Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2016, Page 15

Læknablaðið - 01.05.2016, Page 15
 LÆKNAblaðið 2016/102 223 eykur líkur á því að fyrirburar með erfiðan lungnasjúkdóm náist af öndunarvél.5, 7, 9, 10 Meðal barnanna sem fengu barkstera á úðaformi lækkaði súr- efnisþörfin eftir að meðferð hófst, en þó ekki eins hratt og hjá þeim sem fengu barkstera í æð. Þremur dögum eftir að úðameðferðin hófst var súrefnisþörf barnanna í rannsóknarhópnum orðin mark- tækt minni en við upphaf meðferðar og 14 dögum eftir að meðferð hófst var ekki lengur marktækur munur á súrefnisþörf barnanna í rannsóknarhópnum og þeim í viðmiðunarhópnum. Hins vegar teljum við að of fá börn hafi verið á öndunarvél í upphafi úðameð- ferðar til þess að hægt sé álykta um hvort hún hafi dregið úr þörf þeirra fyrir öndunarvélameðferð. Erlendar rannsóknir eru mis- vísandi um hvort sterameðferð í úðaformi dregur úr þörf fyrirbura fyrir öndunarvélameðferð.11-13 Súrefnisþörf barnanna í viðmiðunarhópi þeirra sem fengu stera í æð var marktækt meiri en barnanna í viðmiðunarhópi þeirra sem fengu úðastera, sem skýrist líklega af því að meðgöngulengd barn- anna sem fengu stera í æð var marktækt styttri en barnanna sem fengu úðastera. Nýleg rannsókn sýndi fram á að sterameðferð í úðaformi sem hafin er á fyrsta sólarhring eftir fæðingu dregur úr líkum á LLS hjá fyrirburum sem fæddir eru fyrir 28 vikna meðgöngu.8 Hins vegar benda rannsakendur á að sá ávinningur kunni að hafa verið vegna hærri dánartíðni meðal barnanna sem fengu innúðastera en þeirra í viðmiðunarhópnum.8 Okkar rannsókn segir ekki til um hvort sterameðferð í æð eða í úðaformi minnkar líkur á LLS hjá fyrirburum, enda var hún ekki hönnuð til að svara þeirri spurningu. Það voru marktækt fleiri börn sem fengu greininguna LLS meðal þeirra sem fengu barkstera í æð en í viðmiðunarhópnum, sem skýrist líklegast af því að börnin sem fengu stera í æð höfðu verri lungnasjúkdóm í upphafi og voru því líklegri til að fá LLS. Aukaverkanir Þyngdaraukning barnanna fyrstu tvær vikurnar eftir að meðferð hófst reyndist marktækt minni hjá börnunum sem fengu barkstera í æð en hjá viðmiðunarhópi. Hins vegar var ekki marktækur mun- ur á þyngd hópanna við 35 vikna meðgöngualdur, sem bendir til þess að um skammtíma aukaverkun hafi verið að ræða. Minni þyngdaraukning barnanna sem fengu sterameðferð í æð á með- ferðartíma gæti einnig skýrst af því að á þeim tíma voru þau veik- ari en börnin í viðmiðunarhópi. Ekki reyndist marktækur munur milli hópanna á öðrum hugsanlegum aukaverkunum sem kann- aðar voru. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að barksteragjöf í æð eykur lík- ur á skammtíma aukaverkunum, svo sem háum blóðsykri, blæð- ingum í meltingarveg og garnarofi hjá fyrirburum. