Læknablaðið - 01.05.2016, Side 17
LÆKNAblaðið 2016/102 225
Inngangur
Lungnaígræðslur hófust uppúr 1960, en árangur var
lélegur framan af.1 Eftir 1980 komu öflugri ónæm-
isbælandi lyf til sögunnar og aðgerðum fjölgaði. Ár-
angur hefur farið batnandi upp frá því og lungna-
ígræðslur hafa náð að festa sig í sessi sem valkostur
í völdum tilfellum við ýmsum lungnakvillum.2-4 Þeim
er beitt við margvíslegum lungnasjúkdómum, svo sem
langvinnum lungnateppusjúkdómum, bandvefsmynd-
andi sjúkdómum, sjúkdómum sem valda þrálátum
sýkingum eins og slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis) og
lungnaæðasjúkdómum. Hægt er að græða í bæði hjarta
og lungu, annað lunga eða bæði lungu eftir sjúkdóms-
gerð.2-4 Hjá sjúklingum með mikla skerðingu á starfs-
getu og takmarkaðar lífslíkur vegna lungnasjúkdóma
getur lungnaígræðsla aukið bæði lífslíkur og lífsgæði.
Almennt er ábending fyrir lungnaígræðslu versn-
andi lungnastarfsemi vegna sjúkdóms sem engin með-
ferð er til við eða hámarkslyfjameðferð dugar ekki til að
viðhalda lungnastarfsemi.2-4 Um er að ræða sjúkdóma
aðra en krabbamein. Ákvörðunin um hvenær á að setja
sjúkling á biðlista fyrir lungnaígræðslu er mismunandi
eftir sjúkdómum. Aðalatriðið er að lungnaígræðsla sé
líkleg til að lengja líf sjúklings. Þannig þarf að vera
meiri áhætta fólgin í því að halda áfram meðferð held-
ur en að fara í lungnaígræðslu. Almennt er hugað að
lungnaígræðslu þegar tveggja til þriggja ára lífslíkur
eru minni en 50% og skerðing á lífsfærni mikil (færni-
mat samkvæmt NYHA (New York Heart Association
scale) á stigi III eða IV). Á flestum stöðum er langvinn
lungnateppa (LLT) algengasta ástæða lungnaígræðslu.
Algengt er að nota svokallaðan BODE-kvarða (Body
Inngangur: Lungnaígræðsla er valkostur við meðferð á langt gengnum
lungnasjúkdómum, öðrum en krabbameinum, þegar lífslíkur eru mjög skertar
og lífsgæði léleg, þrátt fyrir bestu mögulegu meðferð. Í flestum tilvikum batna
lungnapróf og heilsutengd lífsgæði mikið við lungnaígræðslu. Sýkingar og
stíflumyndandi berkjungabólga, einnig kallað langvinn höfnun, eru algengustu
fylgikvillarnir eftir lungnaígræðslu.
Efniviður og aðferðir: Hér er sagt frá íslenskum sjúklingum sem farið hafa
í lungnaígræðslu frá febrúar 1988 til janúar 2015. Gagnagrunnur var unninn
afturskyggnt úr sjúkraskrám. Safnað var upplýsingum um bakgrunn sjúklinga,
ígræðsluaðgerð, ónæmisbælingu og hafnanir, fylgikvilla og lifun.
Niðurstöður: Alls hefur verið gerð 21 lungnaígræðsla á 20 einstaklingum en
einn sjúklingur hefur tvisvar farið í aðgerð. Um var að ræða 9 konur og 11
karla og meðalaldur við ígræðslu var 45 ár (20-61 ár). Flestar aðgerðirnar hafa
verið gerðar á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg. Flestir fengu ígrædd
bæði lungu. Langvinn lungnateppa var algengasta ábendingin. Algengustu
fylgikvillar eftir lungnaígræðslu voru hafnanir og sýkingar. Átta af 20 sjúklingum
hafa fengið bráðahöfnun og helmingur sjúklinga langvinna höfnun. Alls eru 6 af
20 sjúklingum látnir, af þeim létust þrír vegna langvinnrar höfnunar á ígræddu
líffæri. Miðgildi lifunar er 8,5 ár. Fimm ára lifun er 74%.
Ályktanir: Lungnaígræðslur á Íslendingum eru nú framkvæmdar á
Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg en eftirfylgni er á vegum sérhæfðra
lungnalækna á Landspítala. Fylgikvillar og lifun íslenskra sjúklinga er
sambærilegt við það sem gerist á stærri stofnunum. Náin samskipti og
samstarf við stofnunina þar sem ígræðsla fer fram er lykilatriði.
ÁGRIP
mass index, Airflow Obstruction, Dyspnea og Exercise
capacity) til að meta þörf fyrir lungnaígræðslu hjá sjúk-
lingum með LLT. Í honum er mat fyrir líkamsþyngdar-
stuðul, lungnateppu, mæði og áreynslugetu. Ef heildar-
stigafjöldi er hærri en 5 er ábending fyrir að setja
sjúkling í uppvinnslu fyrir lungnaígræðslu og meta
hann heildrænt. Við mat á bandvefsmyndandi lungna-
sjúkdómum er stuðst við gerð breytinga á tölvusneið-
myndum og lækkun á lungnaprófum yfir 6 mánaða
tímabil. Að auki er stuðst við aðrar mælingar á lungna-
starfsemi og lækkun á súrefnismettun við áreynslu. Í
slímseigjusjúkdómi er hugað að lungnaígræðslu þegar
gildi FEV1 ( forc ed expiratory volume in 1 second, kröftugt
fráblástursrúmmál á fyrstu sekúndu) er komið undir 30%
af áætluðu gildi og versnanir eru tíðar vegna sýkinga.
Einnig ef til staðar eru viðvarandi loftbrjóst eða blóð-
hósti. Í lungnaháþrýstingi er hugað að lungnaígræðslu
við hraðan gang sjúkdóms og mikla skerðingu á lífs-
færni þrátt fyrir hámarkslyfjameðferð.2-4
Í upphafi var hjarta- og lungnaígræðsla samtímis
vegna flókinna hjartagalla með Eisenmenger-heil-
kenni eða við mjög langvinna lungnasjúkdóma sem
höfðu valdið skerðingu á hjartastarfsemi algengasta
aðgerðin. Á síðustu misserum hefur þessum aðgerðum
fækkað vegna bættrar greiningar og meðferðar þessara
sjúkdóma á byrjunarstigum.5 Í dag er lungnaígræðsla
beggja vegna algengasta tegund aðgerðar.
Eftir lungnaígræðslu hefst ævilöng meðferð með
lyfjum sem draga úr líkum á höfnun og þessir sjúk-
lingar eru undir nákvæmu eftirliti ævina á enda. Þar
sem lungun eru stöðugt útsett fyrir ónæmisvökum og
Greinin barst
18. desember 2015,
samþykkt til birtingar
15. mars 2016.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Lungnaígræðslur á Íslendingum
Sif Hansdóttir*1 læknir, Hrönn Harðardóttir*1,2 læknir, Óskar Einarsson1 læknir, Stella Kemp Hrafnkelsdóttir1 hjúkrunarfræðingur,
Gunnar Guðmundsson1,2 læknir
1Lungnadeild
Landspítala,
2læknadeild Háskóla
Íslands.
*Höfundar lögðu
jafnt til greinarinnar
Fyrirspurnir:
Gunnar Guðmundsson
ggudmund@landspitali.is
http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.05.80 Y F I R L I T