Læknablaðið - 01.03.2016, Síða 42
150 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Björn Einarsson
öldrunarlæknir
og heimspekingur
beinarss@landspitali.is
Nýlega birti Siðmennt, félag siðrænna
húmanista, niðurstöður skoðanakönnunar
sem fyrirtækið Maskína framkvæmdi.
Þar var spurt um afstöðu almennings til
líknardráps með spurningunni: „Ert þú
hlynntur eða andvígur því að einstak-
lingur geti fengið aðstoð við að binda endi
á líf sitt ef hann er haldinn banvænum
sjúkdómi (líknandi dauði)?“ Hlynntir voru
75%, andvígir voru 7%, en óákveðnir voru
18%. Enginn munur var á kynjum, trúar-
skoðunum eða stjórnmálaskoðunum, en
fleiri voru fylgjandi líknardrápi meðal
hinna yngri.1 Sú meirihlutaskoðun sem
fram kemur í skoðanakönnuninni er
þess valdandi að læknar verða að taka til
íhugunar afstöðu sína til líknardráps – að-
stoðar við sjálfsvíg og hugsanlegt hlutverk
þeirra í því.
Skilgreiningar
Með orðinu „euthanasia“ er átt við líknar-
dráp, en orðið hefur einnig verið notað um
líknarmeðferð og líknarmorð. Þörf er á
skilgreiningum þessara ólíku hugtaka svo
umræður verði hnitmiðaðri. Líknarmeð-
ferð er markviss læknisfræðileg meðferð
með það markmið að líkna, lina þjáningar
og auka lífsgæði sjúklingsins á meðan
hann er að deyja úr sjúkdómi sínum.
Líknarreglan segir að sé sjúkdómur sjúk-
lingsins ólæknandi, lífslengjandi læknis-
fræðileg meðferð gagnslaus, sjúklingurinn
eigi sér ekki batavon og dauðinn sé honum
sjálfum fyrir bestu, eigi að líkna honum.
Líknarmeðferð felur aldrei í sér ásetning
um að stytta líf sjúklings.2 Hún er í dag
veitt á öllum sjúkrahúsum og hjúkrunar-
heimilum landsins, sérhæfðri líknardeild
í Kópavogi og hefur líknarmeðferð verið
viðurkennd sem sérgrein innan læknis-
fræðinnar. Ákvörðun um líknarmeðferð
hef ég áður lýst.3 Líknardráp er hins vegar
sá verknaður að binda enda á líf sjúklings
af ásetningi, að beiðni sjúklingsins, þar
sem hann er deyjandi úr banvænum
sjúkdómi, í líknandi skyni vegna óbæri-
legra þjáninga. Ásetningurinn er það sem
greinir líknardráp frá líknarmeðferð.4
Líknardráp er framkvæmt með tvenns-
konar hætti. Þegar það er gert með beinum
hætti er sjúklingurinn deyddur með
banvænni lyfjagjöf í æð. Það er nefnt beint
líknardráp (active euthanasia) eða eingöngu
líknardráp (euthanasia). Þegar það er gert
með óbeinum hætti, að sjúklingnum er
réttur eiturbikar sem hann verður sjálfur
að tæma, er það nefnt aðstoð við sjálfsvíg
(assisted suicide).5 Skilgreiningarnar eru
notaðar á þennan hátt þó svo að báðar
aðferðirnar séu í eðli sínu alltaf sjálfsvíg,
þar sem þolandinn hefur lagt fram beiðni
um að fá aðstoð við að deyja. Líknarmorð
er einnig sá verknaður að binda enda á líf
af ásetningi í líknandi skyni, en gegn vilja
sjúklingsins eða án þess að kanna hann.
