Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 119 Inngangur Mjaðmarbrot eru algengir áverkar meðal aldraðra og hafa oft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn og valda umtalsverðum kostnaði fyrir samfélagið.1 Al- gengi slíkra brota eykst með aldri sem skýrist af ald- urstengdri minnkun á beinþéttni og aukinni dettni.1,2 Meðalaldur þeirra sem mjaðmarbrotna er á bilinu 80- 84 ár, meðalaldur kvenna um 83 ár, karla 81 ár3-6 og algengasta orsökin er lágorkufall.2 Konur eru í meiri- hluta þeirra sem mjaðmarbrotna, eða um 70%.5-7 Bein- þynning er töluvert algengari hjá konum en körlum8 sem gæti skýrt að miklum hluta hvers vegna konur mjaðmarbrotna frekar en karlar. Nýgengi mjaðmarbrota er þó misjafnt eftir heims- hlutum og er það almennt hærra því lengra sem farið er frá miðbaug. Nýgengi mjaðmarbrota er hæst í Norður- Evrópu, nánar tiltekið á Norðurlöndunum. Þessi munur milli þjóða er álitinn tengjast hárri tíðni beinþynningar og hugsanlega algengi D-vítamínskorts á norðlægum slóðum.9 Allir sjúklingar sem mjaðmarbrotna fara í aðgerð nema þeir séu það langt leiddir að andlát sé yfirvof- andi við komu á sjúkrahús.10 Hjá eldra fólki eru lær- leggshálsbrot oftast meðhöndluð með innri festingu ef þau eru ótilfærð en í tilfærðum brotum er annaðhvort notuð innri festing eða settur gerviliður.11 Stöðug lær- hnútubrot eru oftast meðhöndluð með renninagla og plötu en óstöðug með mergnagla.12 Inngangur: Mjaðmarbrot eru algeng meðal aldraðra, oft með alvarlegum afleiðingum og hárri dánartíðni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna meðferð og afdrif sjúklinga sem hlutu mjaðmarbrot og voru með- höndlaðir á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum ≥60 ára sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala árið 2011 vegna mjaðmar- brots. Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 255 sjúklingum (meðal- aldur 82 ± 8 ár, konur 65%). Bið eftir aðgerð frá komu á spítalann var að meðaltali 22 ± 14 klukkustundir. Meðallegutími sjúklinga á spítalanum sem voru á hjúkrunarheimili fyrir brot var 4 ± 2 dagar en meðallegutími þeirra sem bjuggu á eigin heimili 14 ± 10 dagar (p<0,001). Fyrir mjaðmar- brotið bjuggu 68% sjúklinganna á eigin heimili en 54% við lok eftirfylgdar (p<0,001). Dánarhlutfall ári eftir brot var 27% sem er áttfalt hærra en meðaltal einstaklinga yfir 60 ára á Íslandi. Aðhvarfsgreining sýndi að aldur, tími frá áverka að komu á bráðamóttöku, ASA-flokkun og mjaðmar- brot hjá vistmanni á hjúkrunarheimili tengdust marktækt áhættu á andláti einu ári eftir aðgerð. Ályktun: Samsetning hópsins sem mjaðmarbrotnar hér á landi er áþekk því sem gerist erlendis. Meðalbiðtími eftir aðgerð var tæpur sólarhringur, sem er innan marka erlendra gæðastaðla, en þriðjungur sjúklinga beið lengur. Umönnunarúrræði utan sjúkrahúss virtust helst ráða hversu löng sjúkrahúsdvölin varð. Marktækt færri gátu búið á eigin heimili eftir brot en fyrir. Dánarhlutfall mjaðmarbrotinna var margfalt hærra en í sama aldurs- þýði á Íslandi og í efri mörkum miðað við erlendar rannsóknir. Mjaðmar- brot hafa því alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn og eru krefjandi fyrir samfélagið. ÁGRIP Umdeilt er hvort bið eftir aðgerð auki dánartíðni en í nýlegri safngreiningu (metaanlysis) var sýnt fram á tengsl snemmbúinnar aðgerðar og lægri dánartíðni. Einnig var minni hætta á lungnabólgu og legusárum. Það er þó misjafnt eftir rannsóknum hvort snemmbúin aðgerð sé flokkuð innan 24, 48 eða 72 klukkustunda frá innlögn.13 Kanadísk rannsókn sýndi að styttri bið eftir aðgerð lækkaði dánartíð ni bæði við 30 daga og eitt ár eftir aðgerð. Útkoman varð verri eftir því sem biðin var lengri.14 Í rannsóknum þar sem biðtími hefur ekki haft marktæk áhrif á dánartíðni hefur styttri bið að jafnaði tengst styttri legutíma.15-17 Í nýlegum leiðbeiningum frá Bretlandi er mælt með að sjúklingar fari í aðgerð innan eins til tveggja sólarhringa frá innlögn.10 Sjúklingar sem gangast undir aðgerð vegna mjaðm- arbrots fá annaðhvort mænudeyfingu eða eru svæfðir. Í nýlegum rannsóknum hefur ekki fundist munur á dánartíðni milli mænudeyfingar og svæfingar18,19 en aðgerðar- og legutími er styttri ef mænudeyfing er notuð.18 Einnig hefur verið sýnt fram á minni líkur á blóðsegamyndun í djúpum bláæðum og færri blóðgjafir við mænudeyfingu.19 Meðallegutími eftir mjaðmarbrot er misjafn eftir löndum en hann er á bilinu 9-12 dagar í Bretlandi og Danmörku5,20 en einungis 5-6 dagar í Bandaríkjunum.21 Skipulag heilbrigðiskerfis hefur að sjálfsögðu mikil Greinin barst 8. júlí 2015, samþykkt til birtingar 15. febrúar 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Meðferð og afdrif sjúklinga með mjaðmarbrot Kristófer A. Magnússon1 læknir, Bjarni Gunnarsson2,3 tölfræðingur, Gísli H. Sigurðsson1,4 læknir, Brynjólfur Mogensen4,5 læknir, Yngvi Ólafsson6, læknir Sigurbergur Kárason1,4 læknir 1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands, 3Íslenskri erfðagreiningu, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 6bæklunarskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnir: Sigurbergur Kárason skarason@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.03.69 R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.