Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2016, Page 25

Læknablaðið - 01.12.2016, Page 25
LÆKNAblaðið 2016/102 553 var steinaflakk algengasta greiningin (31 tilfelli, 21%). Þegar þessi hópur var skoðaður sérstaklega sást að blóðprufur voru teknar í 65% tilfella, TS af heila í 55% tilfella og SÓ af heila í 10% tilfella. Í 6 tilfellum (6/31; 19%) var sjúkdómsgreiningin steinaflakk sett eftir einungis klíníska skoðun án nokkurra rannsókna. Níu sjúklingar greindust með bólgu í jafnvægistauginni (vestibularis neuronitis), fjórir með Ménière‘s-sjúkdóm og tveir með skerta virkni í jafnvæg- iskerfinu af óþekktri orsök. Af þeim 18 tilfellum sem fengu greiningu frá miðtaugakerfinu greindist alvarlegur miðtaugakerfissjúkdómur í 7 tilfellum (4%). Fjórir greindust með slag í litla heila (3%), einn með æxli (<1%) og tveir með MS-sjúkdóm (1%). Aðrar miðtaugakerfisgreiningar voru grunur um skammtímablóðþurrð í heila (TIA) og þau tilfelli þar sem svimi var talinn vera vegna höfuðverkjar. Tímalengd einkenna var allt frá <1 klukkustund og upp í >6 mánuði. Þorri sjúklinganna hafði þó haft einkenni skemur en 7 daga (70%). Sjúklingar sem höfðu haft einkenni >7 daga útskrifuðust oftar án greiningar, 44%, miðað við 26% hjá sjúklingum með einkenni ≤7 daga (p=0,03). Fjöldi rannsóknarþátta Skífurit sem sýnir hlutfallslega notkun rannsóknarþáttanna við svimauppvinnslu sést á mynd 1. Þegar borinn var saman hlutfalls- legur fjöldi tilfella þar sem sjúklingar voru útskrifaðir án grein- ingar með tilliti til hversu margir rannsóknarþættir voru notaðir við uppvinnsluna sást enginn marktækur munur milli hópa (p>0,1 í öllum tilfellum). Sjá töflu VI. Umræða Af niðurstöðum okkar er ljóst að uppvinnsla sjúklinga með svima er stór þáttur í starfsemi slysa- og bráðadeildar og að öllu jöfnu gengst þessi sjúklingahópur undir fjölda rannsókna. Hlutfall svimasjúklinga af öllum komum á slysa- og bráðadeild Landspít- ala er svipað og sést hefur í rannsóknum frá öðrum löndum.2,3 Hlutfall greininga milli sjúkdómsflokka og hlutfall sjúklinga sem útskrifast án greiningar sem og hlutfall tilfella með alvarlegan miðtaugakerfissjúkdóm sem orsök fyrir svima er einnig álíka og hefur sést í rannsóknum annars staðar.1,3,5 Í rannsókninni er greiningin í flestum tilfellum góðkynja. Þrátt fyrir þetta var gerð bráða-TS af heila í 40% tilfella. Í tveim- ur bandarískum rannsóknum á uppvinnslu svimasjúklinga á bráðamóttöku var upplýsingum safnað frá svipuðu tímabili og í okkar rannsókn. Þar náði hlutfall bráða-TS af heila hjá þessum sjúklingahópi ekki 30% (28%1 og 27%2). Þrátt fyrir töluvert lægra hlutfall tölvusneiðmyndarannsókna af heila en í okkar rannsókn þótti höfundum bandarísku rannsóknarinnar2 TS af heila held- ur ofnotað við svimauppvinnslu. Fjöldi vísindarannsókna hefur sýnt fram á að TS af heila hefur lélegt greiningargildi við upp- vinnslu á bráðasvima, umfram allt hjá sjúklingum með svima án annarra taugaeinkenna2,4-6 og hlutfall falskt neikvæðra TS er hátt, sérstaklega með tilliti til slags í aftari hnakkagróf (posterior fossa).5,7 Einungis um eða undir 1% af sjúklingum með svima án annarra taugaeinkenna greinast með slag eða aðra alvarlega miðtauga- kerfissjúkdóma.1,4,6,8 Í okkar rannsókn var ítarlegum upplýsingum um einkenni ekki safnað, svo sem um staðbundin taugaeinkenni, og því erfitt að meta réttmæti TS í hverju tilfelli fyrir sig. Stað- hæfa má þó að steinaflakk sé í flestum tilfellum hægt að greina á tiltölulega einfaldan hátt með klínískri skoðun. Engu að síður var bráða TS-gerð á þessum sjúklingahópi í 55% tilfella. Þetta er umhugsunarvert með tilliti til óþarfrar geislunar sem þessir sjúk- lingar eru útsettir fyrir og miklum ónauðsynlegum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Ástæðan fyrir þessari miklu notkun á TS er án efa hræðsla lækna við að missa af alvarlegum miðtaugakerfis- kvillum. Læknar gefa stundum upp sem ástæðu að TS hafi verið gerð til að útiloka blæðingu í litla heila, en sú orsök svima er gíf- urlega sjaldgæf og því hvorki hagkvæmt kostnaðarlega né í raun forsvaranlegt að nota TS í þessum tilgangi.4,7 Hættan er hins vegar að tölvusneiðmyndarrannsókn af heila sem túlkuð er eðlileg gefi falskt öryggi og leiði til þess að sjúklingum sé ekki fylgt nægi- lega vel eftir klínískt. Viss hætta er á, þó sjaldgæft sé, að til dæmis slag í litla heila geti valdið alvarlegum afleiðingum, jafnvel dauða, vegna bólgu og aukins þrýstings í miðtaugakerfi. Jafnvel SÓ af Tafla V. Greining eftir sjúkdómaflokkum. Greining Fjöldi tilfella % Óþekkt orsök / engin greining 52 32 Inneyra 46 28 Hjarta (yfirlið/réttstöðulágþrýstingur) 22 14 Miðtaugakerfi 18 11 Geðræn vandamál 10 6 Sýkingar (aðrar en í eyranu) 7 4 Stoðkerfi 5 3 Annað 3 2 Tafla VI. Fjöldi rannsóknarþátta. Fjöldi Greining Engin greining (%) 0 16 5 (31) 1-2 74 26 (35) 3 73 18 (25) R A N N S Ó K N Hlutfall þeirra tilfella þar sem einn, tveir eða þrír rannsóknarþættir voru notaðir við uppvinnslu sjúklinga með svima. Á myndinni sést að í nær þriðjungi tilfella gengust sjúklingar undir rannsóknir úr öllum þremur rannsóknarflokkunum. Mynd 1. Fjöldi rannsóknarþátta við svimauppvinnslu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.