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á auknar líkur á heilalömun og annarri þroskaröskun. Það varð til þess að barnalæknafélögin í Bandaríkj- unum og Kanada (American Academy of Pediatrics og Canadian Academy of Pediatrics) mæltust til þess árið 2002 að barksterar væru ekki gefnir fyrirburum nema í undantekningartilvikum og þá aðeins með upplýstu samþykki foreldra. Upphafsskammtur í flestum þeim rannsóknum sem þessar leiðbeiningar voru byggð- ar á var 0,5-1,0 mg/kg/sólarhring.6 Í seinni tíma rannsóknum hafa hins vegar verið notaðir lægri skammtar en áður, sem virðast hafa færri aukaverkanir í för með sér.14 Nú er yfirleitt mælt með því að nota 0,15-0,25 mg/kg/sólarhring af dexametason sem byrjunar- skammt, sem síðan er minnkaður smám saman og meðferð hætt 10 dögum síðar.14-16 Einnig sýndi nýleg rannsókn að enn lægri skammtar (0,05 mg/kg/sólarhring) minnka súrefnisþörf og þörf fyrir öndunarvélameðferð hjá fyrirburum, án þess að hafa sýni- legar aukaverkanir í för með sér.10 Umræðan um hugsanleg skaðleg áhrif barkstera á þroska fyrirbura virðist hafa haft áhrif á notkun þeirra hér á landi, því árin 2003 og 2004 fékk enginn fyrirburi stera í æð við erfiðum lungnasjúkdómi og þegar sú meðferð var hafin að nýju, var færri börnum gefið lyfið og lægri skammtar notaðir en áður. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir, sem sýnt hafa fram á minni notkun barkstera hjá fyrirburum í kjölfar ályktana bandarísku og kanadísku barnalæknafélaganna árið 2002.16,17 Árin 2005-2014 fengu að meðaltali 6,4% allra fyrirbura á vökudeildinni sem voru <1500 g við fæðingu barkstera í æð við erfiðum lungnasjúkdómi og 15,5% þeirra sem voru <1000 g við fæðingu. Upphafsskammtur dexametasón á sama tímabili var að meðaltali 0,2 mg/kg/sólar- hring. Erlendar rannsóknir benda til þess að aukaverkanir af stera- meðferð í æð séu meiri ef meðferð hefst fyrir 7 daga aldur.7 Í okk- ar rannsókn hófst meðferðin í öllum tilvikum eftir að barnið var orðið vikugamalt. Ekki reyndist marktækur munur á tíðni hugsanlegra auka- verkana milli barnanna sem fengu eingöngu innúðastera og við- miða þeirra. Öll börnin fengu budesonide (Pulmicort®) og var upphafsskammtur lyfsins í flestum tilvikum 1000 µg á dag, sem er í samræmi við skammta notaða í erlendum rannsóknum.18 Styrkleikar og takmarkanir rannsóknar Helstu styrkleikar rannsóknarinnar eru að hún nær til heillar þjóðar, þar sem öll börnin voru meðhöndluð á sömu deildinni, auk þess sem hún nær yfir tiltölulega langt tímabil (15 ár), sem gefur yfirlit yfir þróun þessarar meðferðar hér á landi. Hins vegar er rannsóknin afturskyggn og skráning upplýsinga því ekki eins ítarleg og nákvæm eins og ef um framskyggna rannsókn hefði verið að ræða. Vel þekkt er að stúlkur sem fæddar eru fyrir tímann verða ekki eins veikar og drengir og lífslíkur þeirra eru betri. Æskilegt hefði verið að para börnin milli meðferðar- og viðmiðunarhópa á kyni en vegna fárra einstaklinga í úrtaki reyndist það ekki hægt. Við mat á hugsanlegum áhrifum sterameðferðar á þroska barnanna var kannað hvort þau hefðu greinst með heilalömun. Nákvæmara hefði verið að nota jafnframt aðra nálgun, svo sem Bayley-þroskamat, en ekki var byrjað að gera slíkt mat á fyrirbur- um á Barnaspítalanum fyrr en undir lok rannsóknartímabilsins. Vegna þessa og þess að úrtakið er frekar lítið, teljum við að ekki sé rétt að draga ályktanir um langtímaáhrif stera á þroska fyrirbura út frá þessari rannsókn. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.