Læknablaðið - 01.05.2016, Side 18
226 LÆKNAblaðið 2016/102
sýklum í umhverfinu þarfnast lungnaþegar öflugri ónæmisbæl-
ingar en aðrir líffæraþegar. Því miður eru fylgikvillar algengir og
setja hömlur á langtímavirkni ígræddra lungna sem og á lífsgæði
og lifun sjúklingsins.6-9 Lifun eftir lungnaígræðslur er því almennt
skemmri en eftir ígræðslur á öðrum líffærum.
Algengasti fylgikvillinn eftir lungnaígræðslu er höfnun, bráð
og langvinn. Bráðri höfnun valda bólguviðbrögð vegna T-frumu-
miðlaðrar svörunar við ókunnugum vefjaflokkagenum (major
histocompatibility complex, MHC).8 Grunur um bráðahöfnun vakn-
ar oft á klínískum grunni en greiningin byggist á sérstöku vefja-
fræðiútliti á vefjasýni úr lungnavefnum. Til er alþjóðlegur staðall
þar sem vefjasýnin eru metin eftir vefjafræðilegu útliti þeirra og
höfnunargráða frá 1 til 4 ákvörðuð eftir því hversu mikil höfnunin
er.9
Langvinn höfnun er samheiti yfir ástand þar sem viðvarandi
lækkun (um >20%) verður á fráblástursgildum frá bestu gild-
um sjúklings eftir ígræðslu. Greiningin er klínísk og byggist á
öndunarprófum eftir að búið er útiloka sýkingar, bráðahöfnun
og annað sem getur valdið versnun á klínísku ástandi. Oftast
er um að ræða teppumynd á fráblástursprófum en herpumynd
getur einnig komið fram. Áhættuþættir eru fjöldamargir og má
þar nefna bráða frumutengda höfnun, myndun gjafa-sérhæfðra
mótefna gegn HLA-flokkum, vélindabakflæði með ásvelgingu og
öndunarfærasýkingar af völdum veira.6,7,9
Fyrsta lungnaígræðslan á Íslendingi var gerð þann 2. febr-
úar árið 1988.10 Í þessari grein verður sagt frá lungnaígræðslum
á Íslendingum frá þeim tíma og til 1. janúar 2015. Fjallað er um
ábendingar, ónæmisbælingu, hafnanir og aðra fylgikvilla og ár-
angur.
Efniviður og aðferðir
Þýði rannsóknarinnar voru allir íslenskir sjúklingar sem far-
ið hafa í lungnaígræðslu, samtals 20 manns. Gagnagrunnur var
gerður afturskyggnt og klínískar upplýsingar fengnar úr sjúkra-
skrám (Sögukerfi Landspítala).
Eftirfarandi breytur voru skoðaðar: i) Bakgrunnsupplýsingar;
kyn, aldur á aðgerðardegi og ástæða fyrir ígræðslu. ii) Upplýs-
ingar um aðgerð; staðsetning ígræðslu og tegund ígræðslu (eitt
lunga, tvö lungu eða hjarta- og lungu). iii) Ónæmisbælandi lyf-
jameðferð eftir ígræðslu. iv) Hafnanir; bráðahöfnun samkvæmt
vefjagreiningu eða langvinn höfnun, skilgreind sem FEV1 <80%
af grunngildi (meðaltal tveggja bestu FEV1-mælinga 6-12 mánuð-
um eftir ígræðslu). v) Sýkingar frá árinu 2006; bakteríusýkingar og
sveppasýkingar samkvæmt. ræktunum, veirusýkingar samkvæmt
ræktunum eða PCR (Polymerase Chain Reaction) fyrir öndunarfæra-
veirur og CMV (Cytomegalovirus) samkvæmt. PCR á sermi (≥500
eintök). vi) Aðrir algengir fylgikvillar; nýrnastarfsemi og illkynja
sjúkdómar. vii) Dánardagur.
Gögn úr sjúkraskýrslum voru skráð í forritið Microsoft Office
Excel og lýsandi tölfræði unnin úr því. Lifunargreining (Kaplan
Meier) var reiknuð út með tölfræðiforritinu R þar sem tekið var
tillit til þess sjúklings sem hafði farið í endurígræðslu. Eftirfylgd
sjúklings sem fór í endurígræðslu var skert á þeirri stundu sem
endurígræðslan fór fram og endurræst frá núlli með nýrri færslu
á þeim tímapunkti. Aðstoð við tölfræðiúrvinnslu var fengin hjá
Sigrúnu Helgu Lund lektor í líftölfræði, Miðstöð lýðheilsuvísinda
Háskóla Íslands.
Niðurstöður
Alls hafa 20 sjúklingar farið í lungnaígræðslu og af þeim fengu
tveir einnig hjartaígræðslu. Um var að ræða 9 (45%) konur og 11
(55%) karla. Meðalaldur við ígræðslu var 45 ár (aldursbil 20-61 ár)
og er aldursdreifing sýnd á mynd 1. Ábendingar fyrir ígræðslu eru
sýndar á mynd 2 og var langvinn lungnateppa (LLT) algengasta
ábendingin.
Í töflu I er sýnt hvar ígræðslurnar voru gerðar og á hvaða
tímabili. Flestar voru ígræðslurnar framkvæmdar á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu í Gautaborg og rúmlega helmingur aðgerða fór fram
á árunum 2008 til 2015. Mynd 3 sýnir fjölda ígræðslna eftir árum
og voru langflestar aðgerðir gerðar árið 2012. Mynd 4 sýnir tegund
Tafla I. Framkvæmd lungnaígræðslna á Íslendingum.
Tímabil Hvar framkvæmd Fjöldi ígræðslna
1988-1992 Harefield Hospital, London, Bretland 2
1994-1996 Sahlgrenska, Gautaborg, Svíþjóð 4
2003-2007 Rigshospitalet, Kaupmannahöfn, Danmörk 4
2008-2015 Sahlgrenska, Gautaborg, Svíþjóð 11
Y F I R L I T
Mynd 1. Aldur við ígræðslu. Mynd 2. Ábendingar fyrir ígræðslu. SS; slímseigjusjúkdómur, SL; sjálfvakin
lungnatrefjun, LLT; langvinn lungnateppa, AT; antitrypsin, LH; lungnaslagæðahá-
þrýstingur.