á fjögurra mánaða tímabili. Þetta er um það bil 4% af öllum komum á slysa- og bráðadeild á tímabilinu. Í tveimur tilfellum var ástæða komu ranglega skráð og í 6 tilfellum fundust engar læknanótur í Sögukerfi vegna komunnar og eru þessi 8 tilfelli ekki tekin með í útreikningum. Niður- stöður byggjast því á 163 komum á slysa- og bráðadeild. Konur voru í meirihluta, 102 tilfelli (63%). Meðalaldur kvenna var 54 (± 20) ár og með- alaldur karla var 50 (± 21) ár. 537 Magnús Karl Magnússon Læknaskóli í 140 ár 16. desember næstkomandi verður þessara tímamóta minnst með málþingi og móttöku í Háskóla Íslands og eru læknar, starfsmenn deildarinnar og aðrir vel- unnarar hvattir til að mæta. L E I Ð A R A R Læknadagar í Hörpu 16. janúar til 20. janúar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.