Læknablaðið - 01.05.2016, Page 23
LÆKNAblaðið 2016/102 231
Augnþurrkur er algengt vandamál og hafa rannsókn-
ir sýnt að sjúkdómurinn hrjáir 5-30% fólks yfir fimm-
tugt.1 Orsakir augnþurrks eru fjölþættar en þær tvær
helstu eru (i) skert framleiðsla tára (aqueous deficient) og
(ii) óstöðug tárafilma (evaporative), sem oftast má rekja
til hvarmabólgu. Algengasta ástæða hennar er van-
starfsemi í fitukirtlum hvarmanna (meibomian gland
dysfunction). Þá hafa umhverfisþættir eins og loftraki,
einnig veruleg áhrif og í mörgum tilfellum er þó um
að ræða sambland allra þessara þátta.1
Augnþurrkur leiðir til breytinga í samsetningu
tárafilmu augans sem og á yfirborði þess og eru
megineinkennin almenn óþægindi á augnsvæði, sjón-
truflanir, sviði og aðskotahlutstilfinning í augum.
Hefðbundnar meðferðir við augnþurrki eru gervitár,
tappar í táragöng, ofnæmistöflur og dropar, doxýcýklín
um munn, steradropar og cýklósporín-augndropar. Í
einstaka tilfellum dugar þessi meðferð ekki.
Hér á eftir er lýst tilfellum tveggja einstaklinga sem
leituðu sér lækninga vegna augnþurrks þar sem hefð-
bundnum meðferðum var beitt án árangurs. Í kjölfarið
vaknaði áhugi á að kanna hvort rekja mætti orsökina
til Demodex-mítla. Greinarhöfundum er ekki kunnugt
um að slíkum tilfellum með tegundagreiningu mítils
hafi verið lýst hérlendis fyrr.
Sjúkrasaga
Tilfelli 1: 72 ára karlmaður með hvarmabólgu og þrálát-
an kláða í augum en að öðru leyti heilsuhraustur. Var
lyfjalaus en notaði gervitár (Thealoz) tvisvar til þrisvar
sinnum á dag í bæði augu. Maðurinn kvartaði yfir
táraflæði, aðskotahlutstilfinningu og kláða í augum
þrátt fyrir notkun gervitára.
Í upphafi hefðbundinnar meðferðar var sjúkling-
ur beðinn um að svara spurningalista, OSDI (Ocular
Surface Disease Index), sem gefur til kynna hversu
Vanstarfsemi í fitukirtlum augnloka er algeng ástæða augnþurrks.
Demodex-mítlar geta valdið slíkri vanstarfsemi og þar með hvarmabólgu
með kláða, þurrki og almennri vanlíðan á augnsvæði. Það er mikilvægt að
hafa Demodex-mítla í huga við greiningu hvarmabólgu og ef hefðbundin
meðferðarúrræði við hvarmabólgu bregðast. Tveir einstaklingar höfðu
árangurslaust fengið hefðbundna meðferð við hvarmabólgu og augnþurrki
en greindust síðan með hársekkjamítla. Meðferð með BlephEx og Tea tree
olíu gaf góða raun. Þetta er í fyrsta sinn sem hársekkjamítillinn Demodex
folliculorum er greindur hérlendis með erfðafræðilegri tegundagreiningu.
ÁGRIP
mikil augnóþægindin eru (hærri gildi gefa til kynna
aukin óþægindi í augum). Niðurstöður listans gáfu til
kynna fremur lítil óþægindi þrátt fyrir kvartanir. Við
skoðun komu í ljós vanvirkir fitukirtlar og þurrkur á
hornhimnu (sjá dálk T1 í töflu I). Einnig voru hrúður á
augnhárum beggja vegna sjáanleg.
Hefðbundin meðferð stóð yfir í 8 mánuði og var á
þeim tíma ýmsum úrræðum beitt, svo sem augndrop-
um með dexametasóni og tóbramýsíni (Maxidex og
Tobradex), hydrokortisón-augndreifu (Hydrocortison
med Terramycin og Polymyxin B), chloramphenicol-
um-augnsmyrsli og doxýcýkíni í töfluformi. Þá var
ítrekuð nauðsyn þess að þrífa augnhár og nota heita
bakstra á augnlok kvölds og morgna.
Að hefðbundinni meðferð lokinni (sjá dálk T2 í töflu
I) kvartaði sjúklingurinn enn undan kláða og þurrki í
augum. Sjáanlegt hrúður var enn á augnhárum þrátt
fyrir ítrekuð þrif.
Tilfelli 2: 35 ára heilsuhraustur og lyfjalaus karlmað-
ur með þrálátan kláða og augnþurrk sem staðið hafði í
mörg ár. Hvarmabólga var þekkt síðan 2009 og notaði
hann gervitár (Thealoz) þrisvar til sjö sinnum á dag
þess vegna.
Fyrir hefðbundna meðferð (sjá dálk T1 í töflu I) gáfu
niðurstöður OSDI til kynna mikil óþægindi í augum.
Við skoðun sást vanstarfsemi fitukirtla og einnig sjá-
anlegt hrúður á augnhárum beggja augna.
Meðferð hófst með doxýcýklíni í töfluformi og augn-
dropum með dexametasóni og tóbramýsíni (Tobradex).
Hann fékk einnig tappa í bæði neðri táragöng, fyrir-
mæli um að þrífa augnhár og notkun heitra bakstra á
augnlok kvölds og morgna.
Eftir 5 mánuði kvartaði sjúklingur enn yfir augn-
þurrki og kláða í kringum augun (sjá nánar T2 í töflu
I). Hrúður var enn til staðar á augnhárum þrátt fyrir
ítrekuð þrif.
Greinin barst
26. janúar 2016,
samþykkt til birtingar
10. mars 2016.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Demodex folliculorum,
hársekkjamítill, dulin
orsök hvarmabólgu
Sigurlaug Gunnarsdóttir1 hjúkrunarfræðingur, Árni Kristmundsson2 sníkjudýrafræðingur, Mark A. Freeman2,3 sníkjudýrafræðingur,
Ólafur Már Björnsson1 læknir, Gunnar Már Zoëga1,4 læknir
1Sjónlag augnlæknastöð
og Táralind,
2Tilraunastöð Háskóla
Íslands í meinafræði,
Keldum,
3Ross-spítala í dýrafræði,
St. Kitts í Vestur-Indíum,
4augndeild Landspítala.
Höfundar fengu samþykki
sjúklinganna fyrir þessari
umfjöllun og birtingu.
Fyrirspurnir:
Sigurlaug Guðrún
Gunnarsdóttir
sigurlaug@sjonlag.is
http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.05.81 S J Ú K R A T I L F E L L I