Læknablaðið - 01.03.2016, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2016/102 133
R A N N S Ó K N
%) og var CK-miðgildi þeirra 41.330 IU/L. Hinir 24 voru með CK-
miðgildi 6.005 og fengu fyrirmæli um að drekka vel af vatni. Þeir
sem fengu vökva í æð höfðu marktækt meiri CK-hækkun en aðrir
(p<0,001). Staðsetningu rákvöðvarofs og vökvameðferð má sjá í
töflu I. CK-hækkun eftir staðsetningu rákvöðvarofs og vökvameð-
ferð má sjá í töflu II.
Alvarlegir fylgikvillar rákvöðvarofs voru sjaldgæfir en aðeins
einn fékk bráðan nýrnaskaða sem gekk til baka eftir ríkulega
vökvagjöf í æð. Hæsta mælda kreatínín-gildi hjá þessum einstak-
lingi var 442 micromól/L. Innlagnarhlutfall í þýðinu var 50% (27
af 54) en lega var stutt með miðgildi einn dag (spönn 1-13 dagar).
Einn einstaklingur kom tvisvar á bráðamóttöku eftir áreynslurák-
vöðvarof en tvö ár liðu milli atvikanna.
Ástæða áreynslurákvöðvarofsins voru lyftingar eða önnur
vaxtarrækt hjá 18, langhlaup hjá 9, herþjálfun (bootcamp) hjá 6,
spunaþrek (spinning) hjá fjórum og blandaðar þrekæfingar (crossfit)
hjá tveimur. Þrír ofreyndu sig við aðra líkamlega iðju og hjá 12 var
líkamleg iðja ótilgreind. Ekki reyndist unnt að afla áreiðanlegra
upplýsinga um hversu margir stunda hinar ýmsu tegundir íþrótta
eða líkamsrækt.
Oft hafði sjúklingur reynt mun meira á sig en hann var vanur
eða langt var síðan hann stundaði líkamsrækt síðast. Tími frá
áreynslu til komu á spítalann var oftast 1-5 dagar. Nákvæmar tölur
yfir þessa breytu voru ekki skráðar en upplýsingar lágu fyrir hjá
aðeins 22 einstaklingum.
Umræða
Nýgengi áreynslurákvöðvarofs hjá almenningi virðist ekki þekkt
en til eru rannsóknir sem sýna hversu stórt hlutfall rákvöðva -
r ofstilfella er orsakað af líkamlegri áreynslu. Í okkar rannsókn
var þetta hlutfall 8,3% en til samanburðar var það 0,6% og 35,6%
í tveimur bandarískum rannsóknum14,21 og 4,3% í spænskri rann-
sókn.22
Eina þýðið þar sem nýgengi hefur verið rannsakað til hlítar
eru hermenn. Tvær stórar rannsóknir á bandarískum hermönnum
sýndi árlega tíðni upp á 22,2/100.00014 og 7-8/10.00023 en í þeirri
síðari á tíðnin við rákvöðvarof af öllum orsökum. Í þessum
hópum er líkamleg áreynsla algengari en hjá almenningi. Að því
leyti eru þessar rannsóknir frábrugðnar okkar. Í okkar rannsókn
mætti flokka nýgengi áreynslurákvöðvarofs sem nýgengi hjá þeim
sem leituðu sér læknishjálpar á Landspítala vegna einkenna. Það
kemur því ekki á óvart að nýgengið í okkar rannsókn sé lægra
en hjá bandarísku hermönnunum. Nýgengi rákvöðvarofs af öllum
Tafla II. CK-hækkun eftir kyni, aldri, komuári, staðsetningu og vökvameðferð.
CK - Lægsta
gildi (IU/L)
CK - Neðri
fjórðungsmörk
(IU/L)
CK- Miðgildi
(IU/L)
CK - Efri
fjórðungsmörk
(IU/L)
CK - Hæsta gildi
(IU/L)
p-gildi
Heild (n=54) 1,056 5,107 24.130 49.180 224.700 -
Kyn 0,2619
Karlar (n=36) 1,056 4,570 15.120 40.470 224.700
Konur (n=18) 1,163 9,312 28.450 56.550 119.100
Aldursbil (ár) 0,0553
15 - 19 (n=10) 1,471 5,367 12.090 30.120 52.100
20 - 24 (n=8) 3,605 7,677 16.540 49.590 119.100
25 - 29 (n=16) 1,056 6,579 25.240 32.040 58.180
30 - 34 (n=6) 1,490 12,580 78.010 111.200 224.700
35 - 39 (n=6) 1,093 19,720 29.560 53.590 94.310
> 39 (n=8) 1,163 2,566 28.070 65.120 112.300
Komuár 0,1827
2008 (n=7) 2,641 5,552 6,820 32.680 110.400
2009 (n=8) 1,056 6,602 22.890 50.630 51.650
2010 (n=11) 1,552 15,090 32.240 81.260 119.100
2011 (n=10) 1,163 2,277 8,542 16.520 33.010
2012 (n=18) 1,093 8,908 28.450 50.480 224.700
Staðsetning á líkama 0,5125
Efri útlimir (n=27) 1,552 8,117 26.300 48.000 112.300
Neðri útlimir (n=21) 1,056 2,641 13.090 60.870 224.700
Önnur (n=6) 1,093 3,362 13.960 27.960 110.400
Vökvameðferð < 0,001
Í æð (n=30) 1,093 23,830 41.330 85.950 224.700
Um munn (n=24) 1,056 2,108 6,005 18.480 51.450
Best er að líta til miðgildis þegar hópar eru bornir saman en spönn og fjórðungsmörk gefa hugmynd um hvernig dreifing CK-hækkana er innan hópa.
p-gildi er fyrir samanburð á miðgildum allra hópa.