Líknarmorð er refsivert líkt og önnur
morð, þó svo að gerandinn beri fyrir sig
líknarástæður. Dæmi um líknarmorð hafa
komið upp öðru hvoru á heilbrigðisstofn-
unum erlendis.2
Þrjár mismunandi aðferðir við líknardráp
Í Hollandi er beint líknardráp leyfilegt,
þar sem læknir gefur banvæna lyfjagjöf í
æð, en aðstoð við sjálfsvíg er þar einnig
leyfileg.5 Í þeim ríkjum Bandaríkjanna
sem leyfa líknardráp er hins vegar ein-
göngu leyfileg aðstoð læknis við sjálfsvíg
(physician assisted suicide).6 Skilyrðin fyrir
líknardrápi eru hins vegar nokkuð lík í
báðum löndunum. Beiðandinn verður
að vera haldinn banvænum sjúkdómi,
eiga skammt eftir ólifað, þjást óbærilega
og ómögulegt að líkna honum á annan
hátt. Einnig verður að vera staðfest að
sjúklingur óski eftir líknardrápinu sjálfur,
ákvörðunin sé upplýst og ígrunduð, ekki
sé til staðar geðsjúkdómur sem trufli dóm-
greind hans, né sé ákvörðunin tekin undir
áhrifum lyfja. Tveir óháðir læknar verða
að staðfesta skilyrðin. Í báðum löndunum
stendur líknardrápið eingöngu íbúum við-
komandi ríkis til boða. Læknar, lyfjafræð-
ingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta
neitað að taka þátt í líknardrápi samvisku
sinnar vegna. Í Sviss er aðstoð við sjálfsvíg
eingöngu leyfileg og verður þolandinn
sjálfur að geta tæmt þann eiturbikar sem
dregur hann til dauða, annars er fram-
kvæmdin óleyfileg. Framkvæmdin fer
fram í þremur einkafyrirtækjum. Engin
krafa er um að beiðandinn sé haldinn ban-
vænum sjúkdómi, né heldur koma læknar
að líknardrápinu. Lögreglan er síðan
kölluð til og staðfestir að um sjálfsvíg
hafi verið að ræða. Mikil áhersla er lögð á
skráningu gagna og atviksins, þar á meðal
myndbandsupptökur. Hingað til hefur
þess ekki verið krafist að þolandinn sé
svissneskur ríkisborgari, enda hefur orðið
til líknardráps-ferðamannaiðnaður (suicide
tourism) í Sviss. Nýlega hefur þó hafist
umræða um að takmarka líknardráps-
heimildina við svissneska ríkisborgara.7
Sjálfræði, ábyrgð, aðstandendur
Maðurinn er sjálfráða vegna þess að hann
er skynsemisvera sem er fær um að ráða
framtíð sinni, velja sér markmið í lífinu
og gefa lífi sínu tilgang. Enginn getur
sagt öðrum hvað gerir líf hans þess virði
að lifa því. Því ber hann einn ábyrgð á
lífi sínu og heilsu. Ég hef áður reifað rétt-
indi sjúklinga til að hafna lífslengjandi
læknismeðferð sem þeim stendur til boða.3
Þeir geta hafnað meðferð sem þeir telja
að valdi sér það miklum þjáningum að
meðferðin sé ekki þess virði. Það gera
margir læknar sem veikjast af banvænum
sjúkdómum.8,9 Þannig má leiða rök að því
að sjúklingurinn beri einn ábyrgð á dauða
sínum og hafi því rétt til að ákvarða dauð-
daga sinn sjálfur og stytta sér aldur. Hins
vegar er ekki sjálfgefið að viðkomandi
eigi rétt á að fá aðstoð við sjálfsvíg. Sá
sem tekur eigið líf á engan rétt á að vera
aðstoðaður við það, því slíka skyldu er
ekki hægt að leggja á nokkurn mann.2 Það
er ekki hægt að krefja lækni eða annan
heilbrigðisstarfsmann um að framkvæma
líknardráp ef það stríðir gegn samvisku
Líknardráp (Euthanasia) – aðstoð við sjálfsvíg